Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2024 12:33 Heimir Hallgrímsson á langt í land með að sanna sig fyrir Eamon Dunphy, sem landsliðsþjálfari Írlands. Næsta tækifæri gefst 10. og 13. október, í útileikjum við Finnland og Grikkland. Getty/Stephn McCarthy Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. Írska knattspyrnusambandið réði Heimi í sumar og hann fékk í fyrsta sinn að kynnast sínum nýju leikmönnum í nýafstaðinni landsleikjatörn, þar sem Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og svo 2-0 fyrir Grikklandi í gær. Báðir leikirnir voru á heimavelli Íra í Dublin. Flestir sem tjá sig um írska landsliðið virðast sammála um að Heimir hafi tekið að sér afar erfitt verkefni, við að rétta af gengi liðsins, og sjálfur segir Heimir að það sárvanti sjálfstraust í leikmenn liðsins. Hinn 79 ára gamli Dunphy, þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, tekur Heimi hins vegar sérstaklega fyrir í pistli í Irish Mirror og segir að ráðningin á honum sé farin að virðast undarleg eða hreinlega röng ákvörðun. Dunphy vísar í spurningu úr The Star fyrir tveimur árum, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. Truss entist í 49 daga og vill Dunphy meina að kálið hafi þar haft betur. Nú sé hins vegar hægt að velta upp sömu spurningu varðandi Heimi og kál, og veðjar Dunphy á kálið. „Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga?“ Það er ekki hægt að segja að Dunphy sé sérlega sanngjarn í pistli sínum, þegar hann fjallar um Heimi. Hann segir Eyjamanninn vissulega hafa stýrt Íslandi til sigurs gegn Englandi fyrir átta árum en þá hafi hann verið annar af tveimur aðalþjálfurum, sem er rétt. En Dunphy sleppir því svo að minnast á að Heimir kom Íslandi á HM 2018, fámennustu þjóð í sögu HM, og var þá einn aðalþjálfari. Eamon Dunphy með vaxmynd af sjálfum sér, á vaxmyndasafninu í Dublin.Getty/Niall Carson „Eftir það hefur hann stýrt Jamaíku þar sem úrslitin voru upp og ofan. Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga? Hvað sáu þeir eiginlega við hann?“ spyr Dunphy í pistli sínum. Segir stöðuna aldrei hafa verið verri „Ég er forviða. Ég er svekktur. Ég er sár. Og mér býður við þessu. Og ég skal segja ykkur hvers vegna. Orðinn 79 ára þá hef ég aldrei á ævinni séð hlutina eins slæma og núna. Þetta hefur aldrei verið verra,“ skrifar Dunphy. Dunphy segir Heimi vera að hlífa sjálfum sér með því að láta John O‘Shea, aðstoðarþjálfara, taka meiri ábyrgð í þessu fyrsta landsliðsverkefni. Það eina sem heyrist frá Heimi séu afsakanir, og það sé ekki nógu gott. Handviss um að kálið endist lengur „Ferlinu við að finna arftaka [Stephen] Kenny var ábótavant, lokákvörðunin var ófullnægjandi, og leikirnir tveir eftir að hann [Heimir] var ráðinn hafa verið ömurlegir,“ skrifar Dunphy og telur írska liðið á enn verri stað en fyrir ári síðan. Dunphy segir að skrúfa eigi tafarlaust fyrir alla fjármögnun til írska knattspyrnusambandsins og koma þeim sem þar stjórna frá völdum. Fyrst þurfi þó að reka Heimi. „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Írska knattspyrnusambandið réði Heimi í sumar og hann fékk í fyrsta sinn að kynnast sínum nýju leikmönnum í nýafstaðinni landsleikjatörn, þar sem Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og svo 2-0 fyrir Grikklandi í gær. Báðir leikirnir voru á heimavelli Íra í Dublin. Flestir sem tjá sig um írska landsliðið virðast sammála um að Heimir hafi tekið að sér afar erfitt verkefni, við að rétta af gengi liðsins, og sjálfur segir Heimir að það sárvanti sjálfstraust í leikmenn liðsins. Hinn 79 ára gamli Dunphy, þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, tekur Heimi hins vegar sérstaklega fyrir í pistli í Irish Mirror og segir að ráðningin á honum sé farin að virðast undarleg eða hreinlega röng ákvörðun. Dunphy vísar í spurningu úr The Star fyrir tveimur árum, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. Truss entist í 49 daga og vill Dunphy meina að kálið hafi þar haft betur. Nú sé hins vegar hægt að velta upp sömu spurningu varðandi Heimi og kál, og veðjar Dunphy á kálið. „Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga?“ Það er ekki hægt að segja að Dunphy sé sérlega sanngjarn í pistli sínum, þegar hann fjallar um Heimi. Hann segir Eyjamanninn vissulega hafa stýrt Íslandi til sigurs gegn Englandi fyrir átta árum en þá hafi hann verið annar af tveimur aðalþjálfurum, sem er rétt. En Dunphy sleppir því svo að minnast á að Heimir kom Íslandi á HM 2018, fámennustu þjóð í sögu HM, og var þá einn aðalþjálfari. Eamon Dunphy með vaxmynd af sjálfum sér, á vaxmyndasafninu í Dublin.Getty/Niall Carson „Eftir það hefur hann stýrt Jamaíku þar sem úrslitin voru upp og ofan. Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga? Hvað sáu þeir eiginlega við hann?“ spyr Dunphy í pistli sínum. Segir stöðuna aldrei hafa verið verri „Ég er forviða. Ég er svekktur. Ég er sár. Og mér býður við þessu. Og ég skal segja ykkur hvers vegna. Orðinn 79 ára þá hef ég aldrei á ævinni séð hlutina eins slæma og núna. Þetta hefur aldrei verið verra,“ skrifar Dunphy. Dunphy segir Heimi vera að hlífa sjálfum sér með því að láta John O‘Shea, aðstoðarþjálfara, taka meiri ábyrgð í þessu fyrsta landsliðsverkefni. Það eina sem heyrist frá Heimi séu afsakanir, og það sé ekki nógu gott. Handviss um að kálið endist lengur „Ferlinu við að finna arftaka [Stephen] Kenny var ábótavant, lokákvörðunin var ófullnægjandi, og leikirnir tveir eftir að hann [Heimir] var ráðinn hafa verið ömurlegir,“ skrifar Dunphy og telur írska liðið á enn verri stað en fyrir ári síðan. Dunphy segir að skrúfa eigi tafarlaust fyrir alla fjármögnun til írska knattspyrnusambandsins og koma þeim sem þar stjórna frá völdum. Fyrst þurfi þó að reka Heimi. „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti