Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Árni Sæberg skrifar 13. september 2024 14:33 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áminnti Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara árið 2022 og óskaði eftir því að hann yrði leystur frá embætti tímabundið í sumar. Vísir/Vilhelm Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir fjölmiðlaumfjöllun um mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara hafa verið mjög á einn veg og lítið hafa farið fyrir gagnrýnum spurningum til Helga Magnúsar. Þannig hafi hallað verulega á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið í moldviðri, sem Helga Magnúsi hafi tekist að magna. Þetta segir Sigríður í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Falast var eftir viðbrögðum hennar við ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa Helga Magnús ekki frá störfum, þrátt fyrir um orðræða sem hann hefur viðhaft sæmdi ekki embætti vararíkissaksóknara, að mati ráðherra. Sammála Róberti Róbert Spanó, lögmaður og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, sagði í aðsendri grein á Vísi í gær að þessi niðurstaða ráðherra væri með öllu ótæk. Sigríður segist þegar hafa tekið undir orð Róberts en það gerði hún í skriflegu svari við fyrirspurn Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Í svari við erindi Vísis segist hún telja Róbert ná að „kjarna“ málið vel. Sigríður ítrekar að hún muni ekki svara spurningum fjölmiðla sem lúta að samskiptum við starfsmenn, þar með talið vararíkissaksóknara, eða annað tengt starfsmannamálum innanhúss hjá embættinu. Lúti alls ekki að persónu Helga Magnúsar Sem áður segir segist Sigríður telja umfjöllun fjölmiðla um málið hafa verið einhliða. Skort hafi á að Helgi Magnús væri spurður gagnrýninna spurninga um málið. „Það má því segja að hallað hafi verulega á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið í öllu þessu moldviðri sem Helga Magnúsi hefur tekist að magna. Öll umfjöllun hefur ranglega snúist um persónu Helga Magnúsar en eins og skýrt kemur fram í grein Róberts Spanó, og ég hef reynt að koma á framfæri við fjölmiðla, þá lýtur málið ekki að persónu vararíkissaksóknara heldur að sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins og trausti almennings til ákæruvaldsins.“ Hafi borið skylda til að fylgja áminningunni eftir Sigríður segir ástæðu til þess að undirstrika það enn og aftur að málið snúist ekki heldur um hennar persónu eða einhvern persónulegan ágreining milli þeirra Helga Magnúsar. „Ég sem ríkissaksóknari hef ákveðnum skyldum að gegna gagnvart vararíkissaksóknara vegna háttsemi hans sem vararíkissaksóknari.“ Sigríður vísar að lokum til umfjöllunar sinnar um málið á vef Ríkissaksóknara, þar sem sagði: „Áréttað er að ekki var um persónulegt ágreiningsmál á milli ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara að ræða en sú rangfærsla hefur ítrekað komið fram í umfjöllun um málið. Málið laut að því að ríkissaksóknara, sem næsta yfirmanni vararíkissaksóknara, bar að fylgja eftir þeirri áminningu sem vararíkissaksóknari fékk á árinu 2022 í samræmi við lög nr. 70/1996 auk þess sem ríkissaksóknari ber ábyrgð á því að ákæruvaldið njóti traust almennings og að ávallt sé unnið eftir einkunnarorðum ákæruvaldsins um óhlutdrægni, sjálfstæði og heilindi.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu. 9. september 2024 15:39 Helgi Magnús situr heima meðan Guðrún leitar sér ráðgjafar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki sagt til um hvenær mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara verður afgreitt innan ráðuneytisins. Á meðan situr Helgi Magnús heima. 20. ágúst 2024 12:59 Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Almar M. Möller lögmaður gagnrýnir þau sjónarmið sem fram komu í grein Róberts Spanó frá í gær að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um að Helgi Magnús Gunnarsson haldi stöðu sinni sem vararíkissaksóknari stangist á við lög. Hann telur dómsmálaráðherra skilgreina málið of þröngt að gefnum forsendum og í raun megi rekja allt tal um lögleysu til ríkissaksóknara sjálfs. 13. september 2024 10:55 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Þetta segir Sigríður í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Falast var eftir viðbrögðum hennar við ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa Helga Magnús ekki frá störfum, þrátt fyrir um orðræða sem hann hefur viðhaft sæmdi ekki embætti vararíkissaksóknara, að mati ráðherra. Sammála Róberti Róbert Spanó, lögmaður og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, sagði í aðsendri grein á Vísi í gær að þessi niðurstaða ráðherra væri með öllu ótæk. Sigríður segist þegar hafa tekið undir orð Róberts en það gerði hún í skriflegu svari við fyrirspurn Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Í svari við erindi Vísis segist hún telja Róbert ná að „kjarna“ málið vel. Sigríður ítrekar að hún muni ekki svara spurningum fjölmiðla sem lúta að samskiptum við starfsmenn, þar með talið vararíkissaksóknara, eða annað tengt starfsmannamálum innanhúss hjá embættinu. Lúti alls ekki að persónu Helga Magnúsar Sem áður segir segist Sigríður telja umfjöllun fjölmiðla um málið hafa verið einhliða. Skort hafi á að Helgi Magnús væri spurður gagnrýninna spurninga um málið. „Það má því segja að hallað hafi verulega á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið í öllu þessu moldviðri sem Helga Magnúsi hefur tekist að magna. Öll umfjöllun hefur ranglega snúist um persónu Helga Magnúsar en eins og skýrt kemur fram í grein Róberts Spanó, og ég hef reynt að koma á framfæri við fjölmiðla, þá lýtur málið ekki að persónu vararíkissaksóknara heldur að sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins og trausti almennings til ákæruvaldsins.“ Hafi borið skylda til að fylgja áminningunni eftir Sigríður segir ástæðu til þess að undirstrika það enn og aftur að málið snúist ekki heldur um hennar persónu eða einhvern persónulegan ágreining milli þeirra Helga Magnúsar. „Ég sem ríkissaksóknari hef ákveðnum skyldum að gegna gagnvart vararíkissaksóknara vegna háttsemi hans sem vararíkissaksóknari.“ Sigríður vísar að lokum til umfjöllunar sinnar um málið á vef Ríkissaksóknara, þar sem sagði: „Áréttað er að ekki var um persónulegt ágreiningsmál á milli ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara að ræða en sú rangfærsla hefur ítrekað komið fram í umfjöllun um málið. Málið laut að því að ríkissaksóknara, sem næsta yfirmanni vararíkissaksóknara, bar að fylgja eftir þeirri áminningu sem vararíkissaksóknari fékk á árinu 2022 í samræmi við lög nr. 70/1996 auk þess sem ríkissaksóknari ber ábyrgð á því að ákæruvaldið njóti traust almennings og að ávallt sé unnið eftir einkunnarorðum ákæruvaldsins um óhlutdrægni, sjálfstæði og heilindi.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu. 9. september 2024 15:39 Helgi Magnús situr heima meðan Guðrún leitar sér ráðgjafar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki sagt til um hvenær mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara verður afgreitt innan ráðuneytisins. Á meðan situr Helgi Magnús heima. 20. ágúst 2024 12:59 Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Almar M. Möller lögmaður gagnrýnir þau sjónarmið sem fram komu í grein Róberts Spanó frá í gær að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um að Helgi Magnús Gunnarsson haldi stöðu sinni sem vararíkissaksóknari stangist á við lög. Hann telur dómsmálaráðherra skilgreina málið of þröngt að gefnum forsendum og í raun megi rekja allt tal um lögleysu til ríkissaksóknara sjálfs. 13. september 2024 10:55 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Ummælin óviðeigandi en Helgi Magnús sleppur Dómsmálaráðherra telur sérstakar aðstæður réttlæta ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, sem séu þó til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins. Hann verður því ekki leystur frá störfum. Helgi Magnús fagnar ákvörðun ráðherra og hlakkar til að mæta aftur til vinnu. 9. september 2024 15:39
Helgi Magnús situr heima meðan Guðrún leitar sér ráðgjafar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki sagt til um hvenær mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara verður afgreitt innan ráðuneytisins. Á meðan situr Helgi Magnús heima. 20. ágúst 2024 12:59
Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Almar M. Möller lögmaður gagnrýnir þau sjónarmið sem fram komu í grein Róberts Spanó frá í gær að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um að Helgi Magnús Gunnarsson haldi stöðu sinni sem vararíkissaksóknari stangist á við lög. Hann telur dómsmálaráðherra skilgreina málið of þröngt að gefnum forsendum og í raun megi rekja allt tal um lögleysu til ríkissaksóknara sjálfs. 13. september 2024 10:55