Ætla í fyrstu borgaralegu geimgönguna Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2024 09:50 Dragon-geimfar SpaceX, eftir að það losnaði frá öðru stigi eldflaugarinnar sem bar farið á braut um jörðu. SpaceX Starfsmenn SpaceX skutu í morgun fjórum borgurum af stað á braut um jörðu. Geimferð þessi nefnist Polaris Down og ætla geimfararnir meðal annars að fara í fyrstu borgaralegu geimgönguna. Geimfararnir munu einnig gera tilraunir með Starlink gervihnattanetið og kanna hvernig það virkar út í geimnum, auk þess sem þau munu eiga í ýmsum öðrum vísindarannsóknum á braut um jörðu. Dragon geimfarið sem notað er í Polaris Dawn hefur áður verið notað til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og til að senda borgaralega geimfara í Inspiration4 á braut um jörðu. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Jared Isaacman leiðir förina, en með honum eru þau Kidd Poteet, Sarah Gillis og Anna Menon en þær tvær síðastnefndu starfa fyrir SpaceX. Isaacman leiddi einnig Inspiration4 og fjármagnaði báðar geimferðirnar. SpaceX was founded to make life multiplanetary. Missions like Polaris Dawn help advance the development of the technologies necessary to enable a more exciting future pic.twitter.com/VeNfpwmf9I— SpaceX (@SpaceX) September 10, 2024 Markmið þessara áhugageimfara er að fara á hæstu sporbraut frá því Apollo-ferðunum var hætt og að fara í fyrstu borgaralegu geimgönguna. Notast verður við sérstaka geimbúninga sem starfsmenn SpaceX hafa þróað til geimgöngunnar. Til stendur að fara í geimgönguna þann 12. september. Upprunalega stóð til að skjóta geimförunum á loft í ágúst en það gekk ekki eftir. Nokkrum öðrum tilraunum var svo frestað vegna veðurs. Geimskotið í morgun virðist þó hafa heppnast vel, þrátt fyrir að veður kom í veg fyrir að hægt væri að skjóta geimfarinu af stað þegar skotglugginn svokallaði opnaðist fyrst. Liftoff of Polaris Dawn! pic.twitter.com/VeGfJxzWKl— Polaris (@PolarisProgram) September 10, 2024 Hægt er að fylgjast með staðsetningu Dragon-geimfarsins hér á vef SpaceX. SpaceX Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Geimfararnir munu einnig gera tilraunir með Starlink gervihnattanetið og kanna hvernig það virkar út í geimnum, auk þess sem þau munu eiga í ýmsum öðrum vísindarannsóknum á braut um jörðu. Dragon geimfarið sem notað er í Polaris Dawn hefur áður verið notað til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og til að senda borgaralega geimfara í Inspiration4 á braut um jörðu. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Jared Isaacman leiðir förina, en með honum eru þau Kidd Poteet, Sarah Gillis og Anna Menon en þær tvær síðastnefndu starfa fyrir SpaceX. Isaacman leiddi einnig Inspiration4 og fjármagnaði báðar geimferðirnar. SpaceX was founded to make life multiplanetary. Missions like Polaris Dawn help advance the development of the technologies necessary to enable a more exciting future pic.twitter.com/VeNfpwmf9I— SpaceX (@SpaceX) September 10, 2024 Markmið þessara áhugageimfara er að fara á hæstu sporbraut frá því Apollo-ferðunum var hætt og að fara í fyrstu borgaralegu geimgönguna. Notast verður við sérstaka geimbúninga sem starfsmenn SpaceX hafa þróað til geimgöngunnar. Til stendur að fara í geimgönguna þann 12. september. Upprunalega stóð til að skjóta geimförunum á loft í ágúst en það gekk ekki eftir. Nokkrum öðrum tilraunum var svo frestað vegna veðurs. Geimskotið í morgun virðist þó hafa heppnast vel, þrátt fyrir að veður kom í veg fyrir að hægt væri að skjóta geimfarinu af stað þegar skotglugginn svokallaði opnaðist fyrst. Liftoff of Polaris Dawn! pic.twitter.com/VeGfJxzWKl— Polaris (@PolarisProgram) September 10, 2024 Hægt er að fylgjast með staðsetningu Dragon-geimfarsins hér á vef SpaceX.
SpaceX Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira