Hungrið enn til staðar hjá Gunnari: Með augun á næsta bardaga Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2024 08:02 Gunnar Nelson stefnir á endurkomu í búrið. Vísir/Getty Íslenski bardagakappinn Gunnar Nelson er ekki á því að segja skilið við bardagaferil sinn alveg strax. Hann segir hungrið enn til staðar og þrátt fyrir hækkandi aldur segist hann enn vera að bæta sig. Gunnar er orðinn 36 ára gamall og ferill hans í MMA teygir sig aftur til ársins 2007. Íslendingurinn hefur verið á mála hjá stærsta og þekktasta bardagasambandi heims, UFC, síðan árið 2012 og óumflýjanlega nálgast hann endalok síns atvinnumannaferils sem getur jú ekki verið eilífur. Þó er þessi brautryðjandi, sem vann yfirburðarsigur gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í mars á síðasta ári og er sem stendur á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC, ekki að íhuga að leggja bardagahanskana á hilluna alveg strax. Gunnar á endurkomu í búrið undir lok árs. Bryan Barberena átti aldrei séns í Gunnar Nelson þegar þeir mættust á síðasta áriGetty/Catherine Ivill „Ég er bara í mjög fínu formi,“ segir Gunnar Nelson í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 nýkominn af æfingu í Mjölni. „Ég er að koma mér upp í enn betra form. Ég get ekki æft allan ársins hring eins og ég geri fyrir camp. Annars yrði ég bara rúmliggjandi. Ég er því að koma mér aftur af stað núna betur og betur og er að horfa á bardaga í kringum desember. Ég væri til í að keppa á því tímabili.“ Eftir því sem að liðið hefur á atvinnumannaferilinn hjá Gunnari hefur hann sífellt verið að taka enn stærra skref inn í þjálfun og hjá Mjölni er hann að leiðbeina ungum MMA bardagaköppum. „Ég svona reyni að vera ekki að spá alltof langt fram í tímann,“ segir Gunnar aðspurður hvernig hann sjái nánustu framtíð hjá sér á bardagaferlinum. „Jú hef lengi hugsað um að fara kalla þetta gott. Skrokkurinn er alveg farinn að segja til sín og núna lengi hef ég haft áhuga á töluvert öðrum hlutum heldur en endilega sjálfum mér í þessu dæmi. Þjálfun og svoleiðis. En mér finnst enn mjög gaman að keppa. Mig hungrar alltaf í það. Mér finnst það enn vera svo stór partur af mér sem einstaklingi í blönduðum bardagalistum að keppa. Ég fæ mig ekki í að stoppa það af alveg strax.“ Þannig að bardagahanskarnir eru ekki á leiðinni á hilluna? „Ekki alveg strax. Ég finn enn fyrir því að ég er að bæta mig. Þó skrokkurinn sé ekki enn tvítugur þá er ég að verða betri og betri með hverju árinu.“ MMA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Sjá meira
Gunnar er orðinn 36 ára gamall og ferill hans í MMA teygir sig aftur til ársins 2007. Íslendingurinn hefur verið á mála hjá stærsta og þekktasta bardagasambandi heims, UFC, síðan árið 2012 og óumflýjanlega nálgast hann endalok síns atvinnumannaferils sem getur jú ekki verið eilífur. Þó er þessi brautryðjandi, sem vann yfirburðarsigur gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í mars á síðasta ári og er sem stendur á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC, ekki að íhuga að leggja bardagahanskana á hilluna alveg strax. Gunnar á endurkomu í búrið undir lok árs. Bryan Barberena átti aldrei séns í Gunnar Nelson þegar þeir mættust á síðasta áriGetty/Catherine Ivill „Ég er bara í mjög fínu formi,“ segir Gunnar Nelson í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 nýkominn af æfingu í Mjölni. „Ég er að koma mér upp í enn betra form. Ég get ekki æft allan ársins hring eins og ég geri fyrir camp. Annars yrði ég bara rúmliggjandi. Ég er því að koma mér aftur af stað núna betur og betur og er að horfa á bardaga í kringum desember. Ég væri til í að keppa á því tímabili.“ Eftir því sem að liðið hefur á atvinnumannaferilinn hjá Gunnari hefur hann sífellt verið að taka enn stærra skref inn í þjálfun og hjá Mjölni er hann að leiðbeina ungum MMA bardagaköppum. „Ég svona reyni að vera ekki að spá alltof langt fram í tímann,“ segir Gunnar aðspurður hvernig hann sjái nánustu framtíð hjá sér á bardagaferlinum. „Jú hef lengi hugsað um að fara kalla þetta gott. Skrokkurinn er alveg farinn að segja til sín og núna lengi hef ég haft áhuga á töluvert öðrum hlutum heldur en endilega sjálfum mér í þessu dæmi. Þjálfun og svoleiðis. En mér finnst enn mjög gaman að keppa. Mig hungrar alltaf í það. Mér finnst það enn vera svo stór partur af mér sem einstaklingi í blönduðum bardagalistum að keppa. Ég fæ mig ekki í að stoppa það af alveg strax.“ Þannig að bardagahanskarnir eru ekki á leiðinni á hilluna? „Ekki alveg strax. Ég finn enn fyrir því að ég er að bæta mig. Þó skrokkurinn sé ekki enn tvítugur þá er ég að verða betri og betri með hverju árinu.“
MMA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Sjá meira