Hvað ef við hefðum val? Heiðdís Geirsdóttir skrifar 6. september 2024 14:32 Mér finnst fréttir af heilsu barnanna okkar, ekki bara andlegri heldur líka félagslegri og námslegri alltaf vera að versna. Við höfum séð fréttir síðustu daga og vikur um voðaverk unglinga og slakan námsárangur barna, sér í lagi í lestri. Við deilum um hvort Kópavogsmódelið sé að eyðileggja starfsframa kvenna og hvort það sé raunverulega börnunum fyrir bestu. Í þessu samhengi á fólk það til að tala um konur, aldrei við þær. Það er talað um að konur lendi í að vera heima, ekki að þær velji það. Hér held ég að sé nauðsynlegt að setja fyrirvara áður en lesið er lengra. Það sem hér fylgir er eitthvað sem ekki má segja í nútímasamfélagi. Ekki má gera lítið úr því sem áunnist hefur í kvenréttindum og það er alls ekki ætlunin með þessum skrifum. Ætlunin er að ögra því sem við teljum vera hina einu réttu samfélagsgerð, sem er ekki heilagur sannleikur. Staðreyndir eru nefnilega háðar tíma, það er við teljum rétt í dag, gæti verið rangt eftir örfá ár og öfugt. Svo… Ég spyr mig hvernig samfélagið okkar hefur breyst síðustu 40 árin. Börn fóru seinna á leikskóla, dagvistunartími var skemmri, börn eyddu meiri tíma með ömmum og öfum, heimurinn var ekki nettengdur. Annað foreldrið, jú mæður, tóku á móti börnum sínum heim úr skóla og ef þær voru útivinnandi þá fóru þau oftar en ekki til ömmu. Ef við myndum skoða línurit yfir atvinnuþátttöku kvenna og setja þar við hliðina á vistunartíma í leikskólum og frístundaheimilum þá myndum við, held ég, sjá 100% fylgni. Við myndum sjá að heimilin fara frá því að geta vel lifað á einni innkomu í að þurfa tvær fyrirvinnur til að halda sjó. Við myndum sjá vanlíðan barnanna okkar, við myndum sjá lífsgæðakapphlaupið éta okkur lifandi. Við sjáum kulnun, vandamál sem hrjáir að miklum meirihluta konur. Held ég… Ég spyr mig sem félagsfræðingur afhverju frummaðurinn þróaðist þannig að karlinn fór út að veiða og vernda fjölskylduna og konan var eftir, hugsaði um börnin og safnaði fræjum og jurtum. Þótt svarið held ég að sé frekar augljóst. Ég tel mig búa við fullkomin forréttindi að hafa aldrei í lífinu haldið að eitthvað væri mér ofviða því ég er kona, ég vil ekki gera lítið úr kvennréttindabaráttu þeirra sem á undan mér komu og gerðu mér kleift að vera jafnvíg jafnöldrum mínum af hinu kyninu. Enda er ég ekki að skrifa þetta til að reyna að gera lítið úr konum eða hlutverki þeirra í atvinnulífinu. En ég spyr mig hvort við séum komin út af brautinni? Hvað ef hin upprunalega samfélagsgerð var sú sem virkaði best? Hvað ef, þar sem náttúran gerir ráð fyrir að tvo þurfi til að eiga barn, hvað ef við erum tvö svo annað geti útvegað nauðsynjar og hitt hugsi um barnið? Hvað ef við erum komin svo langt í lífsgæðum að við sjáum ekki hin raunverulegu lífsgæði? Lífið sjálft, börnin okkar. Börnin okkar sem fara í skólann, svo í frístund og svo í tómstundir til að fylla tíma þeirra og halda þeim öruggum meðan við vinnum fyrir afborgunum, jú og flugfari til Tene. Við höfum svo mikið að gera að við getum varla gefið okkur tíma til að versla matvöru, eða hvað þá að elda. Og ég ætla ekki að reyna að láta eins og ég sé saklaus um neitt af þessu, ég bý í þessu samfélagi og lifi eftir hraða þess og kröfum. Það er vinnan, það eru vinirnir, áhugamálin og ekki má gleyma samfélagsmiðlunum. Hvað er eftir fyrir lífið? Eigum við bara að lifa því í sumarfríi, sem á hverju vori er jafn umdeilt því, hvað eigum við jú að gera við börnin í allar þessar vikur? Hvað ef við hefðum val um að ala börnin okkar sjálf upp? Hvað ef samfélagið okkar myndi ekki gera ráð fyrir tveimur fyrirvinnum? Hvað ef fólki langar að vera heimavinnandi með ung börn og þannig minnka álag á kerfinu sem er að ala börnin okkar upp? Hvað ef ríkið myndi borga okkur fyrir að hugsa sjálf um börnin okkar en ekki ala þau upp á fjársveltum stofnunum? Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnunum okkar, ekki skólinn, tiktok eða instagram. Foreldrar kaupa snjallsíma, foreldrar leyfa börnum að fá öpp, foreldrar þurfa að passa að barnið þeirra fái námsefni við hæfi, foreldrar bera ábyrgð á að barnið þeirra beri virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum. Hvað ef við hefðum eitthvað val? Hvað ef við höfum farið hræðilega út af sporinu? Hvað ef við mættum segja það? Höfundur er félagsfræðingur og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mér finnst fréttir af heilsu barnanna okkar, ekki bara andlegri heldur líka félagslegri og námslegri alltaf vera að versna. Við höfum séð fréttir síðustu daga og vikur um voðaverk unglinga og slakan námsárangur barna, sér í lagi í lestri. Við deilum um hvort Kópavogsmódelið sé að eyðileggja starfsframa kvenna og hvort það sé raunverulega börnunum fyrir bestu. Í þessu samhengi á fólk það til að tala um konur, aldrei við þær. Það er talað um að konur lendi í að vera heima, ekki að þær velji það. Hér held ég að sé nauðsynlegt að setja fyrirvara áður en lesið er lengra. Það sem hér fylgir er eitthvað sem ekki má segja í nútímasamfélagi. Ekki má gera lítið úr því sem áunnist hefur í kvenréttindum og það er alls ekki ætlunin með þessum skrifum. Ætlunin er að ögra því sem við teljum vera hina einu réttu samfélagsgerð, sem er ekki heilagur sannleikur. Staðreyndir eru nefnilega háðar tíma, það er við teljum rétt í dag, gæti verið rangt eftir örfá ár og öfugt. Svo… Ég spyr mig hvernig samfélagið okkar hefur breyst síðustu 40 árin. Börn fóru seinna á leikskóla, dagvistunartími var skemmri, börn eyddu meiri tíma með ömmum og öfum, heimurinn var ekki nettengdur. Annað foreldrið, jú mæður, tóku á móti börnum sínum heim úr skóla og ef þær voru útivinnandi þá fóru þau oftar en ekki til ömmu. Ef við myndum skoða línurit yfir atvinnuþátttöku kvenna og setja þar við hliðina á vistunartíma í leikskólum og frístundaheimilum þá myndum við, held ég, sjá 100% fylgni. Við myndum sjá að heimilin fara frá því að geta vel lifað á einni innkomu í að þurfa tvær fyrirvinnur til að halda sjó. Við myndum sjá vanlíðan barnanna okkar, við myndum sjá lífsgæðakapphlaupið éta okkur lifandi. Við sjáum kulnun, vandamál sem hrjáir að miklum meirihluta konur. Held ég… Ég spyr mig sem félagsfræðingur afhverju frummaðurinn þróaðist þannig að karlinn fór út að veiða og vernda fjölskylduna og konan var eftir, hugsaði um börnin og safnaði fræjum og jurtum. Þótt svarið held ég að sé frekar augljóst. Ég tel mig búa við fullkomin forréttindi að hafa aldrei í lífinu haldið að eitthvað væri mér ofviða því ég er kona, ég vil ekki gera lítið úr kvennréttindabaráttu þeirra sem á undan mér komu og gerðu mér kleift að vera jafnvíg jafnöldrum mínum af hinu kyninu. Enda er ég ekki að skrifa þetta til að reyna að gera lítið úr konum eða hlutverki þeirra í atvinnulífinu. En ég spyr mig hvort við séum komin út af brautinni? Hvað ef hin upprunalega samfélagsgerð var sú sem virkaði best? Hvað ef, þar sem náttúran gerir ráð fyrir að tvo þurfi til að eiga barn, hvað ef við erum tvö svo annað geti útvegað nauðsynjar og hitt hugsi um barnið? Hvað ef við erum komin svo langt í lífsgæðum að við sjáum ekki hin raunverulegu lífsgæði? Lífið sjálft, börnin okkar. Börnin okkar sem fara í skólann, svo í frístund og svo í tómstundir til að fylla tíma þeirra og halda þeim öruggum meðan við vinnum fyrir afborgunum, jú og flugfari til Tene. Við höfum svo mikið að gera að við getum varla gefið okkur tíma til að versla matvöru, eða hvað þá að elda. Og ég ætla ekki að reyna að láta eins og ég sé saklaus um neitt af þessu, ég bý í þessu samfélagi og lifi eftir hraða þess og kröfum. Það er vinnan, það eru vinirnir, áhugamálin og ekki má gleyma samfélagsmiðlunum. Hvað er eftir fyrir lífið? Eigum við bara að lifa því í sumarfríi, sem á hverju vori er jafn umdeilt því, hvað eigum við jú að gera við börnin í allar þessar vikur? Hvað ef við hefðum val um að ala börnin okkar sjálf upp? Hvað ef samfélagið okkar myndi ekki gera ráð fyrir tveimur fyrirvinnum? Hvað ef fólki langar að vera heimavinnandi með ung börn og þannig minnka álag á kerfinu sem er að ala börnin okkar upp? Hvað ef ríkið myndi borga okkur fyrir að hugsa sjálf um börnin okkar en ekki ala þau upp á fjársveltum stofnunum? Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnunum okkar, ekki skólinn, tiktok eða instagram. Foreldrar kaupa snjallsíma, foreldrar leyfa börnum að fá öpp, foreldrar þurfa að passa að barnið þeirra fái námsefni við hæfi, foreldrar bera ábyrgð á að barnið þeirra beri virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum. Hvað ef við hefðum eitthvað val? Hvað ef við höfum farið hræðilega út af sporinu? Hvað ef við mættum segja það? Höfundur er félagsfræðingur og tveggja barna móðir.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun