Efast um núverandi forystusveit Sjálfstæðisflokksins Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2024 22:10 Brynjar og Sigríður furðuðu sig á að þingmenn Sjálfstæðisflokksins verðu ákveðin mál ríkisstjórnarinnar eins og nýleg húsaleigulög. Vísir Tveir fyrrverandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem var hafnað í prófkjöri fyrir þremur árum eru sammála um að núverandi forystu flokksins geti reynst erfitt að sannfæra fólk um að hún sé fær um að snúa genginu við. Flokkurinn er í sögulegum lægðum í skoðanakönnum og kosningum. Áköf naflaskoðun á sér nú stað í Valhöll vegna slæms gengis Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum, ekki síst eftir að hann mældist jafn Miðflokknum sem næststærsti flokkurinn í könnun Maskínu í síðustu viku. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins til fimmtán ára, hefur ekki tekið af tvímæli um hvort að hann bjóði sig fram til endurkjörs á landsfundi í næsta mánuði. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður, hefur lýst sig tilbúna til formennsku. Nú í vikunni varð uppi fótur og fit þegar greint var frá því að Ásgeir Bolli Kristinsson, oft kenndur við tískuverslunina Sautján, hefði óskað eftir leyfi frá miðstjórn flokksins í sumar fyrir því að bjóða fram viðbótarlista í næstu kosningum. Frambjóðendur þess lista rynnu inn í þingflokk sjálfstæðisflokksins næðu einhverjir þeirra kjöri. Ekki á leið í framboð á viðbótarlista Bolli nefndi þau Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmann flokksins, og Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem mögulega forystusauði viðbótarlista. Þeim var báðum hafnað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu þingkosningar árið 2021. Hvorugt þeirra sagðist á leið í framboð á svonefndum DD-lista í næstu kosningum í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þau voru sammála um að margir sjálfstæðismenn væru ósáttir við að flokkurinn hefði vikið frá grunnstefnu hans í ríkisstjórnarsamstarfinu. Furðuðu þau sig á að þingmenn flokksins verðu mál sem gengju gegn henni. Bæði nefndu þau sérstaklega lög um húsaleigu sem eiga að auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda. „Mér finnst bara Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn ekki hafa staðið sig nógu vel í að tala um það sem skiptir máli. Látið margt fara í gegn sem margir sjálfstæðismenn eiga bara mjög erfitt með að sætta sig við,“ sagði Brynjar. Sigríður sagði það til trafala að forystufólk flokksins vildi ekki horfast í augu við útþenslu ríkisútgjalda og ábyrgð stjórnmálamanna á viðvarandi verðbólgu eftir kórónuveirufaraldurinn. Hún sagðist líta á núverandi ríkisstjórn sem vinstristjórn. Breytingar nauðsynlegar Brynjar og Sigríður töldu að margir yrðu um hituna ef Bjarni Benediktsson ákveður að bjóða sig ekki fram til endurkjörs sem formaður. Þau voru sérstaklega spurð út í ráðherra og forystufólk eins og Þórdísi Kolbrúnu og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „En ég held að verði erfitt fyrir þetta fólk sem þú ert að nefna hér að telja fólki trú um að þeir geti farið inn á aðrar brautir ef þeir nú þegar viðurkenna ekki stöðuna eins og hún er í dag,“ sagði Sigríður sem taldi málefnalega umræðu um stöðu flokksins vanta. Undir þetta tók Brynjar sem sagði að hver sá sem ætlaði sér að ná kjöri sem formaður yrði að sannfæra fólk um að breytingar yrðu á núverandi stefnu flokksins. „Það getur verið mjög snúið fyrir þau sem eru í forystunni í dag og þá sem eru í ráðherraliðinu og koma fram og segja við erum rétta fólkið til þess að breyta þessu. Það getur bara verið mjög erfitt,“ sagði Brynjar sem lýsti sig opinn fyrir því að öflugur flokksmaður utan framvarðarsveitarinnar tæki við keflinu. Þannig að þú myndir ekki vilja sjá næsta formann flokksins úr ráðherraliðinu? „Nema hann gæti sannfært mig um það að það yrðu einhverjar breytingar. Það er ekkert sem bendir til þess á undanförnum misserum í umræðunni,“ svaraði Brynjar. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Áköf naflaskoðun á sér nú stað í Valhöll vegna slæms gengis Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum, ekki síst eftir að hann mældist jafn Miðflokknum sem næststærsti flokkurinn í könnun Maskínu í síðustu viku. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins til fimmtán ára, hefur ekki tekið af tvímæli um hvort að hann bjóði sig fram til endurkjörs á landsfundi í næsta mánuði. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður, hefur lýst sig tilbúna til formennsku. Nú í vikunni varð uppi fótur og fit þegar greint var frá því að Ásgeir Bolli Kristinsson, oft kenndur við tískuverslunina Sautján, hefði óskað eftir leyfi frá miðstjórn flokksins í sumar fyrir því að bjóða fram viðbótarlista í næstu kosningum. Frambjóðendur þess lista rynnu inn í þingflokk sjálfstæðisflokksins næðu einhverjir þeirra kjöri. Ekki á leið í framboð á viðbótarlista Bolli nefndi þau Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmann flokksins, og Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem mögulega forystusauði viðbótarlista. Þeim var báðum hafnað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu þingkosningar árið 2021. Hvorugt þeirra sagðist á leið í framboð á svonefndum DD-lista í næstu kosningum í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þau voru sammála um að margir sjálfstæðismenn væru ósáttir við að flokkurinn hefði vikið frá grunnstefnu hans í ríkisstjórnarsamstarfinu. Furðuðu þau sig á að þingmenn flokksins verðu mál sem gengju gegn henni. Bæði nefndu þau sérstaklega lög um húsaleigu sem eiga að auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda. „Mér finnst bara Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn ekki hafa staðið sig nógu vel í að tala um það sem skiptir máli. Látið margt fara í gegn sem margir sjálfstæðismenn eiga bara mjög erfitt með að sætta sig við,“ sagði Brynjar. Sigríður sagði það til trafala að forystufólk flokksins vildi ekki horfast í augu við útþenslu ríkisútgjalda og ábyrgð stjórnmálamanna á viðvarandi verðbólgu eftir kórónuveirufaraldurinn. Hún sagðist líta á núverandi ríkisstjórn sem vinstristjórn. Breytingar nauðsynlegar Brynjar og Sigríður töldu að margir yrðu um hituna ef Bjarni Benediktsson ákveður að bjóða sig ekki fram til endurkjörs sem formaður. Þau voru sérstaklega spurð út í ráðherra og forystufólk eins og Þórdísi Kolbrúnu og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „En ég held að verði erfitt fyrir þetta fólk sem þú ert að nefna hér að telja fólki trú um að þeir geti farið inn á aðrar brautir ef þeir nú þegar viðurkenna ekki stöðuna eins og hún er í dag,“ sagði Sigríður sem taldi málefnalega umræðu um stöðu flokksins vanta. Undir þetta tók Brynjar sem sagði að hver sá sem ætlaði sér að ná kjöri sem formaður yrði að sannfæra fólk um að breytingar yrðu á núverandi stefnu flokksins. „Það getur verið mjög snúið fyrir þau sem eru í forystunni í dag og þá sem eru í ráðherraliðinu og koma fram og segja við erum rétta fólkið til þess að breyta þessu. Það getur bara verið mjög erfitt,“ sagði Brynjar sem lýsti sig opinn fyrir því að öflugur flokksmaður utan framvarðarsveitarinnar tæki við keflinu. Þannig að þú myndir ekki vilja sjá næsta formann flokksins úr ráðherraliðinu? „Nema hann gæti sannfært mig um það að það yrðu einhverjar breytingar. Það er ekkert sem bendir til þess á undanförnum misserum í umræðunni,“ svaraði Brynjar.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira