Aron Leó með sannfærandi sigur á Englandi Aron Guðmundsson skrifar 10. september 2024 16:31 Aron Leo er að gera góða hluti og kemur sigurreifur heim frá Englandi Myndir: Krzysztof Duda Aron Leó Jóhannsson, sigraði sinn annan atvinnumannabardaga í MMA um helgina. Aron Leó mætti Englendingnum Gavin Lofts í The Dome höllinni í Doncaster á laugardaginn var. Bardaginn reyndist Aroni örlítið erfiðari en búist var við en sigurinn virtist þó aldrei í hættu þrátt fyrir að Aron hafi þurft að grafa djúpt til að klára verkefnið. Um annan bardaga Arons Leós á árinu var að ræða en áður hafði hann rotaði heimamanninn Bradley Tedham eftirminnilega í júní eftir að einungis tíu sekúndur höfðu liðið af bardaga þeirra. Aron kom sér rækilega á kortið með rothögginu gegn Tedham og var því mikil spenna í höllinni þegar hann gekk í búrið um nýliðna helgi. Aron þótti sigurstranglegri fyrir bardagann gegn Gavin Lofts en Englendingurinn var töluvert seigari en menn bjuggust við til að byrja með. Gavin er með brúnt belti í Brazilian Jiu Jitsu en Aron sýndi þó yfirburði á gólfinu gegn Gavin og hélt honum niðri nánast alla fyrstu lotuna. Í seinni lotunni byrjaði þolið að klárast hjá Aroni og fékk Gavin þá tækifæri til að vinna sig til baka inn í bardagann. Önnur og þriðja lota voru jafnari en Aron gerði vel í að grafa djúpt og leyfa Gavin aldrei að ná yfirhöndinni. Aron kláraði bardagann með heljarinnar pressu upp við búrið og vann álit dómara og hjarta áhorfanda þegar hann lyfti Gavin upp frá gólfinu og skellti honum harkalega í gólfið með einstaklega flottum glímutilburðum. Aron tekur líklega stutta pásu frá keppni núna en Reykjavík MMA mun fara í aðra keppnisferð í desember þar sem að fleiri strákar og stelpur munu fá að sýna hvað í þeim býr. MMA Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp Sjá meira
Aron Leó mætti Englendingnum Gavin Lofts í The Dome höllinni í Doncaster á laugardaginn var. Bardaginn reyndist Aroni örlítið erfiðari en búist var við en sigurinn virtist þó aldrei í hættu þrátt fyrir að Aron hafi þurft að grafa djúpt til að klára verkefnið. Um annan bardaga Arons Leós á árinu var að ræða en áður hafði hann rotaði heimamanninn Bradley Tedham eftirminnilega í júní eftir að einungis tíu sekúndur höfðu liðið af bardaga þeirra. Aron kom sér rækilega á kortið með rothögginu gegn Tedham og var því mikil spenna í höllinni þegar hann gekk í búrið um nýliðna helgi. Aron þótti sigurstranglegri fyrir bardagann gegn Gavin Lofts en Englendingurinn var töluvert seigari en menn bjuggust við til að byrja með. Gavin er með brúnt belti í Brazilian Jiu Jitsu en Aron sýndi þó yfirburði á gólfinu gegn Gavin og hélt honum niðri nánast alla fyrstu lotuna. Í seinni lotunni byrjaði þolið að klárast hjá Aroni og fékk Gavin þá tækifæri til að vinna sig til baka inn í bardagann. Önnur og þriðja lota voru jafnari en Aron gerði vel í að grafa djúpt og leyfa Gavin aldrei að ná yfirhöndinni. Aron kláraði bardagann með heljarinnar pressu upp við búrið og vann álit dómara og hjarta áhorfanda þegar hann lyfti Gavin upp frá gólfinu og skellti honum harkalega í gólfið með einstaklega flottum glímutilburðum. Aron tekur líklega stutta pásu frá keppni núna en Reykjavík MMA mun fara í aðra keppnisferð í desember þar sem að fleiri strákar og stelpur munu fá að sýna hvað í þeim býr.
MMA Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp Sjá meira