Efast um núverandi forystusveit Sjálfstæðisflokksins Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2024 22:10 Brynjar og Sigríður furðuðu sig á að þingmenn Sjálfstæðisflokksins verðu ákveðin mál ríkisstjórnarinnar eins og nýleg húsaleigulög. Vísir Tveir fyrrverandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem var hafnað í prófkjöri fyrir þremur árum eru sammála um að núverandi forystu flokksins geti reynst erfitt að sannfæra fólk um að hún sé fær um að snúa genginu við. Flokkurinn er í sögulegum lægðum í skoðanakönnum og kosningum. Áköf naflaskoðun á sér nú stað í Valhöll vegna slæms gengis Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum, ekki síst eftir að hann mældist jafn Miðflokknum sem næststærsti flokkurinn í könnun Maskínu í síðustu viku. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins til fimmtán ára, hefur ekki tekið af tvímæli um hvort að hann bjóði sig fram til endurkjörs á landsfundi í næsta mánuði. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður, hefur lýst sig tilbúna til formennsku. Nú í vikunni varð uppi fótur og fit þegar greint var frá því að Ásgeir Bolli Kristinsson, oft kenndur við tískuverslunina Sautján, hefði óskað eftir leyfi frá miðstjórn flokksins í sumar fyrir því að bjóða fram viðbótarlista í næstu kosningum. Frambjóðendur þess lista rynnu inn í þingflokk sjálfstæðisflokksins næðu einhverjir þeirra kjöri. Ekki á leið í framboð á viðbótarlista Bolli nefndi þau Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmann flokksins, og Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem mögulega forystusauði viðbótarlista. Þeim var báðum hafnað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu þingkosningar árið 2021. Hvorugt þeirra sagðist á leið í framboð á svonefndum DD-lista í næstu kosningum í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þau voru sammála um að margir sjálfstæðismenn væru ósáttir við að flokkurinn hefði vikið frá grunnstefnu hans í ríkisstjórnarsamstarfinu. Furðuðu þau sig á að þingmenn flokksins verðu mál sem gengju gegn henni. Bæði nefndu þau sérstaklega lög um húsaleigu sem eiga að auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda. „Mér finnst bara Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn ekki hafa staðið sig nógu vel í að tala um það sem skiptir máli. Látið margt fara í gegn sem margir sjálfstæðismenn eiga bara mjög erfitt með að sætta sig við,“ sagði Brynjar. Sigríður sagði það til trafala að forystufólk flokksins vildi ekki horfast í augu við útþenslu ríkisútgjalda og ábyrgð stjórnmálamanna á viðvarandi verðbólgu eftir kórónuveirufaraldurinn. Hún sagðist líta á núverandi ríkisstjórn sem vinstristjórn. Breytingar nauðsynlegar Brynjar og Sigríður töldu að margir yrðu um hituna ef Bjarni Benediktsson ákveður að bjóða sig ekki fram til endurkjörs sem formaður. Þau voru sérstaklega spurð út í ráðherra og forystufólk eins og Þórdísi Kolbrúnu og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „En ég held að verði erfitt fyrir þetta fólk sem þú ert að nefna hér að telja fólki trú um að þeir geti farið inn á aðrar brautir ef þeir nú þegar viðurkenna ekki stöðuna eins og hún er í dag,“ sagði Sigríður sem taldi málefnalega umræðu um stöðu flokksins vanta. Undir þetta tók Brynjar sem sagði að hver sá sem ætlaði sér að ná kjöri sem formaður yrði að sannfæra fólk um að breytingar yrðu á núverandi stefnu flokksins. „Það getur verið mjög snúið fyrir þau sem eru í forystunni í dag og þá sem eru í ráðherraliðinu og koma fram og segja við erum rétta fólkið til þess að breyta þessu. Það getur bara verið mjög erfitt,“ sagði Brynjar sem lýsti sig opinn fyrir því að öflugur flokksmaður utan framvarðarsveitarinnar tæki við keflinu. Þannig að þú myndir ekki vilja sjá næsta formann flokksins úr ráðherraliðinu? „Nema hann gæti sannfært mig um það að það yrðu einhverjar breytingar. Það er ekkert sem bendir til þess á undanförnum misserum í umræðunni,“ svaraði Brynjar. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Áköf naflaskoðun á sér nú stað í Valhöll vegna slæms gengis Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum, ekki síst eftir að hann mældist jafn Miðflokknum sem næststærsti flokkurinn í könnun Maskínu í síðustu viku. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins til fimmtán ára, hefur ekki tekið af tvímæli um hvort að hann bjóði sig fram til endurkjörs á landsfundi í næsta mánuði. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður, hefur lýst sig tilbúna til formennsku. Nú í vikunni varð uppi fótur og fit þegar greint var frá því að Ásgeir Bolli Kristinsson, oft kenndur við tískuverslunina Sautján, hefði óskað eftir leyfi frá miðstjórn flokksins í sumar fyrir því að bjóða fram viðbótarlista í næstu kosningum. Frambjóðendur þess lista rynnu inn í þingflokk sjálfstæðisflokksins næðu einhverjir þeirra kjöri. Ekki á leið í framboð á viðbótarlista Bolli nefndi þau Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmann flokksins, og Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem mögulega forystusauði viðbótarlista. Þeim var báðum hafnað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu þingkosningar árið 2021. Hvorugt þeirra sagðist á leið í framboð á svonefndum DD-lista í næstu kosningum í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þau voru sammála um að margir sjálfstæðismenn væru ósáttir við að flokkurinn hefði vikið frá grunnstefnu hans í ríkisstjórnarsamstarfinu. Furðuðu þau sig á að þingmenn flokksins verðu mál sem gengju gegn henni. Bæði nefndu þau sérstaklega lög um húsaleigu sem eiga að auka réttarvernd og húsnæðisöryggi leigjenda. „Mér finnst bara Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn ekki hafa staðið sig nógu vel í að tala um það sem skiptir máli. Látið margt fara í gegn sem margir sjálfstæðismenn eiga bara mjög erfitt með að sætta sig við,“ sagði Brynjar. Sigríður sagði það til trafala að forystufólk flokksins vildi ekki horfast í augu við útþenslu ríkisútgjalda og ábyrgð stjórnmálamanna á viðvarandi verðbólgu eftir kórónuveirufaraldurinn. Hún sagðist líta á núverandi ríkisstjórn sem vinstristjórn. Breytingar nauðsynlegar Brynjar og Sigríður töldu að margir yrðu um hituna ef Bjarni Benediktsson ákveður að bjóða sig ekki fram til endurkjörs sem formaður. Þau voru sérstaklega spurð út í ráðherra og forystufólk eins og Þórdísi Kolbrúnu og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „En ég held að verði erfitt fyrir þetta fólk sem þú ert að nefna hér að telja fólki trú um að þeir geti farið inn á aðrar brautir ef þeir nú þegar viðurkenna ekki stöðuna eins og hún er í dag,“ sagði Sigríður sem taldi málefnalega umræðu um stöðu flokksins vanta. Undir þetta tók Brynjar sem sagði að hver sá sem ætlaði sér að ná kjöri sem formaður yrði að sannfæra fólk um að breytingar yrðu á núverandi stefnu flokksins. „Það getur verið mjög snúið fyrir þau sem eru í forystunni í dag og þá sem eru í ráðherraliðinu og koma fram og segja við erum rétta fólkið til þess að breyta þessu. Það getur bara verið mjög erfitt,“ sagði Brynjar sem lýsti sig opinn fyrir því að öflugur flokksmaður utan framvarðarsveitarinnar tæki við keflinu. Þannig að þú myndir ekki vilja sjá næsta formann flokksins úr ráðherraliðinu? „Nema hann gæti sannfært mig um það að það yrðu einhverjar breytingar. Það er ekkert sem bendir til þess á undanförnum misserum í umræðunni,“ svaraði Brynjar.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira