Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Aron Guðmundsson skrifar 10. september 2024 12:33 Kerem Akturkoglu í leiknum gegn Íslandi í gær. Vísir/Getty Kerem Akturkoglu, landsliðsmaður Tyrklands, sem reyndist hetja landsliðsins gegn Íslandi í Þjóðadeild Evrópu er sannkallað kraftaverkabarn. Akturkoglu bjargaðist úr rústum byggingar í Izmir eftir öflugan jarðskjálfta þar á svæðinu árið 1999. Akturkoglu reyndist okkar mönnum í íslenska landsliðinu þrándur í götu í leik liðanna í Þjóðadeild Evrópu í gær. Tyrkinn skoraði öllu þrjú mörk Tyrklands í 3-1 sigri á Íslandi en liðin mættust einmitt í Izmir. Það var í ágúst árið 1999 sem jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir Izmit, sem er rétt tæpum eitthundrað kílómetrum austur af Istanbúl. Um mikinn harmleik var að ræða þar sem að talið er að um sautján til átján þúsund manns hafi látið lífið. Akturkoglu sagðist í viðtali við The Athletic í desember undir lok síðasta árs ekki muna eftir því að hafa legið undir rústunum í kjölfar jarðskjálftans. Enda var hann bara tíu mánaða gamall. „Fólkið sem upplifði jarðskjálftann árið 1999 vita hvað það þýðir að vera fórnarlamb. Mín fjölskylda þekkir það vel þrátt fyrir að ég hafi verið svona ungur,“ segir Akturkoglu í viðtali við The Athletic. Afi Akturkoglu var borgarstjóri Izmit á þessum tíma og því var áfallið fyrir hann margskonar. Annars vegar þurfti hann að glíma við eftirmála jarðskjálftans í borginni sinni og hins vegar fór hann fyrir leitinni á barnabarni sínu í rústunum, Akturkoglu, sem blessunarlega fannst að lokum heill á húfi. Þegar að öflugur jarðskjálfti skók suðurhluta Tyrklands árið 2023 rann Akturkoglu blóðið til skyldunnar. Hann vildi hjálpa til og gerði það í samstarfi við þáverandi félagslið sitt í Tyrklandi, stórlið Galatasaray sem, líkt og önnur tyrknesk knattspyrnufélög, reyndu eftir fremsta megni að aðstoða við björgunarstörf. Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sjá meira
Akturkoglu reyndist okkar mönnum í íslenska landsliðinu þrándur í götu í leik liðanna í Þjóðadeild Evrópu í gær. Tyrkinn skoraði öllu þrjú mörk Tyrklands í 3-1 sigri á Íslandi en liðin mættust einmitt í Izmir. Það var í ágúst árið 1999 sem jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir Izmit, sem er rétt tæpum eitthundrað kílómetrum austur af Istanbúl. Um mikinn harmleik var að ræða þar sem að talið er að um sautján til átján þúsund manns hafi látið lífið. Akturkoglu sagðist í viðtali við The Athletic í desember undir lok síðasta árs ekki muna eftir því að hafa legið undir rústunum í kjölfar jarðskjálftans. Enda var hann bara tíu mánaða gamall. „Fólkið sem upplifði jarðskjálftann árið 1999 vita hvað það þýðir að vera fórnarlamb. Mín fjölskylda þekkir það vel þrátt fyrir að ég hafi verið svona ungur,“ segir Akturkoglu í viðtali við The Athletic. Afi Akturkoglu var borgarstjóri Izmit á þessum tíma og því var áfallið fyrir hann margskonar. Annars vegar þurfti hann að glíma við eftirmála jarðskjálftans í borginni sinni og hins vegar fór hann fyrir leitinni á barnabarni sínu í rústunum, Akturkoglu, sem blessunarlega fannst að lokum heill á húfi. Þegar að öflugur jarðskjálfti skók suðurhluta Tyrklands árið 2023 rann Akturkoglu blóðið til skyldunnar. Hann vildi hjálpa til og gerði það í samstarfi við þáverandi félagslið sitt í Tyrklandi, stórlið Galatasaray sem, líkt og önnur tyrknesk knattspyrnufélög, reyndu eftir fremsta megni að aðstoða við björgunarstörf.
Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sjá meira