Ronaldo af bekknum og til bjargar Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 20:43 Cristiano Ronaldo fagnaði sigurmarkinu í kvöld að hætti hússins. Getty/Craig Williamson Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo var hetja Portúgals í kvöld þegar liðið vann nauman 2-1 sigur gegn Skotlandi í A-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Ronaldo hóf leikinn á varamannabekk Portúgals, í fyrsta sinn síðan á HM 2022 í Katar ef horft er til mótsleikja. Scott McTominay kom Skotum yfir með góðum skalla í fyrri hálfleik, og hefur þar með skorað tíu mörk í síðustu þrettán mótsleikjum fyrir Skotland. Ronaldo og Rúben Neves komu inn á í upphafi seinni hálfleiks, í stað Pedro Neto og Joao Palhinha. Portúgal jafnaði svo á 54. mínútu þegar Bruno Fernandes skoraði með viðstöðulausu skoti af vítateigsboganum en markvörðurinn Angus Gunn virtist eiga að geta gert betur. Heimamenn þurftu hins vegar að bíða lengi eftir sigurmarkinu. Átti tvær tilraunir í stöngina fyrir markið Joao Felix fékk dauðafæri til að koma Portúgal yfir á 78. mínútu, eftir frábæra hælsendingu frá Ronaldo, en Gunn náði að verja skotið frá honum. Ronaldo var svo í tvígang afar nálægt því að koma Portúgal yfir þegar hann átti skot í stöng úr þröngu færi, og svo skalla í stöng og út eftir fyrirgjöf frá Fernandes. Sigurmarkið kom þó á endanum, og það frá Ronaldo, á 88. mínútu. Hans 901. mark á ferlinum, af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri, við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Modric með mark beint úr aukaspyrnu Portúgal hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína í 1. riðli A-deildar, því liðið vann Króatíu 2-1 í fyrsta leik þar sem Ronaldo skoraði sitt 900. mark á ferlinum. Króatar unnu Pólverja 1-0 í sama riðli í kvöld, þar sem Luka Modric gerði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 52. mínútu. Tíu Spánverjar unnu í Sviss Evrópu- og Þjóðadeildarmeistarar Spánar unnu svo magnaðan 4-1 sigur gegn Sviss í riðli 4, þrátt fyrir að missa Robin Le Normand af velli með rautt spjald eftir aðeins 20 mínútna leik. Þá var staðan reyndar þegar orðin 2-0 en Sviss minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik. Það kom ekki að sök og Fabián Ruiz kom Spáni í 3-1 með sínu öðru marki á 77. mínútu, áður en Ferran Torres innsiglaði sigurinn. Joselu hafði skorað fyrsta mark Spánar en Zeki Amdouni gerði mark Sviss. Spánn er því með fjögur stig en Danmörk á toppi riðilsins með sex stig. Serbía er með eitt og Sviss enn án stiga, eftir tvær umferðir af sex. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Ronaldo hóf leikinn á varamannabekk Portúgals, í fyrsta sinn síðan á HM 2022 í Katar ef horft er til mótsleikja. Scott McTominay kom Skotum yfir með góðum skalla í fyrri hálfleik, og hefur þar með skorað tíu mörk í síðustu þrettán mótsleikjum fyrir Skotland. Ronaldo og Rúben Neves komu inn á í upphafi seinni hálfleiks, í stað Pedro Neto og Joao Palhinha. Portúgal jafnaði svo á 54. mínútu þegar Bruno Fernandes skoraði með viðstöðulausu skoti af vítateigsboganum en markvörðurinn Angus Gunn virtist eiga að geta gert betur. Heimamenn þurftu hins vegar að bíða lengi eftir sigurmarkinu. Átti tvær tilraunir í stöngina fyrir markið Joao Felix fékk dauðafæri til að koma Portúgal yfir á 78. mínútu, eftir frábæra hælsendingu frá Ronaldo, en Gunn náði að verja skotið frá honum. Ronaldo var svo í tvígang afar nálægt því að koma Portúgal yfir þegar hann átti skot í stöng úr þröngu færi, og svo skalla í stöng og út eftir fyrirgjöf frá Fernandes. Sigurmarkið kom þó á endanum, og það frá Ronaldo, á 88. mínútu. Hans 901. mark á ferlinum, af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri, við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Modric með mark beint úr aukaspyrnu Portúgal hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína í 1. riðli A-deildar, því liðið vann Króatíu 2-1 í fyrsta leik þar sem Ronaldo skoraði sitt 900. mark á ferlinum. Króatar unnu Pólverja 1-0 í sama riðli í kvöld, þar sem Luka Modric gerði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 52. mínútu. Tíu Spánverjar unnu í Sviss Evrópu- og Þjóðadeildarmeistarar Spánar unnu svo magnaðan 4-1 sigur gegn Sviss í riðli 4, þrátt fyrir að missa Robin Le Normand af velli með rautt spjald eftir aðeins 20 mínútna leik. Þá var staðan reyndar þegar orðin 2-0 en Sviss minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik. Það kom ekki að sök og Fabián Ruiz kom Spáni í 3-1 með sínu öðru marki á 77. mínútu, áður en Ferran Torres innsiglaði sigurinn. Joselu hafði skorað fyrsta mark Spánar en Zeki Amdouni gerði mark Sviss. Spánn er því með fjögur stig en Danmörk á toppi riðilsins með sex stig. Serbía er með eitt og Sviss enn án stiga, eftir tvær umferðir af sex.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira