Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 8. september 2024 07:37 Flugvélasmiðirnir Gunnar Jónasson og Björn Olsen við flugvélina sem þeir hófu að smíða árið 1931 eftir að þeir misstu vinnuna við gjaldþrot Flugfélags Íslands nr. 2. Úr safni Björns Gunnarssonar Flugfélag Íslands númer tvö, sem starfaði á árunum 1928 til 1931, lifði ekki af kreppuna. Gjaldþrot félagsins varð hins vegar til þess að fyrstu íslensku flugvirkjarnir gerðust flugvélasmiðir. Þeir smíðuðu flugvél, þá fyrstu sem alfarið var hönnuð og smíðuð á Íslandi. Flugfélag Íslands nr. 2 var stofnað árið 1928 að frumkvæði dr. Alexanders Jóhannessonar, síðar háskólarektors, og hóf samstarf við þýska félagið Lufthansa um útgerð Junkers-flugvéla. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 lýsir Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, því hvernig TF-ÖGN, fyrsta heimasmíðaða flugvél Íslendinga, tengist þessari annarri tilraun landsmanna til að koma á fót flugsamgöngum á Íslandi. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, við TF-ÖGN, sem félagið varðveitir.Egill Aðalsteinsson Alexander hafði árið 1927 gert samning við Lufhansa um að koma til Íslands og halda úti flugi í fjóra mánuði sumarið 1928. Lufhansa kom fyrst með eina flugvél af gerðinni Junkers F13, sem hlaut nafnið Súlan. Hún gat borið fjóra farþega í lokuðum farþegaklefa en flugmaður og vélamaður sátu fremst í opnu rými. Í tengslum við þetta samþykkti ríkisstjórnin að kosta fjóra Íslendinga til náms, einn flugmann; Sigurð Jónsson, og þrjá flugvirkja; Björn Olsen, Gunnar Jónasson og Jóhann Þorláksson. Þeir lærðu hjá Lufthansa í Þýskalandi og að námi loknu fóru þeir allir til starfa hjá Flugfélaginu, auk annars íslensks flugmanns, Björns Eiríkssonar, sem lært hafði flug á eigin vegum. Súlan í Reykjavíkurhöfn árið 1928. Mikill mannfjöldi fylgist með. Þarna er flugvélin með þýska einkennisstafi.Ljósmyndsafn Reykjavíkur Fyrstu tvö árin annaðist Lufthansa flugið með þýskum áhöfnum en árið 1930 tóku Íslendingar við, eins og upphaflega hafði verið ráðgert. Flugvélarnar voru þá tvær, Súlan og Veiðibjallan, og síðar kom sú þriðja, sem hlaut nafnið Álftin, og voru þær allar á flotholtum. Flugvélarnar báru í fyrstu þýska einkennisstafi, sem byrjuðu á bókstafnum D, en fengu síðan íslenska skráningu, ÍSLAND-1, ÍSLAND-2 og ÍSLAND-3, að því er fram kemur á síðu Flugsafns Íslands. Þetta var áður en íslenskar flugvélar fengu TF en árið 1919 hafði Íslandi verið úthlutað stöfunum TF sem fjarskiptakallmerki landsins. Veiðibjallan fékk einkennisstafina Ísland-2.Minjasafn Akureyrar/Flugsafn Íslands. Sumarið 1930 byggði Flugfélagið flugskýli í Vatnagörðum, þar sem núna er Sundahöfn, og var það jafnan nefnt Vatnagarðaskýlið. Það skýli er núna varðveitt á flugsafninu á Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Flugvélarnar voru gerðar út frá Reykjavík í fjögur sumur og flugu til helstu bæja landsins. Haustið 1931 varð Flugfélagið gjaldþrota í miðri heimskreppu. Vatnagarðaskýlið stóð þar sem núna er athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. Fyrir framan það er Grumman-flugbátur Loftleiða en skýlið varð fyrsta bækistöð Loftleiða árið 1944.Halldór Sigurjónsson „Kreppan fór illa með félagið og Alþingi hafði ekki peninga til að styrkja starfsemina,“ segir Pétur P. Johnson, áhugamaður um flugsöguna, um örlög félagsins. Starfsmenn Flugfélagsins misstu allir vinnuna við gjaldþrotið. Tveir þeirra, Björn Olsen og Gunnar Jónasson, sem síðar stofnuðu fyrirtækið Stálhúsgögn, lögðu hins vegar ekki árar í bát heldur hófu árið 1931 að smíða flugvél, sem þeir hönnuðu sjálfir. Vatnagarðaskýlið er núna í Örlygshöfn við Patreksfjörð.Egill Aðalsteinsson „Þetta er fyrsta flugvélin sem er algerlega hönnuð og smíðuð á Íslandi,“ segir Sigurjón Valsson. Fullsmíðuð en hreyfillaus var flugvélin TF-ÖGN sýnd í KR-húsinu hinn 12. júní 1932, að því er fram kemur á síðu um sögu Stálhúsgagna. Þeir Gunnar og Björn höfðu hins vegar ekki efni á að kaupa flugvélahreyfil fyrr en haustið 1939. Þegar átti að fljúga Ögninni var breski herinn kominn, sem bannaði allt einkaflug. Herinn leyfði þó með herkjum fjögur reynsluflug síðla árs 1940 og var Örn Ó. Johnson fenginn til að fljúga henni. Flugvélin TF-ÖGN er gangfær og hefur af og til verið sýnd á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ.Flugklúbbur Mosfellsbæjar Herinn skipaði síðan að vélin yrði tekin í sundur. Þannig nánast gleymdist hún inni í skemmu hjá Flugmálastjórn allt þar til Flugsögufélagið tók að sér að gera hana upp árið 1979. Í þessu átta mínútna langa myndskeiði úr þættinum Flugþjóðin má heyra nánar um þessa stórmerku flugvél sem og ágrip af sögu Flugfélags Íslands númer tvö: Annar þáttur Flugþjóðarinnar er á dagskrá Stöðvar 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hann fjallar um sögu þriðja Flugfélags Íslands á árunum 1937 til 1973, allt þar til félagið sameinaðist Loftleiðum með stofnun Flugleiða. Hér má sjá kynningarstiklu þáttaraðarinnar: Flugþjóðin Fréttir af flugi Söfn Tengdar fréttir Fyrsta einkaflugvélin endaði sem sleði í Þingvallasveit Fyrsta einkaflugvél Íslendinga var nefnd Vífilsstaðaflugvélin og flaug hún fyrst á Íslandi sumarið 1930. Aðeins tveimur árum síðar taldi nýr eigandi best að nýta flugvélina með því að breyta henni í vélsleða. 3. september 2024 22:44 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Vill að flugminjasafnið fái sína reisn á safnasvæðinu á Hnjóti Bútur úr fyrstu flugvél Íslendinga, elsta flugskýlið og gamall Varnarliðsþristur eru meðal gripa sem varðveittir eru á flugminjasafni lengst vestur á Vestfjörðum, á bænum Hnjóti í Örlygshöfn, dalkvos inn af Patreksfirði. 17. október 2023 21:21 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Flugfélag Íslands nr. 2 var stofnað árið 1928 að frumkvæði dr. Alexanders Jóhannessonar, síðar háskólarektors, og hóf samstarf við þýska félagið Lufthansa um útgerð Junkers-flugvéla. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 lýsir Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, því hvernig TF-ÖGN, fyrsta heimasmíðaða flugvél Íslendinga, tengist þessari annarri tilraun landsmanna til að koma á fót flugsamgöngum á Íslandi. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, við TF-ÖGN, sem félagið varðveitir.Egill Aðalsteinsson Alexander hafði árið 1927 gert samning við Lufhansa um að koma til Íslands og halda úti flugi í fjóra mánuði sumarið 1928. Lufhansa kom fyrst með eina flugvél af gerðinni Junkers F13, sem hlaut nafnið Súlan. Hún gat borið fjóra farþega í lokuðum farþegaklefa en flugmaður og vélamaður sátu fremst í opnu rými. Í tengslum við þetta samþykkti ríkisstjórnin að kosta fjóra Íslendinga til náms, einn flugmann; Sigurð Jónsson, og þrjá flugvirkja; Björn Olsen, Gunnar Jónasson og Jóhann Þorláksson. Þeir lærðu hjá Lufthansa í Þýskalandi og að námi loknu fóru þeir allir til starfa hjá Flugfélaginu, auk annars íslensks flugmanns, Björns Eiríkssonar, sem lært hafði flug á eigin vegum. Súlan í Reykjavíkurhöfn árið 1928. Mikill mannfjöldi fylgist með. Þarna er flugvélin með þýska einkennisstafi.Ljósmyndsafn Reykjavíkur Fyrstu tvö árin annaðist Lufthansa flugið með þýskum áhöfnum en árið 1930 tóku Íslendingar við, eins og upphaflega hafði verið ráðgert. Flugvélarnar voru þá tvær, Súlan og Veiðibjallan, og síðar kom sú þriðja, sem hlaut nafnið Álftin, og voru þær allar á flotholtum. Flugvélarnar báru í fyrstu þýska einkennisstafi, sem byrjuðu á bókstafnum D, en fengu síðan íslenska skráningu, ÍSLAND-1, ÍSLAND-2 og ÍSLAND-3, að því er fram kemur á síðu Flugsafns Íslands. Þetta var áður en íslenskar flugvélar fengu TF en árið 1919 hafði Íslandi verið úthlutað stöfunum TF sem fjarskiptakallmerki landsins. Veiðibjallan fékk einkennisstafina Ísland-2.Minjasafn Akureyrar/Flugsafn Íslands. Sumarið 1930 byggði Flugfélagið flugskýli í Vatnagörðum, þar sem núna er Sundahöfn, og var það jafnan nefnt Vatnagarðaskýlið. Það skýli er núna varðveitt á flugsafninu á Hnjóti í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Flugvélarnar voru gerðar út frá Reykjavík í fjögur sumur og flugu til helstu bæja landsins. Haustið 1931 varð Flugfélagið gjaldþrota í miðri heimskreppu. Vatnagarðaskýlið stóð þar sem núna er athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. Fyrir framan það er Grumman-flugbátur Loftleiða en skýlið varð fyrsta bækistöð Loftleiða árið 1944.Halldór Sigurjónsson „Kreppan fór illa með félagið og Alþingi hafði ekki peninga til að styrkja starfsemina,“ segir Pétur P. Johnson, áhugamaður um flugsöguna, um örlög félagsins. Starfsmenn Flugfélagsins misstu allir vinnuna við gjaldþrotið. Tveir þeirra, Björn Olsen og Gunnar Jónasson, sem síðar stofnuðu fyrirtækið Stálhúsgögn, lögðu hins vegar ekki árar í bát heldur hófu árið 1931 að smíða flugvél, sem þeir hönnuðu sjálfir. Vatnagarðaskýlið er núna í Örlygshöfn við Patreksfjörð.Egill Aðalsteinsson „Þetta er fyrsta flugvélin sem er algerlega hönnuð og smíðuð á Íslandi,“ segir Sigurjón Valsson. Fullsmíðuð en hreyfillaus var flugvélin TF-ÖGN sýnd í KR-húsinu hinn 12. júní 1932, að því er fram kemur á síðu um sögu Stálhúsgagna. Þeir Gunnar og Björn höfðu hins vegar ekki efni á að kaupa flugvélahreyfil fyrr en haustið 1939. Þegar átti að fljúga Ögninni var breski herinn kominn, sem bannaði allt einkaflug. Herinn leyfði þó með herkjum fjögur reynsluflug síðla árs 1940 og var Örn Ó. Johnson fenginn til að fljúga henni. Flugvélin TF-ÖGN er gangfær og hefur af og til verið sýnd á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ.Flugklúbbur Mosfellsbæjar Herinn skipaði síðan að vélin yrði tekin í sundur. Þannig nánast gleymdist hún inni í skemmu hjá Flugmálastjórn allt þar til Flugsögufélagið tók að sér að gera hana upp árið 1979. Í þessu átta mínútna langa myndskeiði úr þættinum Flugþjóðin má heyra nánar um þessa stórmerku flugvél sem og ágrip af sögu Flugfélags Íslands númer tvö: Annar þáttur Flugþjóðarinnar er á dagskrá Stöðvar 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hann fjallar um sögu þriðja Flugfélags Íslands á árunum 1937 til 1973, allt þar til félagið sameinaðist Loftleiðum með stofnun Flugleiða. Hér má sjá kynningarstiklu þáttaraðarinnar:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Söfn Tengdar fréttir Fyrsta einkaflugvélin endaði sem sleði í Þingvallasveit Fyrsta einkaflugvél Íslendinga var nefnd Vífilsstaðaflugvélin og flaug hún fyrst á Íslandi sumarið 1930. Aðeins tveimur árum síðar taldi nýr eigandi best að nýta flugvélina með því að breyta henni í vélsleða. 3. september 2024 22:44 Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Vill að flugminjasafnið fái sína reisn á safnasvæðinu á Hnjóti Bútur úr fyrstu flugvél Íslendinga, elsta flugskýlið og gamall Varnarliðsþristur eru meðal gripa sem varðveittir eru á flugminjasafni lengst vestur á Vestfjörðum, á bænum Hnjóti í Örlygshöfn, dalkvos inn af Patreksfirði. 17. október 2023 21:21 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Fyrsta einkaflugvélin endaði sem sleði í Þingvallasveit Fyrsta einkaflugvél Íslendinga var nefnd Vífilsstaðaflugvélin og flaug hún fyrst á Íslandi sumarið 1930. Aðeins tveimur árum síðar taldi nýr eigandi best að nýta flugvélina með því að breyta henni í vélsleða. 3. september 2024 22:44
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00
Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44
Vill að flugminjasafnið fái sína reisn á safnasvæðinu á Hnjóti Bútur úr fyrstu flugvél Íslendinga, elsta flugskýlið og gamall Varnarliðsþristur eru meðal gripa sem varðveittir eru á flugminjasafni lengst vestur á Vestfjörðum, á bænum Hnjóti í Örlygshöfn, dalkvos inn af Patreksfirði. 17. október 2023 21:21