Logi varð Norðurlandameistari í frumraun sinni Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 16:15 Norðmaðurinn átti ekki roð í Loga Klosterskov Foto. Logi Geirsson, bardagamaður hjá Mjölni, gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í sínum flokki í blönduðum bardagalistum eftir öruggan sigur á Norðmanninum Vebjørn Aunet í frumraun sinni í MMA. Norðurlandamótið í MMA (blönduðum bardagaíþróttum) fór fram í Danmörku á dögunum en þátttakendur á mótinu komu frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Hvert land mátti senda einn keppenda í hverjum þyngdarflokki. Alls kepptu fjórir keppendur fyrir Íslands hönd og voru þeir allir úr Mjölni en þetta voru þeir, Aron Franz Bergmann Kristjánsson í léttivigt, Mikael Aclipen í veltivigt, Logi Geirsson í millivigt og Júlíus Bernsdorf í þungavigt. Gunnar Nelson fylgdi hópnum sem þjálfari ásamt fleirum. Segja má að Logi hafi tryggt sér Norðurlandameistaratitilinn með yfirburðum. Allir dómararnir gáfu Loga sigur í öllum þremur lotunum. Frumraun í flottari kantinum hjá Mjölnisstráknum og gullið sérstaklega sætt. Það er vægast sagt ekki hægt að biðja um betri byrjun á ferlinum sem vonandi verður langur og farsæll. Öruggur sigur hjá Íslendingnum.Klosterskov Foto. Íslendingurinn mætti þó ekki alveg blautur á bakvið eyrun til leiks á Norðurlandamótið. Logi hefur sýnt mátt sinn og megin á uppgjafarglímumótum hérlendis og er meðal ananrs ríkjandi Íslandsmeistari í sínum flokki. Fleiri gera það gott Þá vann Mikael Aclipen til silfurverðlauna í sínum flokki, eftir mjög umdeilt tap í úrslitaviðureign gegn heimamanninum Patrick Sandager. Mikael hafði áður unnið Finnann Theo Kolehmainen örugglega með hengingartaki í fyrstu lotu í undanúrslitum. Bardaginn gegn Sandager fór í dómaraúrskurð sem féll með Sandagen. Þá þurfti Júlíus Bernsdorf einnig að sætta sig við silfur eftir tap á dómaraúrskurði gegn heimamanninum Jakob Dyrup. Bardaginn fór allur fram standandi þar sem þeir skiptust á höggum í þrjár lotur og hlaut heimamaður sigur, réttilega að þessu sinni. Aron Franz komst ekki í úrslit eftir tap gegn heimamanninum Sigurd Axel Rømer í undanúrslitum en bardaginn vannst á tæknilegu rothöggi í þriðju lotu. Við Íslendingar getum hins vegar vel við unað með eitt gull og tvö silfur þó við hefðum svo sannarlega vilja tvö gull þar sem Mikael hefði klárlega átt að fá dómaraúrskurðinn sín megin í úrslitaviðureigninni gegn heimamanninum MMA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Norðurlandamótið í MMA (blönduðum bardagaíþróttum) fór fram í Danmörku á dögunum en þátttakendur á mótinu komu frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Hvert land mátti senda einn keppenda í hverjum þyngdarflokki. Alls kepptu fjórir keppendur fyrir Íslands hönd og voru þeir allir úr Mjölni en þetta voru þeir, Aron Franz Bergmann Kristjánsson í léttivigt, Mikael Aclipen í veltivigt, Logi Geirsson í millivigt og Júlíus Bernsdorf í þungavigt. Gunnar Nelson fylgdi hópnum sem þjálfari ásamt fleirum. Segja má að Logi hafi tryggt sér Norðurlandameistaratitilinn með yfirburðum. Allir dómararnir gáfu Loga sigur í öllum þremur lotunum. Frumraun í flottari kantinum hjá Mjölnisstráknum og gullið sérstaklega sætt. Það er vægast sagt ekki hægt að biðja um betri byrjun á ferlinum sem vonandi verður langur og farsæll. Öruggur sigur hjá Íslendingnum.Klosterskov Foto. Íslendingurinn mætti þó ekki alveg blautur á bakvið eyrun til leiks á Norðurlandamótið. Logi hefur sýnt mátt sinn og megin á uppgjafarglímumótum hérlendis og er meðal ananrs ríkjandi Íslandsmeistari í sínum flokki. Fleiri gera það gott Þá vann Mikael Aclipen til silfurverðlauna í sínum flokki, eftir mjög umdeilt tap í úrslitaviðureign gegn heimamanninum Patrick Sandager. Mikael hafði áður unnið Finnann Theo Kolehmainen örugglega með hengingartaki í fyrstu lotu í undanúrslitum. Bardaginn gegn Sandager fór í dómaraúrskurð sem féll með Sandagen. Þá þurfti Júlíus Bernsdorf einnig að sætta sig við silfur eftir tap á dómaraúrskurði gegn heimamanninum Jakob Dyrup. Bardaginn fór allur fram standandi þar sem þeir skiptust á höggum í þrjár lotur og hlaut heimamaður sigur, réttilega að þessu sinni. Aron Franz komst ekki í úrslit eftir tap gegn heimamanninum Sigurd Axel Rømer í undanúrslitum en bardaginn vannst á tæknilegu rothöggi í þriðju lotu. Við Íslendingar getum hins vegar vel við unað með eitt gull og tvö silfur þó við hefðum svo sannarlega vilja tvö gull þar sem Mikael hefði klárlega átt að fá dómaraúrskurðinn sín megin í úrslitaviðureigninni gegn heimamanninum
MMA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira