Emma Hayes sannfærði Bandaríkin um að ganga langt til að fá Pochettino Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2024 14:31 Emma Hayes og Mauricio Pochettino, með aðstoðarþjálfaranum Jesus Perez, þegar þau stýrðu kvenna- og karlaliði Chelsea á síðustu leiktíð. Nú stýra Hayes og Pochettino bandarísku landsliðunum. Getty/Harriet Lander Eftir að hafa bæði verið þjálfarar hjá Chelsea hafa þau Emma Hayes og Mauricio Pochettino nú endurnýjað kynni sín sem landsliðsþjálfarar hjá Bandaríkjunum. Matt Crocker, íþróttastjóri bandaríska knattspyrnusambandsins, segir að afar góð meðmæli frá Hayes hafi átt sinn þátt í þvi að Pochettino var í gær kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Bandaríkjanna. Hann mun stýra liðinu fram yfir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Pochettino er sagður fá um 6 milljónir Bandaríkjadala í laun á ári, um 830 milljónir króna, eða tæplega fjórum sinnum hærri laun en Gregg Berhalter, forveri hans í starfi. Hayes sannfærði vinnuveitendur sína um að Pochettino væri þess virði. Hayes hætti með Chelsea, eftir tólf farsæl ár, til að taka við kvennalandsliði Bandaríkjanna í vor og hefur slegið strax í gegn. Undir hennar stjórn varð liðið ólympíumeistari í París í ágúst. „Spennandi að sjá þau vinna saman“ Þau Pochettino kynntust í síðasta starfi Argentínumannsins, sem var látinn fara frá Chelsea í vor eftir aðeins eina leiktíð, og Hayes hreifst af vinnubrögðum hans þar. Þess vegna ýtti hún á eftir Crocker og félögum að ganga frá ráðningu á Pochettino: „Hún er ótrúlegur þjálfari og ótrúleg manneskja. Í hvert sinn sem við sáum hana þá var hún bara: „Hvar er Poch?“ Hún þekkir hann og við notuðum það sem ákveðinn útangspunkt. Þau bera gríðarlega virðingu fyrir hvort öðru. Okkur fannst mjög spennandi að sjá þau vinna saman,“ sagði Crocker í viðtali við TNT. Emma Hayes welcomes Mauricio Pochettino to U.S. Soccer 🇺🇸 pic.twitter.com/QWeWp42LJL— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Hayes sendi Pochettino líka kveðju á samfélagsmiðlum: „Ég get ekki beðið eftir því að vinna með þér aftur og hlakka til samstarfsins næstu árin. Þetta er spennandi tími fyrir bandarískan fótbolta og ég vil bara bjóða þig velkominn, og ég hlakka til að taka á móti þér í bandarísku fótboltafjölskylduna,“ sagði Hayes. Ljóst er að Pochettino mun seint njóta sömu velgengni og Hayes í Bandaríkjunum. Karlalandslið þjóðarinnar hefur átt afar erfitt uppdráttar og gerði jafntefli í gær gegn Nýja-Sjálandi í vináttulandsleik, eftir þrjú töp í röð. Liðið komst í 16-liða úrslit á síðasta heimsmeistaramóti, í Katar 2022, en féll þar úr leik með 3-1 tapi gegn Hollandi. Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Sjá meira
Matt Crocker, íþróttastjóri bandaríska knattspyrnusambandsins, segir að afar góð meðmæli frá Hayes hafi átt sinn þátt í þvi að Pochettino var í gær kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Bandaríkjanna. Hann mun stýra liðinu fram yfir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Pochettino er sagður fá um 6 milljónir Bandaríkjadala í laun á ári, um 830 milljónir króna, eða tæplega fjórum sinnum hærri laun en Gregg Berhalter, forveri hans í starfi. Hayes sannfærði vinnuveitendur sína um að Pochettino væri þess virði. Hayes hætti með Chelsea, eftir tólf farsæl ár, til að taka við kvennalandsliði Bandaríkjanna í vor og hefur slegið strax í gegn. Undir hennar stjórn varð liðið ólympíumeistari í París í ágúst. „Spennandi að sjá þau vinna saman“ Þau Pochettino kynntust í síðasta starfi Argentínumannsins, sem var látinn fara frá Chelsea í vor eftir aðeins eina leiktíð, og Hayes hreifst af vinnubrögðum hans þar. Þess vegna ýtti hún á eftir Crocker og félögum að ganga frá ráðningu á Pochettino: „Hún er ótrúlegur þjálfari og ótrúleg manneskja. Í hvert sinn sem við sáum hana þá var hún bara: „Hvar er Poch?“ Hún þekkir hann og við notuðum það sem ákveðinn útangspunkt. Þau bera gríðarlega virðingu fyrir hvort öðru. Okkur fannst mjög spennandi að sjá þau vinna saman,“ sagði Crocker í viðtali við TNT. Emma Hayes welcomes Mauricio Pochettino to U.S. Soccer 🇺🇸 pic.twitter.com/QWeWp42LJL— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Hayes sendi Pochettino líka kveðju á samfélagsmiðlum: „Ég get ekki beðið eftir því að vinna með þér aftur og hlakka til samstarfsins næstu árin. Þetta er spennandi tími fyrir bandarískan fótbolta og ég vil bara bjóða þig velkominn, og ég hlakka til að taka á móti þér í bandarísku fótboltafjölskylduna,“ sagði Hayes. Ljóst er að Pochettino mun seint njóta sömu velgengni og Hayes í Bandaríkjunum. Karlalandslið þjóðarinnar hefur átt afar erfitt uppdráttar og gerði jafntefli í gær gegn Nýja-Sjálandi í vináttulandsleik, eftir þrjú töp í röð. Liðið komst í 16-liða úrslit á síðasta heimsmeistaramóti, í Katar 2022, en féll þar úr leik með 3-1 tapi gegn Hollandi.
Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Sjá meira