Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2024 20:04 Jón Bjarnason, sauðfjárbóndi í Skipholti og fjallkóngur Hrunamanna, sem segir stöðu sauðfjárræktarinnar mjög bjarta. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Lömbin koma væn af fjalli og eru harðholda “segir fjallkóngur Hrunamanna en réttað var í Hrunaréttum Í Hrunamannahreppi í dag og í Skaftholtsréttum í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Það var góð stemming í réttum dagsins í blíðskaparveðri. Gleðin skein úr hverju andliti og allir hjálpuðust að við að draga féð í dilka sína. „Við höfum verið að ræða það með safninu síðustu tvo daga að það er vænt og harðholda, okkur líst mjög vel á það. Ég held ég þakki því bara að það hefur verið úrkoma í sumar og afrétturinn hefur verið góður,” segir Jón Bjarnason sauðfjárbóndi í Skipholti og fjallkóngur Hrunamanna. Um fjögur þúsund fjár voru í réttunum. En hvernig líst fjallkónginum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er bara björt, hún er mjög björt.” Mikið af fólki var í Hrunaréttum og að sjálfsögðu var íslenska fánanum flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara Jón, sem var ánægður með réttardaginn. „Það er allt gott við réttardaginn eins og fólkið, féð og stemmingin,” segir Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi, sem segir réttardaginn alltaf uppáhalds daginn sinn í sveitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var líka réttað í Skaftholtsréttum í dag og þar var líka mjög góð stemming. Féð lét fara vel um sig í skjóli eldfjallsins Heklu áður en það var rekið í almenninginn og dregið í dilka. Það fór vel um féð í Skaftholtsréttum með Heklu í baksýn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En framtíðarbóndinn í Haukholtum er harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi. „Já, ég er alveg ákveðin í því. Ég á eina kæræstu, ég er níu ára og heitir Víglundur Þorsteinsson,” sagði ungi og hressi drengurinn. Víglundur Þorsteinsson, sem er níu ára framtíðar sauðfjárbóndi í Haukholtum. Hér er hann með fallega hrútinn sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Réttir Landbúnaður Sauðfé Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Það var góð stemming í réttum dagsins í blíðskaparveðri. Gleðin skein úr hverju andliti og allir hjálpuðust að við að draga féð í dilka sína. „Við höfum verið að ræða það með safninu síðustu tvo daga að það er vænt og harðholda, okkur líst mjög vel á það. Ég held ég þakki því bara að það hefur verið úrkoma í sumar og afrétturinn hefur verið góður,” segir Jón Bjarnason sauðfjárbóndi í Skipholti og fjallkóngur Hrunamanna. Um fjögur þúsund fjár voru í réttunum. En hvernig líst fjallkónginum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er bara björt, hún er mjög björt.” Mikið af fólki var í Hrunaréttum og að sjálfsögðu var íslenska fánanum flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara Jón, sem var ánægður með réttardaginn. „Það er allt gott við réttardaginn eins og fólkið, féð og stemmingin,” segir Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi, sem segir réttardaginn alltaf uppáhalds daginn sinn í sveitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var líka réttað í Skaftholtsréttum í dag og þar var líka mjög góð stemming. Féð lét fara vel um sig í skjóli eldfjallsins Heklu áður en það var rekið í almenninginn og dregið í dilka. Það fór vel um féð í Skaftholtsréttum með Heklu í baksýn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En framtíðarbóndinn í Haukholtum er harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi. „Já, ég er alveg ákveðin í því. Ég á eina kæræstu, ég er níu ára og heitir Víglundur Þorsteinsson,” sagði ungi og hressi drengurinn. Víglundur Þorsteinsson, sem er níu ára framtíðar sauðfjárbóndi í Haukholtum. Hér er hann með fallega hrútinn sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Réttir Landbúnaður Sauðfé Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira