DD-listi gæti haft góð og slæm áhrif á Sjálfstæðisflokkinn Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2024 14:35 Ólafur Harðarson er stjórnmálafræðingur og prófessor emeritus við stjórmálafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Einar Stjórnmálafræðingur segir fólk geta túlkað það sem veikleikamerki leyfi Sjálfstæðisflokkurinn framboð DD-lista. Örfá fordæmi eru fyrir viðbótarlistum í íslenskri stjórnmálasögu. Í vikunni var fjallað um bréf sem athafnamaðurinn Bolli í Sautján sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þar sem hann vildi vita hvort flokkurinn leyfði framboð sjálfstæðisfólks á viðbótarlistum í næstu þingkosningum. Svokallað DD-framboð. Þingmenn DD-listans myndu svo ganga í þingflokk Sjálfstæðisflokksins að loknum kosningum. Ólafur Harðarson stjórnmálafræðingur segir fordæmi vera fyrir viðbótarlistum þó þau séu ekki mörg. „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá hefur það komið fyrir í nokkur skipti að óskað hefur verið eftir DD-lista. Sigurbjörg Bjarnadóttir óskaði eftir því 1978 og Jón Sólnes sömuleiðis 1978 eða 1979, svo sennilega Eggert Haukdal í eitt eða tvö skipti. En í öll þessi skipti þá neitaði flokkurinn þessum sjálfstæðismönnum um að bjóða fram DD-lista þannig það eru engin fordæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi heimilað þetta,“ segir Ólafur. Hann segir viðbótarlista geta bætt stöðu Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að jöfnunarsætum. Hins vegar telji ýmsir það veikleikamerki að leyfa tvo lista. „Miðað við fordæmin þá held ég að það sé langlíklegast að flokkurinn muni ekki leyfa þetta. En það er auðvitað hugsanlegt og rökin væru þá fyrst og fremst að þá reiknast atkvæði DD-listans til flokksins þegar jöfnunarsætum er úthlutað og það getur skipt máli. Getur skipt máli upp á heilan þingmann,“ segir Ólafur. Hann segir augljóst að þeir sem vilji DD-lista séu óánægðir með núverandi forystu flokksins. Flokkurinn mælist með fjórtán til sautján prósent í nýjustu skoðanakönnunum. „Þetta er enn eitt dæmið um óánægju ýmissa flokksmanna með bæði gengi flokksins og núverandi flokksforystu,“ segir Ólafur. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Í vikunni var fjallað um bréf sem athafnamaðurinn Bolli í Sautján sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þar sem hann vildi vita hvort flokkurinn leyfði framboð sjálfstæðisfólks á viðbótarlistum í næstu þingkosningum. Svokallað DD-framboð. Þingmenn DD-listans myndu svo ganga í þingflokk Sjálfstæðisflokksins að loknum kosningum. Ólafur Harðarson stjórnmálafræðingur segir fordæmi vera fyrir viðbótarlistum þó þau séu ekki mörg. „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá hefur það komið fyrir í nokkur skipti að óskað hefur verið eftir DD-lista. Sigurbjörg Bjarnadóttir óskaði eftir því 1978 og Jón Sólnes sömuleiðis 1978 eða 1979, svo sennilega Eggert Haukdal í eitt eða tvö skipti. En í öll þessi skipti þá neitaði flokkurinn þessum sjálfstæðismönnum um að bjóða fram DD-lista þannig það eru engin fordæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi heimilað þetta,“ segir Ólafur. Hann segir viðbótarlista geta bætt stöðu Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að jöfnunarsætum. Hins vegar telji ýmsir það veikleikamerki að leyfa tvo lista. „Miðað við fordæmin þá held ég að það sé langlíklegast að flokkurinn muni ekki leyfa þetta. En það er auðvitað hugsanlegt og rökin væru þá fyrst og fremst að þá reiknast atkvæði DD-listans til flokksins þegar jöfnunarsætum er úthlutað og það getur skipt máli. Getur skipt máli upp á heilan þingmann,“ segir Ólafur. Hann segir augljóst að þeir sem vilji DD-lista séu óánægðir með núverandi forystu flokksins. Flokkurinn mælist með fjórtán til sautján prósent í nýjustu skoðanakönnunum. „Þetta er enn eitt dæmið um óánægju ýmissa flokksmanna með bæði gengi flokksins og núverandi flokksforystu,“ segir Ólafur.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira