Bæjarstjóri vill funda með ráðherra um hávaða á Kársnesi Lovísa Arnardóttir skrifar 16. september 2024 06:45 Ásdís Kristjánsdótti bæjarstjóri, til hægri, hefur óskað eftir fundi með Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Augnablikshávaði vegna flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli mælist reglulega langt yfir það sem er kveðið á um í reglugerð um hávaða um mörk vegna hávaða frá flugumferð. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi hefur óskað eftir fundi með innviðaráðherra til að ræða hávaðamengun á Kársnesi vegna aukinnar flugumferðar við Reykjavíkurflugvöll. Samkvæmt reglugerð um hávaða eru mörk vegna hávaða frá flugumferð við húsvegg íbúðarhúsnæðis, dvalarrýma og skóla á svæðum í nágrenni þegar starfandi flugvalla 65 desíbel. Í bréfi sem bæjarstjóri sendi á ráðherra í síðustu viku og Vísir hefur undir höndum, kemur fram að á tímabilinu 4. ágúst til 4. október 2023 hafi Kópavogsbær mælt umhverfishávaða við Borgarholtsbraut en þar er aðflugslína norður/suður brautar flugvallarins. Niðurstöðurnar voru að jafngildishávaði hafi verið á bilinu 57 desíbel til 65 desíbel og því innan marka. Augnablikshávaði hafi hins vegar mælst mun hærri, eða allt að 92 desíbel en algengast var að augnablikshávaði hafi mælst á bilinu 85 til 90 desíbel nokkrum sinnum á dag. Úr reglugerð um hávaða. Ásdís segir í bréfinu til ráðherra að fulltrúar íbúasamtakanna Hljóðmarka hafi á nýlegum fundi gert kröfu um að eiga samtal við ríki og sveitarfélög um flugvöllinn og eftirlitsaðila hans. „Það er ósk mín að við getum unnið náið saman að lausn þessa máls og vil ég að því tilefni óska eftir fundi með þér um næstu skref,“ segir í bréfi bæjarstjóra. Óþarfa umferð burt Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð í vikunni og berjast fyrir því að þyrluflug og einkaþotur hverfi frá flugvellinum. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. „Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ sagði Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi, í viðtali við Vísi í síðustu viku. Ekki til skilgreining á einkaþotu Í svari frá innviðaráðherra til þingmanns Vinstri grænna í fyrirspurn um einkaflug á flugvellinum kom fram að árið 2023 voru alls 44.596 skráðar hreyfingar á Reykjavíkurflugvelli. Þar af væru 24.109 hreyfingar skráðar í gagnagrunn Isavia. Í svari ráðherra er tekið fram að ekki sé til skilgreining á því hvað telst einkaþota en að tölurnar hafi verið greindar og afmarkaðar við hreyfingar hjá ákveðnum þekktum stærðum loftfara sem geti talist einkaflugvélar og voru merktar sem almannaflug. Samanlagt voru 2.003 hreyfingar skráðar sem almannaflug og þar af 913 hreyfingar hjá eins hreyfils vélum, 431 hreyfing hjá tveggja hreyfla vélum og 659 hreyfingar skráðar hjá þotum. Af þyrluflugi voru 9.114 hreyfingar skráðar sem leiguflug og 24 sem almannaflug. Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Kópavogur Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. 11. september 2024 13:29 Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Samkvæmt reglugerð um hávaða eru mörk vegna hávaða frá flugumferð við húsvegg íbúðarhúsnæðis, dvalarrýma og skóla á svæðum í nágrenni þegar starfandi flugvalla 65 desíbel. Í bréfi sem bæjarstjóri sendi á ráðherra í síðustu viku og Vísir hefur undir höndum, kemur fram að á tímabilinu 4. ágúst til 4. október 2023 hafi Kópavogsbær mælt umhverfishávaða við Borgarholtsbraut en þar er aðflugslína norður/suður brautar flugvallarins. Niðurstöðurnar voru að jafngildishávaði hafi verið á bilinu 57 desíbel til 65 desíbel og því innan marka. Augnablikshávaði hafi hins vegar mælst mun hærri, eða allt að 92 desíbel en algengast var að augnablikshávaði hafi mælst á bilinu 85 til 90 desíbel nokkrum sinnum á dag. Úr reglugerð um hávaða. Ásdís segir í bréfinu til ráðherra að fulltrúar íbúasamtakanna Hljóðmarka hafi á nýlegum fundi gert kröfu um að eiga samtal við ríki og sveitarfélög um flugvöllinn og eftirlitsaðila hans. „Það er ósk mín að við getum unnið náið saman að lausn þessa máls og vil ég að því tilefni óska eftir fundi með þér um næstu skref,“ segir í bréfi bæjarstjóra. Óþarfa umferð burt Samtökin Hljóðmörk voru stofnuð í vikunni og berjast fyrir því að þyrluflug og einkaþotur hverfi frá flugvellinum. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. „Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ sagði Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi, í viðtali við Vísi í síðustu viku. Ekki til skilgreining á einkaþotu Í svari frá innviðaráðherra til þingmanns Vinstri grænna í fyrirspurn um einkaflug á flugvellinum kom fram að árið 2023 voru alls 44.596 skráðar hreyfingar á Reykjavíkurflugvelli. Þar af væru 24.109 hreyfingar skráðar í gagnagrunn Isavia. Í svari ráðherra er tekið fram að ekki sé til skilgreining á því hvað telst einkaþota en að tölurnar hafi verið greindar og afmarkaðar við hreyfingar hjá ákveðnum þekktum stærðum loftfara sem geti talist einkaflugvélar og voru merktar sem almannaflug. Samanlagt voru 2.003 hreyfingar skráðar sem almannaflug og þar af 913 hreyfingar hjá eins hreyfils vélum, 431 hreyfing hjá tveggja hreyfla vélum og 659 hreyfingar skráðar hjá þotum. Af þyrluflugi voru 9.114 hreyfingar skráðar sem leiguflug og 24 sem almannaflug.
Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Kópavogur Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. 11. september 2024 13:29 Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. 11. september 2024 13:29
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent