Emma Hayes sannfærði Bandaríkin um að ganga langt til að fá Pochettino Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2024 14:31 Emma Hayes og Mauricio Pochettino, með aðstoðarþjálfaranum Jesus Perez, þegar þau stýrðu kvenna- og karlaliði Chelsea á síðustu leiktíð. Nú stýra Hayes og Pochettino bandarísku landsliðunum. Getty/Harriet Lander Eftir að hafa bæði verið þjálfarar hjá Chelsea hafa þau Emma Hayes og Mauricio Pochettino nú endurnýjað kynni sín sem landsliðsþjálfarar hjá Bandaríkjunum. Matt Crocker, íþróttastjóri bandaríska knattspyrnusambandsins, segir að afar góð meðmæli frá Hayes hafi átt sinn þátt í þvi að Pochettino var í gær kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Bandaríkjanna. Hann mun stýra liðinu fram yfir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Pochettino er sagður fá um 6 milljónir Bandaríkjadala í laun á ári, um 830 milljónir króna, eða tæplega fjórum sinnum hærri laun en Gregg Berhalter, forveri hans í starfi. Hayes sannfærði vinnuveitendur sína um að Pochettino væri þess virði. Hayes hætti með Chelsea, eftir tólf farsæl ár, til að taka við kvennalandsliði Bandaríkjanna í vor og hefur slegið strax í gegn. Undir hennar stjórn varð liðið ólympíumeistari í París í ágúst. „Spennandi að sjá þau vinna saman“ Þau Pochettino kynntust í síðasta starfi Argentínumannsins, sem var látinn fara frá Chelsea í vor eftir aðeins eina leiktíð, og Hayes hreifst af vinnubrögðum hans þar. Þess vegna ýtti hún á eftir Crocker og félögum að ganga frá ráðningu á Pochettino: „Hún er ótrúlegur þjálfari og ótrúleg manneskja. Í hvert sinn sem við sáum hana þá var hún bara: „Hvar er Poch?“ Hún þekkir hann og við notuðum það sem ákveðinn útangspunkt. Þau bera gríðarlega virðingu fyrir hvort öðru. Okkur fannst mjög spennandi að sjá þau vinna saman,“ sagði Crocker í viðtali við TNT. Emma Hayes welcomes Mauricio Pochettino to U.S. Soccer 🇺🇸 pic.twitter.com/QWeWp42LJL— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Hayes sendi Pochettino líka kveðju á samfélagsmiðlum: „Ég get ekki beðið eftir því að vinna með þér aftur og hlakka til samstarfsins næstu árin. Þetta er spennandi tími fyrir bandarískan fótbolta og ég vil bara bjóða þig velkominn, og ég hlakka til að taka á móti þér í bandarísku fótboltafjölskylduna,“ sagði Hayes. Ljóst er að Pochettino mun seint njóta sömu velgengni og Hayes í Bandaríkjunum. Karlalandslið þjóðarinnar hefur átt afar erfitt uppdráttar og gerði jafntefli í gær gegn Nýja-Sjálandi í vináttulandsleik, eftir þrjú töp í röð. Liðið komst í 16-liða úrslit á síðasta heimsmeistaramóti, í Katar 2022, en féll þar úr leik með 3-1 tapi gegn Hollandi. Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Matt Crocker, íþróttastjóri bandaríska knattspyrnusambandsins, segir að afar góð meðmæli frá Hayes hafi átt sinn þátt í þvi að Pochettino var í gær kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Bandaríkjanna. Hann mun stýra liðinu fram yfir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Pochettino er sagður fá um 6 milljónir Bandaríkjadala í laun á ári, um 830 milljónir króna, eða tæplega fjórum sinnum hærri laun en Gregg Berhalter, forveri hans í starfi. Hayes sannfærði vinnuveitendur sína um að Pochettino væri þess virði. Hayes hætti með Chelsea, eftir tólf farsæl ár, til að taka við kvennalandsliði Bandaríkjanna í vor og hefur slegið strax í gegn. Undir hennar stjórn varð liðið ólympíumeistari í París í ágúst. „Spennandi að sjá þau vinna saman“ Þau Pochettino kynntust í síðasta starfi Argentínumannsins, sem var látinn fara frá Chelsea í vor eftir aðeins eina leiktíð, og Hayes hreifst af vinnubrögðum hans þar. Þess vegna ýtti hún á eftir Crocker og félögum að ganga frá ráðningu á Pochettino: „Hún er ótrúlegur þjálfari og ótrúleg manneskja. Í hvert sinn sem við sáum hana þá var hún bara: „Hvar er Poch?“ Hún þekkir hann og við notuðum það sem ákveðinn útangspunkt. Þau bera gríðarlega virðingu fyrir hvort öðru. Okkur fannst mjög spennandi að sjá þau vinna saman,“ sagði Crocker í viðtali við TNT. Emma Hayes welcomes Mauricio Pochettino to U.S. Soccer 🇺🇸 pic.twitter.com/QWeWp42LJL— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Hayes sendi Pochettino líka kveðju á samfélagsmiðlum: „Ég get ekki beðið eftir því að vinna með þér aftur og hlakka til samstarfsins næstu árin. Þetta er spennandi tími fyrir bandarískan fótbolta og ég vil bara bjóða þig velkominn, og ég hlakka til að taka á móti þér í bandarísku fótboltafjölskylduna,“ sagði Hayes. Ljóst er að Pochettino mun seint njóta sömu velgengni og Hayes í Bandaríkjunum. Karlalandslið þjóðarinnar hefur átt afar erfitt uppdráttar og gerði jafntefli í gær gegn Nýja-Sjálandi í vináttulandsleik, eftir þrjú töp í röð. Liðið komst í 16-liða úrslit á síðasta heimsmeistaramóti, í Katar 2022, en féll þar úr leik með 3-1 tapi gegn Hollandi.
Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira