Verndum íslenskuna! (Nema það kosti pening) Vilhelm Þór Neto skrifar 11. september 2024 07:33 Notkun gervigreindar á Íslandi hefur aukist heilmikið upp á síðkastið. Nemendur nota hana til að skrifa ritgerðir, grafískir hönnuðir nota hana sem hjálpartól, einmanna menn nota hana sem rafræna kærustu, og svo framvegis. Mér hefur þótt bagalegt að sjá gervigreindina notaða í auknum mæli til að koma í staðinn fyrir listræna vinnu, sem hefði verið falin fólki með sértæka listræna reynslu. Listin umlykur okkur, ekki bara í formi mynda og tónlistar heldur líka í byggingunum sem við heimsækjum eða virðum fyrir okkur, í textum og bókunum sem við lesum og svo mætti lengi telja. Nýlega hefur útgáfufyrirtæki, sem er starfrækt meðal annars á Íslandi, tekið upp á að losa sig við einn slíkan miðjumann, þýðandann, og láta gervigreind þýða heilu bækurnar. Það þykir mér afar sorgleg þróun. Mér finnst ekki galið að giska á að það sé gert til þess að spara pening, en hversu mikil aukavinna leggst þá á prófarkalesara og jafnvel manneskjuna sem les inn á hljóðbókina? Þessi svokallaði ‘óþarfa’ miðjumaður, sem þýðandinn er, er ekki bara manneskja sem kann að leggja skilning í ákveðin orð á mismunandi tungumálum. Þýðandinn er manneskjan sem rýnir í heim og menningu verksins á sínu upprunalega máli og sér til þess að öll blæbrigði orða og frásagnar í menningarlegum heimi sögunnar komist til skila yfir í allt annan menningarheim, okkar eigin, lesandans. Íslensk listsköpun er einstök, hlaðin menningu okkar og sögu, og skyldi einhver utan okkar menningarheims vilja upplifa hana treysti ég manneskju með reynslu, með sál, sögu og sköpunargleði, til verksins frekar en verkfæri sem skilar af sér verkinu á ofurhraða með útreikningi þannig að útkoman verður skiljanleg, en boðskapurinn kemst kannski ekki til skila. Gleðin í að skapa og að búa til list er ekki til bara hjá listamönnum, hún er til hjá börnum sem vilja segja foreldrum sínum sögur sem þau fundu upp, hún er til hjá mönnum sem dettur í hug að blanda malt við appelsín, hún er til hjá ömmum sem eru einstaklega góðar í að rifja upp minningar, hún er til hjá okkur öllum. Viljum við virkilega skipta út innsæi og sköpunargleði fyrir meiri peninga? Ég spurði gervigreindina, hún sagði nei. Höfundur er leikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Gervigreind Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Notkun gervigreindar á Íslandi hefur aukist heilmikið upp á síðkastið. Nemendur nota hana til að skrifa ritgerðir, grafískir hönnuðir nota hana sem hjálpartól, einmanna menn nota hana sem rafræna kærustu, og svo framvegis. Mér hefur þótt bagalegt að sjá gervigreindina notaða í auknum mæli til að koma í staðinn fyrir listræna vinnu, sem hefði verið falin fólki með sértæka listræna reynslu. Listin umlykur okkur, ekki bara í formi mynda og tónlistar heldur líka í byggingunum sem við heimsækjum eða virðum fyrir okkur, í textum og bókunum sem við lesum og svo mætti lengi telja. Nýlega hefur útgáfufyrirtæki, sem er starfrækt meðal annars á Íslandi, tekið upp á að losa sig við einn slíkan miðjumann, þýðandann, og láta gervigreind þýða heilu bækurnar. Það þykir mér afar sorgleg þróun. Mér finnst ekki galið að giska á að það sé gert til þess að spara pening, en hversu mikil aukavinna leggst þá á prófarkalesara og jafnvel manneskjuna sem les inn á hljóðbókina? Þessi svokallaði ‘óþarfa’ miðjumaður, sem þýðandinn er, er ekki bara manneskja sem kann að leggja skilning í ákveðin orð á mismunandi tungumálum. Þýðandinn er manneskjan sem rýnir í heim og menningu verksins á sínu upprunalega máli og sér til þess að öll blæbrigði orða og frásagnar í menningarlegum heimi sögunnar komist til skila yfir í allt annan menningarheim, okkar eigin, lesandans. Íslensk listsköpun er einstök, hlaðin menningu okkar og sögu, og skyldi einhver utan okkar menningarheims vilja upplifa hana treysti ég manneskju með reynslu, með sál, sögu og sköpunargleði, til verksins frekar en verkfæri sem skilar af sér verkinu á ofurhraða með útreikningi þannig að útkoman verður skiljanleg, en boðskapurinn kemst kannski ekki til skila. Gleðin í að skapa og að búa til list er ekki til bara hjá listamönnum, hún er til hjá börnum sem vilja segja foreldrum sínum sögur sem þau fundu upp, hún er til hjá mönnum sem dettur í hug að blanda malt við appelsín, hún er til hjá ömmum sem eru einstaklega góðar í að rifja upp minningar, hún er til hjá okkur öllum. Viljum við virkilega skipta út innsæi og sköpunargleði fyrir meiri peninga? Ég spurði gervigreindina, hún sagði nei. Höfundur er leikari.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun