Segir að Heimir Hallgríms verði að sýna hver sé stjórinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 08:32 Heimir Hallgrímsson hlustar á írska þjóðsönginn á meðan aðstoðarmaður hans John O'Shea tekur vel undir. Getty/Stephen McCarthy Fyrrum landsliðsþjálfari Íra hefur smá áhyggjur af því Heimir Hallgrímsson sýni það ekki nógu skýrt hver það sé sem ráði hjá írska fótboltalandsliðinu í dag. Írar léku í fyrsta sinn undir stjórn Heimis um helgina og töpuðu þá 2-0 á móti Englendingum þar sem bæði mörkin komu snemma í leiknum. Næsti leikur hjá írska liðinu er á móti Grikkjum annað kvöld. Heimir talaði um það fyrir Englandsleikinn að hann væri enn að kynnast leikmönnum liðsins og að aðstoðarmaður hans, John O'Shea, sem stýrði liðinu tímabundið, fái því að ráða miklu í þessu fyrsta verkefni. Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra (2003-2005) en hann hefur einnig þjálfað færeyska landsliðið. Hann ræddi Heimi og stjórn hans á írska liðinu í viðtali við Mirror á Írlandi. „Við höfum landsliðsþjálfara Englendinga sem þekkti sína leikmenn mjög vel og hefur unnið með þeim áður. Hann vissi við hverju var að búast frá þeim. Hann var með gott skipulag og þeir tóku stjórn á leiknum,“ sagði Kerr. „Á móti vorum við með okkar landsliðsþjálfara sem var að hitta leikmenn í fyrsta sinn fyrir nokkrum dögum. Það leit út eins og hann væri að leyfa þeim Paddy McCarthy og John O'Shea að tala mest við leikmennina,“ sagði Kerr. Heyrðum ekki mikið frá Heimi „Við heyrðum ekki mikið frá Heimi í þessari viku nema þá daginn fyrir leikinn. Hann er á því stigi að vera enn að læra inn á leikmennina sína,“ sagði Kerr. „Mér fannst það vera augljóst í leiknum. Þjálfararnir þrír voru mikið að ræða saman á hliðarlínunni, hvað þeir ættu að gera og annað. Það sást að þeir voru að láta hann fá mikið upplýsingum og svo öfugt,“ sagði Kerr. Hann er samt ekki ánægður með það að O'Shea tali við blaðamenn fyrir næsta leik. Vera ákveðnari „Heimir verður að vera ákveðnari en hann þarf auðvitað líka meiri tíma til að læra inn á leikmenn sína,“ sagði Kerr. „Hann verður samt að taka völdin og stýra liðinu meira. Leikmenn verða að fá að vita það að hann er stjórinn jafnvel þótt að hann sé að koma inn í aðra menningu,“ sagði Kerr. „Ég kynntist þessu þegar ég tók við færeyska landsliðinu á sínum tíma og þeir vissu ekki alveg hvað ég var að tala um fyrstu dagana. Þeir vissu samt hver það var sem réði. Það var á hreinu,“ sagði Kerr. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Írar léku í fyrsta sinn undir stjórn Heimis um helgina og töpuðu þá 2-0 á móti Englendingum þar sem bæði mörkin komu snemma í leiknum. Næsti leikur hjá írska liðinu er á móti Grikkjum annað kvöld. Heimir talaði um það fyrir Englandsleikinn að hann væri enn að kynnast leikmönnum liðsins og að aðstoðarmaður hans, John O'Shea, sem stýrði liðinu tímabundið, fái því að ráða miklu í þessu fyrsta verkefni. Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra (2003-2005) en hann hefur einnig þjálfað færeyska landsliðið. Hann ræddi Heimi og stjórn hans á írska liðinu í viðtali við Mirror á Írlandi. „Við höfum landsliðsþjálfara Englendinga sem þekkti sína leikmenn mjög vel og hefur unnið með þeim áður. Hann vissi við hverju var að búast frá þeim. Hann var með gott skipulag og þeir tóku stjórn á leiknum,“ sagði Kerr. „Á móti vorum við með okkar landsliðsþjálfara sem var að hitta leikmenn í fyrsta sinn fyrir nokkrum dögum. Það leit út eins og hann væri að leyfa þeim Paddy McCarthy og John O'Shea að tala mest við leikmennina,“ sagði Kerr. Heyrðum ekki mikið frá Heimi „Við heyrðum ekki mikið frá Heimi í þessari viku nema þá daginn fyrir leikinn. Hann er á því stigi að vera enn að læra inn á leikmennina sína,“ sagði Kerr. „Mér fannst það vera augljóst í leiknum. Þjálfararnir þrír voru mikið að ræða saman á hliðarlínunni, hvað þeir ættu að gera og annað. Það sást að þeir voru að láta hann fá mikið upplýsingum og svo öfugt,“ sagði Kerr. Hann er samt ekki ánægður með það að O'Shea tali við blaðamenn fyrir næsta leik. Vera ákveðnari „Heimir verður að vera ákveðnari en hann þarf auðvitað líka meiri tíma til að læra inn á leikmenn sína,“ sagði Kerr. „Hann verður samt að taka völdin og stýra liðinu meira. Leikmenn verða að fá að vita það að hann er stjórinn jafnvel þótt að hann sé að koma inn í aðra menningu,“ sagði Kerr. „Ég kynntist þessu þegar ég tók við færeyska landsliðinu á sínum tíma og þeir vissu ekki alveg hvað ég var að tala um fyrstu dagana. Þeir vissu samt hver það var sem réði. Það var á hreinu,“ sagði Kerr.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira