Emma Hayes sannfærði Bandaríkin um að ganga langt til að fá Pochettino Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2024 14:31 Emma Hayes og Mauricio Pochettino, með aðstoðarþjálfaranum Jesus Perez, þegar þau stýrðu kvenna- og karlaliði Chelsea á síðustu leiktíð. Nú stýra Hayes og Pochettino bandarísku landsliðunum. Getty/Harriet Lander Eftir að hafa bæði verið þjálfarar hjá Chelsea hafa þau Emma Hayes og Mauricio Pochettino nú endurnýjað kynni sín sem landsliðsþjálfarar hjá Bandaríkjunum. Matt Crocker, íþróttastjóri bandaríska knattspyrnusambandsins, segir að afar góð meðmæli frá Hayes hafi átt sinn þátt í þvi að Pochettino var í gær kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Bandaríkjanna. Hann mun stýra liðinu fram yfir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Pochettino er sagður fá um 6 milljónir Bandaríkjadala í laun á ári, um 830 milljónir króna, eða tæplega fjórum sinnum hærri laun en Gregg Berhalter, forveri hans í starfi. Hayes sannfærði vinnuveitendur sína um að Pochettino væri þess virði. Hayes hætti með Chelsea, eftir tólf farsæl ár, til að taka við kvennalandsliði Bandaríkjanna í vor og hefur slegið strax í gegn. Undir hennar stjórn varð liðið ólympíumeistari í París í ágúst. „Spennandi að sjá þau vinna saman“ Þau Pochettino kynntust í síðasta starfi Argentínumannsins, sem var látinn fara frá Chelsea í vor eftir aðeins eina leiktíð, og Hayes hreifst af vinnubrögðum hans þar. Þess vegna ýtti hún á eftir Crocker og félögum að ganga frá ráðningu á Pochettino: „Hún er ótrúlegur þjálfari og ótrúleg manneskja. Í hvert sinn sem við sáum hana þá var hún bara: „Hvar er Poch?“ Hún þekkir hann og við notuðum það sem ákveðinn útangspunkt. Þau bera gríðarlega virðingu fyrir hvort öðru. Okkur fannst mjög spennandi að sjá þau vinna saman,“ sagði Crocker í viðtali við TNT. Emma Hayes welcomes Mauricio Pochettino to U.S. Soccer 🇺🇸 pic.twitter.com/QWeWp42LJL— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Hayes sendi Pochettino líka kveðju á samfélagsmiðlum: „Ég get ekki beðið eftir því að vinna með þér aftur og hlakka til samstarfsins næstu árin. Þetta er spennandi tími fyrir bandarískan fótbolta og ég vil bara bjóða þig velkominn, og ég hlakka til að taka á móti þér í bandarísku fótboltafjölskylduna,“ sagði Hayes. Ljóst er að Pochettino mun seint njóta sömu velgengni og Hayes í Bandaríkjunum. Karlalandslið þjóðarinnar hefur átt afar erfitt uppdráttar og gerði jafntefli í gær gegn Nýja-Sjálandi í vináttulandsleik, eftir þrjú töp í röð. Liðið komst í 16-liða úrslit á síðasta heimsmeistaramóti, í Katar 2022, en féll þar úr leik með 3-1 tapi gegn Hollandi. Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Matt Crocker, íþróttastjóri bandaríska knattspyrnusambandsins, segir að afar góð meðmæli frá Hayes hafi átt sinn þátt í þvi að Pochettino var í gær kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Bandaríkjanna. Hann mun stýra liðinu fram yfir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Pochettino er sagður fá um 6 milljónir Bandaríkjadala í laun á ári, um 830 milljónir króna, eða tæplega fjórum sinnum hærri laun en Gregg Berhalter, forveri hans í starfi. Hayes sannfærði vinnuveitendur sína um að Pochettino væri þess virði. Hayes hætti með Chelsea, eftir tólf farsæl ár, til að taka við kvennalandsliði Bandaríkjanna í vor og hefur slegið strax í gegn. Undir hennar stjórn varð liðið ólympíumeistari í París í ágúst. „Spennandi að sjá þau vinna saman“ Þau Pochettino kynntust í síðasta starfi Argentínumannsins, sem var látinn fara frá Chelsea í vor eftir aðeins eina leiktíð, og Hayes hreifst af vinnubrögðum hans þar. Þess vegna ýtti hún á eftir Crocker og félögum að ganga frá ráðningu á Pochettino: „Hún er ótrúlegur þjálfari og ótrúleg manneskja. Í hvert sinn sem við sáum hana þá var hún bara: „Hvar er Poch?“ Hún þekkir hann og við notuðum það sem ákveðinn útangspunkt. Þau bera gríðarlega virðingu fyrir hvort öðru. Okkur fannst mjög spennandi að sjá þau vinna saman,“ sagði Crocker í viðtali við TNT. Emma Hayes welcomes Mauricio Pochettino to U.S. Soccer 🇺🇸 pic.twitter.com/QWeWp42LJL— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Hayes sendi Pochettino líka kveðju á samfélagsmiðlum: „Ég get ekki beðið eftir því að vinna með þér aftur og hlakka til samstarfsins næstu árin. Þetta er spennandi tími fyrir bandarískan fótbolta og ég vil bara bjóða þig velkominn, og ég hlakka til að taka á móti þér í bandarísku fótboltafjölskylduna,“ sagði Hayes. Ljóst er að Pochettino mun seint njóta sömu velgengni og Hayes í Bandaríkjunum. Karlalandslið þjóðarinnar hefur átt afar erfitt uppdráttar og gerði jafntefli í gær gegn Nýja-Sjálandi í vináttulandsleik, eftir þrjú töp í röð. Liðið komst í 16-liða úrslit á síðasta heimsmeistaramóti, í Katar 2022, en féll þar úr leik með 3-1 tapi gegn Hollandi.
Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira