Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 19:17 Tindastóll vann frábæran sigur gegn Fylki og verður áfram í Bestu deildinni. Stöð 2 Sport Tindastóll spilar í Bestu deild kvenna í fótbolta þriðja árið í röð á næsta ári, eftir að hafa sent Fylki niður í Lengjudeildina í dag. Keflavík féll einnig, með 4-4 jafntefli við Stjörnuna. Mörkin úr leikjunum, sem voru í næstsíðustu umferð deildarinnar, má sjá hér að neðan, sem og í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 20. Elísa Bríet Björnsdóttir skoraði fyrstu tvö mörkin á Sauðárkróki í dag, það fyrra þegar ekki var mínúta liðin af leiknum, og Gabrielle Kristine Johnson skoraði svo þriðja markið þegar enn var ekki hálftími liðinn. Þetta reyndust einu mörk leiksins og ljóst að fagnað verður á Króknum í kvöld. Klippa: Mörk Tindastóls gegn Fylki Í Keflavík var mikið fjör en heimakonur enduðu á að gera 4-4 jafntefli við Stjörnuna. Þær hefðu þurft sigur, og treysta á að Tindastóll tapaði gegn Keflavík, til að eiga enn möguleika á að halda sér uppi. Þrenna á hálftíma dugði ekki Keflavík komst í 3-0 á fyrsta hálftíma leiksins með þrennu frá Melanie Claire Rendeiro en Fanney Lísa Jóhannesdóttir minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik. Hulda Hrund Arnarsdóttir og Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir jöfnuðu metin en Marín Rún Guðmundsdóttir kom Keflavík aftur yfir, á 72. mínútu. Úlfa Dís jafnaði hins vegar metin, með sínu öðru marki, á 82. mínútu. Klippa: Markasúpa Keflavíkur og Stjörnunnar Stjarnan er því með 22 stig í fjórða neðsta sæti fyrir lokaumferðina, Tindastóll með 19, Fylkir með 13 og Keflavík 11. Lokaumferðin er á laugardag þar sem Stjarnan tekur á móti Tindastóli en Fylkir og Keflavík mætast. Besta deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Tindastóll sigraði Fylki á Sauðárkróki í dag 3-0 í Bestu deild kvenna. Þar með eru Fylkiskonur fallnar aftur niður í Lengjudeildina en Tindastóll heldur áfram í deild þeirra bestu. 7. september 2024 15:56 Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild Keflavík er fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir að liðið gerði 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hlutans í dag. 7. september 2024 13:17 „Svo margt í sumar sem sker úr um að við förum niður“ Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Keflavíkur, segir það gríðarlegt svekkelsi að liðið sé fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í dag. 7. september 2024 16:23 Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Mörkin úr leikjunum, sem voru í næstsíðustu umferð deildarinnar, má sjá hér að neðan, sem og í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 20. Elísa Bríet Björnsdóttir skoraði fyrstu tvö mörkin á Sauðárkróki í dag, það fyrra þegar ekki var mínúta liðin af leiknum, og Gabrielle Kristine Johnson skoraði svo þriðja markið þegar enn var ekki hálftími liðinn. Þetta reyndust einu mörk leiksins og ljóst að fagnað verður á Króknum í kvöld. Klippa: Mörk Tindastóls gegn Fylki Í Keflavík var mikið fjör en heimakonur enduðu á að gera 4-4 jafntefli við Stjörnuna. Þær hefðu þurft sigur, og treysta á að Tindastóll tapaði gegn Keflavík, til að eiga enn möguleika á að halda sér uppi. Þrenna á hálftíma dugði ekki Keflavík komst í 3-0 á fyrsta hálftíma leiksins með þrennu frá Melanie Claire Rendeiro en Fanney Lísa Jóhannesdóttir minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik. Hulda Hrund Arnarsdóttir og Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir jöfnuðu metin en Marín Rún Guðmundsdóttir kom Keflavík aftur yfir, á 72. mínútu. Úlfa Dís jafnaði hins vegar metin, með sínu öðru marki, á 82. mínútu. Klippa: Markasúpa Keflavíkur og Stjörnunnar Stjarnan er því með 22 stig í fjórða neðsta sæti fyrir lokaumferðina, Tindastóll með 19, Fylkir með 13 og Keflavík 11. Lokaumferðin er á laugardag þar sem Stjarnan tekur á móti Tindastóli en Fylkir og Keflavík mætast.
Besta deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Tindastóll sigraði Fylki á Sauðárkróki í dag 3-0 í Bestu deild kvenna. Þar með eru Fylkiskonur fallnar aftur niður í Lengjudeildina en Tindastóll heldur áfram í deild þeirra bestu. 7. september 2024 15:56 Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild Keflavík er fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir að liðið gerði 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hlutans í dag. 7. september 2024 13:17 „Svo margt í sumar sem sker úr um að við förum niður“ Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Keflavíkur, segir það gríðarlegt svekkelsi að liðið sé fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í dag. 7. september 2024 16:23 Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Tindastóll sigraði Fylki á Sauðárkróki í dag 3-0 í Bestu deild kvenna. Þar með eru Fylkiskonur fallnar aftur niður í Lengjudeildina en Tindastóll heldur áfram í deild þeirra bestu. 7. september 2024 15:56
Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild Keflavík er fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir að liðið gerði 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hlutans í dag. 7. september 2024 13:17
„Svo margt í sumar sem sker úr um að við förum niður“ Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Keflavíkur, segir það gríðarlegt svekkelsi að liðið sé fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í dag. 7. september 2024 16:23