Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2024 12:20 Flugvélarnar komu báðar til landsins sama dag með tíu mínútna millibili þann 2. maí árið 1957. Mannfjöldi fagnaði komu þeirra á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair/Kvikmyndasafn Íslands Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 lýsa fyrrverandi starfsmenn Flugfélagsins reynslu sinni af Viscount-vélunum. Félagið fékk tvær nýjar beint úr verksmiðjunum í Bretlandi vorið 1957, TF-ISN og TF-ISU. Þær hlutu nöfnin Gullfaxi og Hrímfaxi og höfðu sæti fyrir 48 farþega. Myndin af Vickers Viscount með gjósandi Surtsey í baksýn er úr bókinni Íslenskar flugvélar - Saga í 90 ár, sem Snorri Snorrason flugstjóri gaf út.Teikning/Wilfred Hardy Margir vilja meina að Íslendingar hafi stigið inn í þotuöldina með komu Viscount-vélanna. Þær töldust skrúfuþotur og voru knúnar af fjórum Rolls-Royce Dart-túrbínuhreyflum. Ekki þurfti að verja löngum tíma til að hita þá upp, ólíkt bulluhreyflum sem voru í eldri flugvélum, eins og þristunum og fjörkunum. Þær gátu flogið upp í 25 þúsund feta hæð, langt upp fyrir veður, sem gerði flugið þægilegra, og náðu yfir 500 kílómetra hraða, sem stytti ferðatímann talsvert. Mest flugu þær milli Íslands og Norðurlandanna og Bretlands en voru einnig notaðar í innanlandsflugi. Gullfaxi á Ísafjarðarflugvelli árið 1962.Snorri Snorrason Önnur þeirra, Hrímfaxi, fórst í aðflugi að Fornebu-flugvelli við Osló á páskadag árið 1963 og létust allir um borð, alls tólf manns, sjö farþegar og fimm manna áhöfn. Hin vélin, Gullfaxi, var í notkun hjá Flugfélaginu til ársins 1968 en fékk nafnið Snæfaxi ári áður. Tilraunir til að selja hana báru ekki árangur og var hún rifin vorið 1970. Hér má sjá fjögurra mínútna langt myndskeið úr þættinum: Þátturinn um Flugfélag Íslands verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag klukkan 16:50. Áskrifendur að Stöð 2 og Stöð 2 plús geta auk þess horft á þáttinn í streymisveitu hvar og hvenær sem er. Þriðji þáttur Flugþjóðarinnar, sem sýndur verður næstkomandi mánudagskvöld, fjallar um sögu Loftleiða. Hér má sjá kynningarstiklu Flugþjóðarinnar: Flugþjóðin Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 lýsa fyrrverandi starfsmenn Flugfélagsins reynslu sinni af Viscount-vélunum. Félagið fékk tvær nýjar beint úr verksmiðjunum í Bretlandi vorið 1957, TF-ISN og TF-ISU. Þær hlutu nöfnin Gullfaxi og Hrímfaxi og höfðu sæti fyrir 48 farþega. Myndin af Vickers Viscount með gjósandi Surtsey í baksýn er úr bókinni Íslenskar flugvélar - Saga í 90 ár, sem Snorri Snorrason flugstjóri gaf út.Teikning/Wilfred Hardy Margir vilja meina að Íslendingar hafi stigið inn í þotuöldina með komu Viscount-vélanna. Þær töldust skrúfuþotur og voru knúnar af fjórum Rolls-Royce Dart-túrbínuhreyflum. Ekki þurfti að verja löngum tíma til að hita þá upp, ólíkt bulluhreyflum sem voru í eldri flugvélum, eins og þristunum og fjörkunum. Þær gátu flogið upp í 25 þúsund feta hæð, langt upp fyrir veður, sem gerði flugið þægilegra, og náðu yfir 500 kílómetra hraða, sem stytti ferðatímann talsvert. Mest flugu þær milli Íslands og Norðurlandanna og Bretlands en voru einnig notaðar í innanlandsflugi. Gullfaxi á Ísafjarðarflugvelli árið 1962.Snorri Snorrason Önnur þeirra, Hrímfaxi, fórst í aðflugi að Fornebu-flugvelli við Osló á páskadag árið 1963 og létust allir um borð, alls tólf manns, sjö farþegar og fimm manna áhöfn. Hin vélin, Gullfaxi, var í notkun hjá Flugfélaginu til ársins 1968 en fékk nafnið Snæfaxi ári áður. Tilraunir til að selja hana báru ekki árangur og var hún rifin vorið 1970. Hér má sjá fjögurra mínútna langt myndskeið úr þættinum: Þátturinn um Flugfélag Íslands verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag klukkan 16:50. Áskrifendur að Stöð 2 og Stöð 2 plús geta auk þess horft á þáttinn í streymisveitu hvar og hvenær sem er. Þriðji þáttur Flugþjóðarinnar, sem sýndur verður næstkomandi mánudagskvöld, fjallar um sögu Loftleiða. Hér má sjá kynningarstiklu Flugþjóðarinnar:
Flugþjóðin Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21