Skálda opnar: „Kannski ekki margir nógu vitlausir til að framkvæma þessa hugmynd“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. september 2024 07:00 Bókabúðin Skálda opnar klukkan 16 í dag, laugardaginn 28. september og bíður bóksalinn Einar Björn Magnússon spenntur eftir því að fá fyrstu kúnnana til sín. Vísir/Vilhelm Bókabúðin Skálda opnar í dag á Vesturgötu 10a. Einar Björn Magnússon, bóksalinn tilvonandi, telur vera eftirspurn eftir bókabúð sem leggur raunverulega áherslu á bækur og hyggst hann gera Skáldu að miðpunkti bókmenntalífs borgarinnar. Einar er giftur þriggja barna faðir úr Vesturbænum. Hann er mikill bókaunnandi og hefur nær alltaf unnið í návígi við bækur, hvort sem það er við kennslu eða í ýmsum störfum á bókasöfnum. Stofnun bókabúðar hefur lengi blundað í honum. Hann fór í nám í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands fyrir tæpum tveimur árum og fór hugmyndin í kjölfarið að taka á sig skýrari mynd. Atvinnuleysi kveikjan að Skáldu „Eftir námið vann ég á Bókasafninu í Garðabæ í eitt ár sem viðburðastjóri. Um áramótin var ég atvinnulaus og með þessa hugmynd í kollinum. Þá datt ég akkúrat inn á þetta verkefni sem heitir Frumkvæði hjá Vinnumálastofnun,“ segir Einar um aðdragandann að stofnun Skáldu. Íslenskir bókaunnendur og lestrarhestar hljóta að fagna tilkomu nýrrar bókabúðar sem mun vonandi hrista upp í markaðnum.Vísir/Vilhelm „Verkefnið gengur út á að koma viðskiptahugmynd á koppinn sem gaf mér rými til að vinna í þessari hugmynd. Maður gerir viðskiptaáætlun og pælir í því hvort að þetta sé eitthvað sem er sjálfbært. Það hjálpaði mér að koma þessu á koppinn.“ Er bóksala sjálfbær rekstur? „Það þarf að koma í ljós en ég held að miðað við áhugann sem ég finn í samfélaginu vanti svona bókabúð. Fólk mun vonandi beina sínum viðskiptum til mín frekar en til matvöruverslana sem selja bækur í einn mánuð á ári,“ segir hann glettinn. Miðja bókmenntalífs í borginni „Það eru margir bókaunnendur sem láta sig dreyma um að eiga sína eigin bókabúð en kannski ekki margir nógu vitlausir til að framkvæma þessa hugmynd. Mér fannst vera gat á markaðnum fyrir svona bókabúð,“ segir Einar um aðdragandann að Skáldu. Hvernig skilgreinirðu Skáldu öðruvísi en aðrar bókabúðir ? „Sjálfstæða óháða bókabúð sem leggur áherslu á bækurnar sjálfar og bókmenntaviðburði sem tengja saman lesendur og rithöfunda. Markmiðið er að verða miðja í bókmenntalífinu í borginni.“ Hvernig ætlarðu að gera það? „Þetta er lítið rými þannig fólk er nálægt hvoru öðru og andrúmsloftið heimilislegt. Það er hægt að halda upplestra, bókaklúbba og bókmenntaumræður þar sem er stofustemming þannig fólk upplifi ekkert endilega að það sé í einhverri búð heldur bókmenntahúsi.“ Einar hyggst líka vera með einhverjar barnabækur til sölu í Skáldu en skáldsögurnar séu þó aðalatriðið.Vísir/Vilhelm Hugmynd Einars um Skáldu sem miðju bókmenntalífsins má líka segja að tengist lokaverkefni hans úr náminu í menningarmiðlun. Þar vann hann að gerð svokallaðs Ljóðradars sem kortleggur ljóð sem eiga sér stað í Reykjavík. „Við vorum búin að kortleggja alla borgina með mörghundruð ljóðum sem eiga sér ákveðin stað í Reykjavík. Planið er að koma þessu í einhvers konar app svo hægt sé að skoða á korti hvaðan staðir í borginni eru uppspretta ljóða.“ Þú ert greinilega mikið að pæla í staðfræði bókmennta? „Reykjavík á sér mikla sögu sem bókmenntaborg. Það eru fleiri rithöfundar hérna í borginni en í mörgum öðrum, jafnvel þó að höfðatalan sé ekki tekin inn í. Það er kannski ástæðan líka að ég er að opna þessa búð, mér finnst að hún falli vel inn í bókmenntalífið.“ Bóksalan ekki eins arðbær og tóbakssalan Einar hefur leitað ráða víða hjá fólki í bókabransanum og hafa viðbrögðin verið af ýmsu tagi. „Það eru allir til í að gefa manni ráð. Sumir eru neikvæðari en aðrir en flestir eru upplífgandi og vilja að mér takist að halda þessu gangandi. Ef maður ætlar að græða á verslun eru bækur ekki besta varan til að selja. Ég hefði kannski frekar átt að selja nikótínpúða“ segir hann og hlær. Eða tvinna þetta saman? „Það endar með því.“ En er þetta ekki mikil fjárhagsleg áhæ tta? „Þetta er mikil áhætta en ég hef svo mikla trú á þessu. Þetta er líka ákveðið tilraunaverkefni, að sjá hvort þörfin á markaðnum sé ekki sú sem ég held að hún sé.“ Undanfarnar vikur hefur verið nóg að gera hjá Einari við undirbúning opnunarinnar; panta bækur, skrúfa saman hillur, koma upp vefsvæði og ýmislegt annað.Vísir/Vilhelm „Ég vil fara í bókabúðir sem fólkið í borginni sækir“ Það eru nokkrar bókabúðir við og í kringum miðborgina þó sumar þeirra hafi færst nær því að vera túristaverslanir. Einar er kampakátur með bæði staðsetninguna og húsnæðið sem henti frábærlega til bóksölu. Var staðsetningin lykilatrið i? „Ég var búinn að leita í nokkra mánuði og mig langaði alltaf að vera nálægt miðbænum. Húsnæðið er á mörkum gamla vesturbæjarins og miðbæjarins þannig þetta tengist íbúðarhverfinu og það labba margir hérna fram hjá.“ Þetta verður hverfisbókabúð en heldurðu að þú stílir líka eitthvað inn á tú rista? „Ég ætla ekki að vera með neinn túristavarning en ég mun selja bækur á ensku og þýðingar á íslenskum skáldsögum og kannski einhverjar ferðabækur,“ segir hann og bætir við „Þegar ég er ferðamaður erlendis leita ég uppi bókabúðir og vil ekki fara í bókabúðir sem selja bara túristavarning. Ég vil fara í bókabúðir sem fólkið í borginni sækir.“ Skálda er á Vesturgötu beint á móti heilsugæslunni í miðbæ. Hún er því á jaðri miðbæjarins og gamla vesturbæjarins.Vísir/Vilhelm Auðvelt að stofna bókabúð þegar maður fær svona stuðning Einar hefur stofnað til hópfjármögnunar á Karolina Fund til að reyna að safna fyrir startkostnaði. Söfnunin hefur gengið ágætlega og hafa tveir þriðju upphæðarinnar safnast og enn ellefu dagar til stefnu. Og rithöfundar hafa lagt til söfnunarinnar ekki satt? „Ég hafði samband við nokkra rithöfunda og það voru allir til að leggja eitthvað til og árituðu bækur sérstaklega fyrir söfnunina,“ segir Einar. Skálda mun bjóða upp á nýjar bækur í bland við valdar eldri bækur. Einar tekur þó sérstaklega fram að búðin verði ekki fornbókaverslun.Vísir/Vilhelm Er eitthvað sem hefur komið á óvart í ferlinu? „Það hefur komið skemmtilega á óvart hvað allir eru til í að hjálpa, bjóðast til að skrúfa saman hillur, bera bækur eða hella upp á kaffi. Líka fólk í bransanum sem er til í að gefa manni góð ráð,“ segir hann. „Það er erfitt að fara af stað með svona verkefni en auðvelt þegar maður finnur þennan góða stuðning.“ Styttist í opnun Skáldu Aðspurður hvort það sé meira maus en maður heldur að stofna bókabúð svarar Einar játandi. „Þar sem ég er einn í þessu þá þarf ég að gera allt og læra allt í leiðinni. Setja upp vefsíðu, finna hvaða kassakerfi á að nota og öryggiskerfi. Alls konar litlir hlutir og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og rekast á veggi,“ segir hann. Einar stefndi að því að opna Skáldu eftir miðjan september en því seinkaði aðeins. Undanfarnar tvær vikur hafa farið í alls konar verkefni: „Smíða hillur og klára að setja þær upp, panta bækur frá íslensku útgefendum og tengja allt kerfið þannig þetta fúnkeri.“ Og nú er allt tilbúið fyrir opnun Skáldu klukkan 16 í dag. Lesendur Vísis geta komið við á Vesturgötu 10a og kíkt þar í nýjustu bókabúð landsins. Einar ætlar að tengja saman lesendur og rithöfunda í Skáldu, bjóða rýmið til viðburðarhalds og fylla inn í gat á markaðnum fyrir alvöru bókabúð.Vísir/Vilhelm Bókmenntir Verslun Reykjavík Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Einar er giftur þriggja barna faðir úr Vesturbænum. Hann er mikill bókaunnandi og hefur nær alltaf unnið í návígi við bækur, hvort sem það er við kennslu eða í ýmsum störfum á bókasöfnum. Stofnun bókabúðar hefur lengi blundað í honum. Hann fór í nám í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands fyrir tæpum tveimur árum og fór hugmyndin í kjölfarið að taka á sig skýrari mynd. Atvinnuleysi kveikjan að Skáldu „Eftir námið vann ég á Bókasafninu í Garðabæ í eitt ár sem viðburðastjóri. Um áramótin var ég atvinnulaus og með þessa hugmynd í kollinum. Þá datt ég akkúrat inn á þetta verkefni sem heitir Frumkvæði hjá Vinnumálastofnun,“ segir Einar um aðdragandann að stofnun Skáldu. Íslenskir bókaunnendur og lestrarhestar hljóta að fagna tilkomu nýrrar bókabúðar sem mun vonandi hrista upp í markaðnum.Vísir/Vilhelm „Verkefnið gengur út á að koma viðskiptahugmynd á koppinn sem gaf mér rými til að vinna í þessari hugmynd. Maður gerir viðskiptaáætlun og pælir í því hvort að þetta sé eitthvað sem er sjálfbært. Það hjálpaði mér að koma þessu á koppinn.“ Er bóksala sjálfbær rekstur? „Það þarf að koma í ljós en ég held að miðað við áhugann sem ég finn í samfélaginu vanti svona bókabúð. Fólk mun vonandi beina sínum viðskiptum til mín frekar en til matvöruverslana sem selja bækur í einn mánuð á ári,“ segir hann glettinn. Miðja bókmenntalífs í borginni „Það eru margir bókaunnendur sem láta sig dreyma um að eiga sína eigin bókabúð en kannski ekki margir nógu vitlausir til að framkvæma þessa hugmynd. Mér fannst vera gat á markaðnum fyrir svona bókabúð,“ segir Einar um aðdragandann að Skáldu. Hvernig skilgreinirðu Skáldu öðruvísi en aðrar bókabúðir ? „Sjálfstæða óháða bókabúð sem leggur áherslu á bækurnar sjálfar og bókmenntaviðburði sem tengja saman lesendur og rithöfunda. Markmiðið er að verða miðja í bókmenntalífinu í borginni.“ Hvernig ætlarðu að gera það? „Þetta er lítið rými þannig fólk er nálægt hvoru öðru og andrúmsloftið heimilislegt. Það er hægt að halda upplestra, bókaklúbba og bókmenntaumræður þar sem er stofustemming þannig fólk upplifi ekkert endilega að það sé í einhverri búð heldur bókmenntahúsi.“ Einar hyggst líka vera með einhverjar barnabækur til sölu í Skáldu en skáldsögurnar séu þó aðalatriðið.Vísir/Vilhelm Hugmynd Einars um Skáldu sem miðju bókmenntalífsins má líka segja að tengist lokaverkefni hans úr náminu í menningarmiðlun. Þar vann hann að gerð svokallaðs Ljóðradars sem kortleggur ljóð sem eiga sér stað í Reykjavík. „Við vorum búin að kortleggja alla borgina með mörghundruð ljóðum sem eiga sér ákveðin stað í Reykjavík. Planið er að koma þessu í einhvers konar app svo hægt sé að skoða á korti hvaðan staðir í borginni eru uppspretta ljóða.“ Þú ert greinilega mikið að pæla í staðfræði bókmennta? „Reykjavík á sér mikla sögu sem bókmenntaborg. Það eru fleiri rithöfundar hérna í borginni en í mörgum öðrum, jafnvel þó að höfðatalan sé ekki tekin inn í. Það er kannski ástæðan líka að ég er að opna þessa búð, mér finnst að hún falli vel inn í bókmenntalífið.“ Bóksalan ekki eins arðbær og tóbakssalan Einar hefur leitað ráða víða hjá fólki í bókabransanum og hafa viðbrögðin verið af ýmsu tagi. „Það eru allir til í að gefa manni ráð. Sumir eru neikvæðari en aðrir en flestir eru upplífgandi og vilja að mér takist að halda þessu gangandi. Ef maður ætlar að græða á verslun eru bækur ekki besta varan til að selja. Ég hefði kannski frekar átt að selja nikótínpúða“ segir hann og hlær. Eða tvinna þetta saman? „Það endar með því.“ En er þetta ekki mikil fjárhagsleg áhæ tta? „Þetta er mikil áhætta en ég hef svo mikla trú á þessu. Þetta er líka ákveðið tilraunaverkefni, að sjá hvort þörfin á markaðnum sé ekki sú sem ég held að hún sé.“ Undanfarnar vikur hefur verið nóg að gera hjá Einari við undirbúning opnunarinnar; panta bækur, skrúfa saman hillur, koma upp vefsvæði og ýmislegt annað.Vísir/Vilhelm „Ég vil fara í bókabúðir sem fólkið í borginni sækir“ Það eru nokkrar bókabúðir við og í kringum miðborgina þó sumar þeirra hafi færst nær því að vera túristaverslanir. Einar er kampakátur með bæði staðsetninguna og húsnæðið sem henti frábærlega til bóksölu. Var staðsetningin lykilatrið i? „Ég var búinn að leita í nokkra mánuði og mig langaði alltaf að vera nálægt miðbænum. Húsnæðið er á mörkum gamla vesturbæjarins og miðbæjarins þannig þetta tengist íbúðarhverfinu og það labba margir hérna fram hjá.“ Þetta verður hverfisbókabúð en heldurðu að þú stílir líka eitthvað inn á tú rista? „Ég ætla ekki að vera með neinn túristavarning en ég mun selja bækur á ensku og þýðingar á íslenskum skáldsögum og kannski einhverjar ferðabækur,“ segir hann og bætir við „Þegar ég er ferðamaður erlendis leita ég uppi bókabúðir og vil ekki fara í bókabúðir sem selja bara túristavarning. Ég vil fara í bókabúðir sem fólkið í borginni sækir.“ Skálda er á Vesturgötu beint á móti heilsugæslunni í miðbæ. Hún er því á jaðri miðbæjarins og gamla vesturbæjarins.Vísir/Vilhelm Auðvelt að stofna bókabúð þegar maður fær svona stuðning Einar hefur stofnað til hópfjármögnunar á Karolina Fund til að reyna að safna fyrir startkostnaði. Söfnunin hefur gengið ágætlega og hafa tveir þriðju upphæðarinnar safnast og enn ellefu dagar til stefnu. Og rithöfundar hafa lagt til söfnunarinnar ekki satt? „Ég hafði samband við nokkra rithöfunda og það voru allir til að leggja eitthvað til og árituðu bækur sérstaklega fyrir söfnunina,“ segir Einar. Skálda mun bjóða upp á nýjar bækur í bland við valdar eldri bækur. Einar tekur þó sérstaklega fram að búðin verði ekki fornbókaverslun.Vísir/Vilhelm Er eitthvað sem hefur komið á óvart í ferlinu? „Það hefur komið skemmtilega á óvart hvað allir eru til í að hjálpa, bjóðast til að skrúfa saman hillur, bera bækur eða hella upp á kaffi. Líka fólk í bransanum sem er til í að gefa manni góð ráð,“ segir hann. „Það er erfitt að fara af stað með svona verkefni en auðvelt þegar maður finnur þennan góða stuðning.“ Styttist í opnun Skáldu Aðspurður hvort það sé meira maus en maður heldur að stofna bókabúð svarar Einar játandi. „Þar sem ég er einn í þessu þá þarf ég að gera allt og læra allt í leiðinni. Setja upp vefsíðu, finna hvaða kassakerfi á að nota og öryggiskerfi. Alls konar litlir hlutir og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og rekast á veggi,“ segir hann. Einar stefndi að því að opna Skáldu eftir miðjan september en því seinkaði aðeins. Undanfarnar tvær vikur hafa farið í alls konar verkefni: „Smíða hillur og klára að setja þær upp, panta bækur frá íslensku útgefendum og tengja allt kerfið þannig þetta fúnkeri.“ Og nú er allt tilbúið fyrir opnun Skáldu klukkan 16 í dag. Lesendur Vísis geta komið við á Vesturgötu 10a og kíkt þar í nýjustu bókabúð landsins. Einar ætlar að tengja saman lesendur og rithöfunda í Skáldu, bjóða rýmið til viðburðarhalds og fylla inn í gat á markaðnum fyrir alvöru bókabúð.Vísir/Vilhelm
Bókmenntir Verslun Reykjavík Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira