Viðskipti innlent

Eig­andi BL tekur við forstjórastólnum á nýjan leik

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Erna Gísladóttir, forstjóri BL.
Erna Gísladóttir, forstjóri BL. Visir/Gva

„Brynjar Elefsen Óskarsson hefur látið af störfum sem forstjóri og eru honum þökkuð góð störf fyrir félagið.“

Þetta segir í tilkynningu varðandi forstjóraskipti hjá bílaumboðinu BL ehf. Þar kemur fram að ástæða forstjóraskipta sé vegna mjög krefjandi rekstrarumhverfis í bílgreininni, sem einkennist af háum stýrivöxtum og miklum samdrætti í einkaneyslu.

Erna Gísladóttir, eigandi fyrirtækisins ásamt eiginmanni sínum Jóni Þóri Gunnarssyni, tekur því við starfi forstjóra á nýjan leik en Erna var áður forstjóri fyrirtækisins í um ellefu ár. Brynjar tók við sem forstjóri hjá BL um áramótin en hann starfaði frá 2019 sem framkvæmdastjóri sölusviðs merkja BL á Sævarhöfða. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×