Hungrið enn til staðar hjá Gunnari: Með augun á næsta bardaga Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2024 08:02 Gunnar Nelson stefnir á endurkomu í búrið. Vísir/Getty Íslenski bardagakappinn Gunnar Nelson er ekki á því að segja skilið við bardagaferil sinn alveg strax. Hann segir hungrið enn til staðar og þrátt fyrir hækkandi aldur segist hann enn vera að bæta sig. Gunnar er orðinn 36 ára gamall og ferill hans í MMA teygir sig aftur til ársins 2007. Íslendingurinn hefur verið á mála hjá stærsta og þekktasta bardagasambandi heims, UFC, síðan árið 2012 og óumflýjanlega nálgast hann endalok síns atvinnumannaferils sem getur jú ekki verið eilífur. Þó er þessi brautryðjandi, sem vann yfirburðarsigur gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í mars á síðasta ári og er sem stendur á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC, ekki að íhuga að leggja bardagahanskana á hilluna alveg strax. Gunnar á endurkomu í búrið undir lok árs. Bryan Barberena átti aldrei séns í Gunnar Nelson þegar þeir mættust á síðasta áriGetty/Catherine Ivill „Ég er bara í mjög fínu formi,“ segir Gunnar Nelson í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 nýkominn af æfingu í Mjölni. „Ég er að koma mér upp í enn betra form. Ég get ekki æft allan ársins hring eins og ég geri fyrir camp. Annars yrði ég bara rúmliggjandi. Ég er því að koma mér aftur af stað núna betur og betur og er að horfa á bardaga í kringum desember. Ég væri til í að keppa á því tímabili.“ Eftir því sem að liðið hefur á atvinnumannaferilinn hjá Gunnari hefur hann sífellt verið að taka enn stærra skref inn í þjálfun og hjá Mjölni er hann að leiðbeina ungum MMA bardagaköppum. „Ég svona reyni að vera ekki að spá alltof langt fram í tímann,“ segir Gunnar aðspurður hvernig hann sjái nánustu framtíð hjá sér á bardagaferlinum. „Jú hef lengi hugsað um að fara kalla þetta gott. Skrokkurinn er alveg farinn að segja til sín og núna lengi hef ég haft áhuga á töluvert öðrum hlutum heldur en endilega sjálfum mér í þessu dæmi. Þjálfun og svoleiðis. En mér finnst enn mjög gaman að keppa. Mig hungrar alltaf í það. Mér finnst það enn vera svo stór partur af mér sem einstaklingi í blönduðum bardagalistum að keppa. Ég fæ mig ekki í að stoppa það af alveg strax.“ Þannig að bardagahanskarnir eru ekki á leiðinni á hilluna? „Ekki alveg strax. Ég finn enn fyrir því að ég er að bæta mig. Þó skrokkurinn sé ekki enn tvítugur þá er ég að verða betri og betri með hverju árinu.“ MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Gunnar er orðinn 36 ára gamall og ferill hans í MMA teygir sig aftur til ársins 2007. Íslendingurinn hefur verið á mála hjá stærsta og þekktasta bardagasambandi heims, UFC, síðan árið 2012 og óumflýjanlega nálgast hann endalok síns atvinnumannaferils sem getur jú ekki verið eilífur. Þó er þessi brautryðjandi, sem vann yfirburðarsigur gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í mars á síðasta ári og er sem stendur á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC, ekki að íhuga að leggja bardagahanskana á hilluna alveg strax. Gunnar á endurkomu í búrið undir lok árs. Bryan Barberena átti aldrei séns í Gunnar Nelson þegar þeir mættust á síðasta áriGetty/Catherine Ivill „Ég er bara í mjög fínu formi,“ segir Gunnar Nelson í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 nýkominn af æfingu í Mjölni. „Ég er að koma mér upp í enn betra form. Ég get ekki æft allan ársins hring eins og ég geri fyrir camp. Annars yrði ég bara rúmliggjandi. Ég er því að koma mér aftur af stað núna betur og betur og er að horfa á bardaga í kringum desember. Ég væri til í að keppa á því tímabili.“ Eftir því sem að liðið hefur á atvinnumannaferilinn hjá Gunnari hefur hann sífellt verið að taka enn stærra skref inn í þjálfun og hjá Mjölni er hann að leiðbeina ungum MMA bardagaköppum. „Ég svona reyni að vera ekki að spá alltof langt fram í tímann,“ segir Gunnar aðspurður hvernig hann sjái nánustu framtíð hjá sér á bardagaferlinum. „Jú hef lengi hugsað um að fara kalla þetta gott. Skrokkurinn er alveg farinn að segja til sín og núna lengi hef ég haft áhuga á töluvert öðrum hlutum heldur en endilega sjálfum mér í þessu dæmi. Þjálfun og svoleiðis. En mér finnst enn mjög gaman að keppa. Mig hungrar alltaf í það. Mér finnst það enn vera svo stór partur af mér sem einstaklingi í blönduðum bardagalistum að keppa. Ég fæ mig ekki í að stoppa það af alveg strax.“ Þannig að bardagahanskarnir eru ekki á leiðinni á hilluna? „Ekki alveg strax. Ég finn enn fyrir því að ég er að bæta mig. Þó skrokkurinn sé ekki enn tvítugur þá er ég að verða betri og betri með hverju árinu.“
MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira