Given vorkennir Heimi Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2024 10:33 Shay Given varði mark Írlands í 134 landsleikjum, á árunum 1996-2016. Heimir Hallgrímsson stýrir nú liðinu. Samsett/Getty Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson. Heimir tók við starfinu í júlí, eftir að Stephen Kenny hafði hætt 231 degi fyrr. Given segir fáránlegt að nýr þjálfari hafi ekki verið ráðinn fyrr, til að geta undirbúið sig með vináttulandsleikjum fyrir Þjóðadeildina nú í haust. „Allt ferlið við að finna nýjan stjóra, ég veit ekki hvert rétta orðið er… algjör óreiða,“ segir Given á vef Irish Mirror. „Heimir þarf að þola gagnrýni líka því það er stjórinn sem velur liðið og uppleggið. En stóra myndin snýst um allt þetta ráðningarferli. Það er fáránlegt hvað það tók langan tíma,“ segir Given. Bjuggust allir við nýjum og spennandi tímum Írland hóf Þjóðadeildina á 2-0 töpum gegn Englandi og Grikklandi á heimavelli, í fyrstu leikjunum undir stjórn Heimis, og hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Írar eru í 58. sæti heimslistans og hafa fallið niður um 46 sæti frá árinu 2004, eða fleiri sæti en öll lið Evrópu nema Liechtenstein, San Marínó og Lettland. „Fyrir leikinn við England voru allir iðandi af spennu og leikvangurinn hristist. Það héldu allir að núna væru að byrja nýir tímar, en fjórum dögum seinna sitjum við hérna og veltum fyrir okkur hvað í ósköpunum gerðist,“ segir Given sem gengur ekki eins langt og Eamon Dunphy, 79 ára fjölmiðlamaður og fyrrverandi landsliðsmaður, sem vill hreinlega að Heimir verði rekinn strax. Klikkun hve langan tíma tók að finna þjálfara „Við hefðum átt meiri möguleika með þjálfara sem hefði fengið vináttulandsleiki. En ég vorkenni manninum. Hann tapaði fyrstu tveimur keppnisleikjunum og þannig er hann strax kominn í vörn gagnvart stuðningsmönnunum. Þetta er ekki fullkomin byrjun, en undirbúningurinn var heldur ekki æskilegur. Það að taka 231 dag í að finna nýjan þjálfara er allt of langur tími. Það er í raun klikkun. Hvort sem þú velur réttan eða rangan mann, fáðu hann alla vega inn snemma,“ segir Given. Þurfti að gúgla Heimi Þessi fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íra, sem lengi varði mark Newcastle og fleiri liða í ensku úrvalsdeildinni, þurfti líkt og margir Írar að nota Google til að kynna sér Heimi þegar hann var ráðinn. En skiptir það máli fyrir leikmenn írska liðsins að hafa ekki þekkt Heimi fyrir fram? „Hluti af mér skilur hvers vegna hann var fenginn hingað, vegna þess sem hann gerði með Íslandi. Þeir fóru upp styrkleikalistann og stóðu í stóru þjóðunum. Það er fyrirmynd hérna. Þolinmæði er orðið sem að þjálfarinn notar. En hveitibrauðsdagarnir eru liðnir strax eftir tvo leiki. Eftir leikinn á þriðjudag [tapið gegn Grikklandi] var hann reiður og í uppnámi á blaðamannafundinum, og sagðist ekki vera góður í að tapa. Það er það sem maður vill heyra frá þjálfaranum sínum,“ segir Given sem gagnrýndi hins vegar Heimi fyrir að eftirláta aðstoðarmönnum sínum, John O‘She og Paddy McCarthy, mikla ábyrgð í aðdraganda fyrstu leikjanna. „Þegar nýr maður kemur inn, sem þekkir ekki leikmennina, þá þarf hann að mínu mati að rísa upp og segja „Ég er stjórinn og við gerum hlutina eftir mínu höfði“. Hann var með aðra nálgun. En ég er eins og stuðningsmennirnir, með því að tapa mér í svartsýni eftir tvö töp. Það er eðlilegt eftir tapið gegn Grikklandi. Allir stjórar, hvort sem það er Heimir Hallgrímsson eða einhver annar, vita að hið sama gildir alltaf. Ef að leikirnir fara ekki vel þá mun það bitna á þeim,“ segir Given. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Heimir tók við starfinu í júlí, eftir að Stephen Kenny hafði hætt 231 degi fyrr. Given segir fáránlegt að nýr þjálfari hafi ekki verið ráðinn fyrr, til að geta undirbúið sig með vináttulandsleikjum fyrir Þjóðadeildina nú í haust. „Allt ferlið við að finna nýjan stjóra, ég veit ekki hvert rétta orðið er… algjör óreiða,“ segir Given á vef Irish Mirror. „Heimir þarf að þola gagnrýni líka því það er stjórinn sem velur liðið og uppleggið. En stóra myndin snýst um allt þetta ráðningarferli. Það er fáránlegt hvað það tók langan tíma,“ segir Given. Bjuggust allir við nýjum og spennandi tímum Írland hóf Þjóðadeildina á 2-0 töpum gegn Englandi og Grikklandi á heimavelli, í fyrstu leikjunum undir stjórn Heimis, og hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Írar eru í 58. sæti heimslistans og hafa fallið niður um 46 sæti frá árinu 2004, eða fleiri sæti en öll lið Evrópu nema Liechtenstein, San Marínó og Lettland. „Fyrir leikinn við England voru allir iðandi af spennu og leikvangurinn hristist. Það héldu allir að núna væru að byrja nýir tímar, en fjórum dögum seinna sitjum við hérna og veltum fyrir okkur hvað í ósköpunum gerðist,“ segir Given sem gengur ekki eins langt og Eamon Dunphy, 79 ára fjölmiðlamaður og fyrrverandi landsliðsmaður, sem vill hreinlega að Heimir verði rekinn strax. Klikkun hve langan tíma tók að finna þjálfara „Við hefðum átt meiri möguleika með þjálfara sem hefði fengið vináttulandsleiki. En ég vorkenni manninum. Hann tapaði fyrstu tveimur keppnisleikjunum og þannig er hann strax kominn í vörn gagnvart stuðningsmönnunum. Þetta er ekki fullkomin byrjun, en undirbúningurinn var heldur ekki æskilegur. Það að taka 231 dag í að finna nýjan þjálfara er allt of langur tími. Það er í raun klikkun. Hvort sem þú velur réttan eða rangan mann, fáðu hann alla vega inn snemma,“ segir Given. Þurfti að gúgla Heimi Þessi fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íra, sem lengi varði mark Newcastle og fleiri liða í ensku úrvalsdeildinni, þurfti líkt og margir Írar að nota Google til að kynna sér Heimi þegar hann var ráðinn. En skiptir það máli fyrir leikmenn írska liðsins að hafa ekki þekkt Heimi fyrir fram? „Hluti af mér skilur hvers vegna hann var fenginn hingað, vegna þess sem hann gerði með Íslandi. Þeir fóru upp styrkleikalistann og stóðu í stóru þjóðunum. Það er fyrirmynd hérna. Þolinmæði er orðið sem að þjálfarinn notar. En hveitibrauðsdagarnir eru liðnir strax eftir tvo leiki. Eftir leikinn á þriðjudag [tapið gegn Grikklandi] var hann reiður og í uppnámi á blaðamannafundinum, og sagðist ekki vera góður í að tapa. Það er það sem maður vill heyra frá þjálfaranum sínum,“ segir Given sem gagnrýndi hins vegar Heimi fyrir að eftirláta aðstoðarmönnum sínum, John O‘She og Paddy McCarthy, mikla ábyrgð í aðdraganda fyrstu leikjanna. „Þegar nýr maður kemur inn, sem þekkir ekki leikmennina, þá þarf hann að mínu mati að rísa upp og segja „Ég er stjórinn og við gerum hlutina eftir mínu höfði“. Hann var með aðra nálgun. En ég er eins og stuðningsmennirnir, með því að tapa mér í svartsýni eftir tvö töp. Það er eðlilegt eftir tapið gegn Grikklandi. Allir stjórar, hvort sem það er Heimir Hallgrímsson eða einhver annar, vita að hið sama gildir alltaf. Ef að leikirnir fara ekki vel þá mun það bitna á þeim,“ segir Given.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti