Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Árni Sæberg skrifar 6. september 2024 13:31 Fyrirkomulag ferða í íshellinn í Breiðamerkurjökli liggur ekki fyrir. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Tröll Expeditions, sagði í samtali við Mbl.is í gær að fyrirtækið geri ráð fyrir því að opnað verði fyrir íshellaferðir á Breiðamerkurjökli á ný. Tekið var fyrir slíkar ferðir eftir að bandarískur ferðamaður lést þegar ísveggur hrundi á hann. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hafnar í Hornafirði er formaður svæðisráðs suðursvæðis vatnajökulsþjóðgarðs. „Eins og staðan er núna eru engar íshellaferðir og við sem erum í svæðisráðinu, ásamt stjórnendum þjóðgarðsins og stjórn, erum að meta stöðuna. Það er alveg ljóst að þetta hörmlulega slys mun hafa afleiðingar. Við erum sem stendur að horfa í samningana sem eru um þessar ferðir og meta með hvaða hætti gæða og öryggiskröfur og álagsstýring verður.“ Sigurjón Andrésson Vinnan var þegar hafin Hann segir að sú vinna hafi í raun verið hafin áður en slysið varð, enda hafi endurnýjun samninga verið á döfinni. Nú sé kominn aukinn kraftur í vinnuna. „Svæðisráð suðursvæðis hittist í þessari viku ásamt stjórn og við munum hittast aftur í næstu viku. Í gærskvöldi var síðan fjölmennur fundur á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, þar sem við hittum þessa aðila, sem eru með samninga. Þannig að samtalið er í fullum gangi og við væntum niðurstöðu í það fyrr en seinna.“ Mikilvægt að harmleikurinn verði ekki til einskis Sigurjón segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir alla hlutaðeigandi og íbúa Hornafjarðar. „Það skiptir máli að þetta hafi jákvæð áhrif á þróun þessara ferða. Hugur okkar er sem stendur hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna slyssins og við erum í þessari vinnu, á kafi í þessari vinni, úti í miðri á. Fljótlega munum við stíga næstu skref og koma þessu í betra horf.“ Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Sveitarfélagið Hornafjörður Jöklar á Íslandi Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. 3. september 2024 13:55 Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26 Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Tröll Expeditions, sagði í samtali við Mbl.is í gær að fyrirtækið geri ráð fyrir því að opnað verði fyrir íshellaferðir á Breiðamerkurjökli á ný. Tekið var fyrir slíkar ferðir eftir að bandarískur ferðamaður lést þegar ísveggur hrundi á hann. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hafnar í Hornafirði er formaður svæðisráðs suðursvæðis vatnajökulsþjóðgarðs. „Eins og staðan er núna eru engar íshellaferðir og við sem erum í svæðisráðinu, ásamt stjórnendum þjóðgarðsins og stjórn, erum að meta stöðuna. Það er alveg ljóst að þetta hörmlulega slys mun hafa afleiðingar. Við erum sem stendur að horfa í samningana sem eru um þessar ferðir og meta með hvaða hætti gæða og öryggiskröfur og álagsstýring verður.“ Sigurjón Andrésson Vinnan var þegar hafin Hann segir að sú vinna hafi í raun verið hafin áður en slysið varð, enda hafi endurnýjun samninga verið á döfinni. Nú sé kominn aukinn kraftur í vinnuna. „Svæðisráð suðursvæðis hittist í þessari viku ásamt stjórn og við munum hittast aftur í næstu viku. Í gærskvöldi var síðan fjölmennur fundur á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, þar sem við hittum þessa aðila, sem eru með samninga. Þannig að samtalið er í fullum gangi og við væntum niðurstöðu í það fyrr en seinna.“ Mikilvægt að harmleikurinn verði ekki til einskis Sigurjón segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir alla hlutaðeigandi og íbúa Hornafjarðar. „Það skiptir máli að þetta hafi jákvæð áhrif á þróun þessara ferða. Hugur okkar er sem stendur hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna slyssins og við erum í þessari vinnu, á kafi í þessari vinni, úti í miðri á. Fljótlega munum við stíga næstu skref og koma þessu í betra horf.“
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Sveitarfélagið Hornafjörður Jöklar á Íslandi Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. 3. september 2024 13:55 Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26 Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. 3. september 2024 13:55
Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26
Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15