Skoða að breyta Hópinu í safn Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2024 19:25 Sprungan í Hópinu. Kristinn Magnússon Bæjarráð Grindavíkur hefur frestað niðurrifi íþróttamiðstöðvarinnar Hópsins og skoðar nú að breyta húsinu í safn. Forseti bæjarstjórnar vill losna við lokunarpósta og hleypa öllum inn í bæinn á næstunni. Frá því að Grindavík var fyrst rýmd þann 10. nóvember á síðasta ári hefur bærinn verinn lokaður almenningi. Umferð inn í bæinn hefur verið stjórnað á þremur lokunarpóstum en nú vill bæjarráð losna við þessa lokunarpósta og hleypa þeim sem vilja inn í bæinn. „Við bara bókuðum þetta síðastliðinn þriðjudag. Bærinn hefur verið lokaður í tíu mánuði og það hefur mikil vinna farið fram hér innanbæjar. Við að gera bæinn öruggan. Við viljum bara sjá ákveðna framþróun,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur.Vísir/Bjarni Hún nefnir sem dæmi að ferðamenn hlaupi um allar trissur á nýstorknuðu hrauni án þess að þurfa að fara í gegnum nokkurn lokunarpóst til þess. Öryggi yrði haft í fyrirrúmi yrði bærinn opnaður. „Þegar maður horfir til til dæmis ferðamannanna sem eru hérna hinum megin við hólinn þar sem öryggið er ekki mikið, þá teljum við að við getum tekið á móti fólki og opnað bæinn fyrir bæjarbúum,“ segir Ásrún. „Ég keyrði hingað áðan og maður sá að ferðamennirnir voru að klifra á hrauninu. En við höfum svo margt að sýna hér. Mér finnst synd að fólk skuli ekki fá að upplifa þennan heimsatburð.“ Svo er það íþróttamiðstöð Grindvíkinga, Hópið. Í júní var ákveðið að rífa húsið en risastór sprunga fannst undir gervigrasinu þar undir. En nú eru önnur teikn á lofti og húsið fær að standa. Að minnsta kosti í bili. „Húsið er altjónað og þarna liggur sprunga í gegn, það er rétt. En það kom bréf frá Batteríinu sem er verkfræði- og arkitektúrstofa, um að við myndum skoða allar ákvarðanir við tökum, litlar sem smáar. Við myndum horfa til framtíðar því hér verður mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn,“ segir Ásrún. Hinkra á aðeins og sjá hvort mögulega sé hægt að breyta hópinu í safn um jarðhræringarnar í Grindavík. „Þeir segja það sem hafa farið þangað inn að þetta sé ótrúleg upplifun. Að vera þarna inni og sjá sprunguna í gegn,“ segir Ásrún. Íþróttamiðstöðin í Grindavík gæti orðið að safni.Vísir/Bjarni Þannig þið ætlið aðeins að bíða og sjá, mögulega fer húsið og mögulega ekki. Þið ætlið bara aðeins að meta stöðuna upp á nýtt? „Já, við ætlum bara að anda ofan í kviðinn og sjá hvað verður. Hvaða skynsamlegu ákvörðun við tökum,“ segir Ásrún. Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Frá því að Grindavík var fyrst rýmd þann 10. nóvember á síðasta ári hefur bærinn verinn lokaður almenningi. Umferð inn í bæinn hefur verið stjórnað á þremur lokunarpóstum en nú vill bæjarráð losna við þessa lokunarpósta og hleypa þeim sem vilja inn í bæinn. „Við bara bókuðum þetta síðastliðinn þriðjudag. Bærinn hefur verið lokaður í tíu mánuði og það hefur mikil vinna farið fram hér innanbæjar. Við að gera bæinn öruggan. Við viljum bara sjá ákveðna framþróun,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur.Vísir/Bjarni Hún nefnir sem dæmi að ferðamenn hlaupi um allar trissur á nýstorknuðu hrauni án þess að þurfa að fara í gegnum nokkurn lokunarpóst til þess. Öryggi yrði haft í fyrirrúmi yrði bærinn opnaður. „Þegar maður horfir til til dæmis ferðamannanna sem eru hérna hinum megin við hólinn þar sem öryggið er ekki mikið, þá teljum við að við getum tekið á móti fólki og opnað bæinn fyrir bæjarbúum,“ segir Ásrún. „Ég keyrði hingað áðan og maður sá að ferðamennirnir voru að klifra á hrauninu. En við höfum svo margt að sýna hér. Mér finnst synd að fólk skuli ekki fá að upplifa þennan heimsatburð.“ Svo er það íþróttamiðstöð Grindvíkinga, Hópið. Í júní var ákveðið að rífa húsið en risastór sprunga fannst undir gervigrasinu þar undir. En nú eru önnur teikn á lofti og húsið fær að standa. Að minnsta kosti í bili. „Húsið er altjónað og þarna liggur sprunga í gegn, það er rétt. En það kom bréf frá Batteríinu sem er verkfræði- og arkitektúrstofa, um að við myndum skoða allar ákvarðanir við tökum, litlar sem smáar. Við myndum horfa til framtíðar því hér verður mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn,“ segir Ásrún. Hinkra á aðeins og sjá hvort mögulega sé hægt að breyta hópinu í safn um jarðhræringarnar í Grindavík. „Þeir segja það sem hafa farið þangað inn að þetta sé ótrúleg upplifun. Að vera þarna inni og sjá sprunguna í gegn,“ segir Ásrún. Íþróttamiðstöðin í Grindavík gæti orðið að safni.Vísir/Bjarni Þannig þið ætlið aðeins að bíða og sjá, mögulega fer húsið og mögulega ekki. Þið ætlið bara aðeins að meta stöðuna upp á nýtt? „Já, við ætlum bara að anda ofan í kviðinn og sjá hvað verður. Hvaða skynsamlegu ákvörðun við tökum,“ segir Ásrún.
Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira