Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Árni Sæberg skrifar 6. september 2024 13:31 Fyrirkomulag ferða í íshellinn í Breiðamerkurjökli liggur ekki fyrir. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Tröll Expeditions, sagði í samtali við Mbl.is í gær að fyrirtækið geri ráð fyrir því að opnað verði fyrir íshellaferðir á Breiðamerkurjökli á ný. Tekið var fyrir slíkar ferðir eftir að bandarískur ferðamaður lést þegar ísveggur hrundi á hann. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hafnar í Hornafirði er formaður svæðisráðs suðursvæðis vatnajökulsþjóðgarðs. „Eins og staðan er núna eru engar íshellaferðir og við sem erum í svæðisráðinu, ásamt stjórnendum þjóðgarðsins og stjórn, erum að meta stöðuna. Það er alveg ljóst að þetta hörmlulega slys mun hafa afleiðingar. Við erum sem stendur að horfa í samningana sem eru um þessar ferðir og meta með hvaða hætti gæða og öryggiskröfur og álagsstýring verður.“ Sigurjón Andrésson Vinnan var þegar hafin Hann segir að sú vinna hafi í raun verið hafin áður en slysið varð, enda hafi endurnýjun samninga verið á döfinni. Nú sé kominn aukinn kraftur í vinnuna. „Svæðisráð suðursvæðis hittist í þessari viku ásamt stjórn og við munum hittast aftur í næstu viku. Í gærskvöldi var síðan fjölmennur fundur á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, þar sem við hittum þessa aðila, sem eru með samninga. Þannig að samtalið er í fullum gangi og við væntum niðurstöðu í það fyrr en seinna.“ Mikilvægt að harmleikurinn verði ekki til einskis Sigurjón segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir alla hlutaðeigandi og íbúa Hornafjarðar. „Það skiptir máli að þetta hafi jákvæð áhrif á þróun þessara ferða. Hugur okkar er sem stendur hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna slyssins og við erum í þessari vinnu, á kafi í þessari vinni, úti í miðri á. Fljótlega munum við stíga næstu skref og koma þessu í betra horf.“ Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Jöklar á Íslandi Tengdar fréttir Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. 3. september 2024 13:55 Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26 Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Tröll Expeditions, sagði í samtali við Mbl.is í gær að fyrirtækið geri ráð fyrir því að opnað verði fyrir íshellaferðir á Breiðamerkurjökli á ný. Tekið var fyrir slíkar ferðir eftir að bandarískur ferðamaður lést þegar ísveggur hrundi á hann. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hafnar í Hornafirði er formaður svæðisráðs suðursvæðis vatnajökulsþjóðgarðs. „Eins og staðan er núna eru engar íshellaferðir og við sem erum í svæðisráðinu, ásamt stjórnendum þjóðgarðsins og stjórn, erum að meta stöðuna. Það er alveg ljóst að þetta hörmlulega slys mun hafa afleiðingar. Við erum sem stendur að horfa í samningana sem eru um þessar ferðir og meta með hvaða hætti gæða og öryggiskröfur og álagsstýring verður.“ Sigurjón Andrésson Vinnan var þegar hafin Hann segir að sú vinna hafi í raun verið hafin áður en slysið varð, enda hafi endurnýjun samninga verið á döfinni. Nú sé kominn aukinn kraftur í vinnuna. „Svæðisráð suðursvæðis hittist í þessari viku ásamt stjórn og við munum hittast aftur í næstu viku. Í gærskvöldi var síðan fjölmennur fundur á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, þar sem við hittum þessa aðila, sem eru með samninga. Þannig að samtalið er í fullum gangi og við væntum niðurstöðu í það fyrr en seinna.“ Mikilvægt að harmleikurinn verði ekki til einskis Sigurjón segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir alla hlutaðeigandi og íbúa Hornafjarðar. „Það skiptir máli að þetta hafi jákvæð áhrif á þróun þessara ferða. Hugur okkar er sem stendur hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna slyssins og við erum í þessari vinnu, á kafi í þessari vinni, úti í miðri á. Fljótlega munum við stíga næstu skref og koma þessu í betra horf.“
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Jöklar á Íslandi Tengdar fréttir Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. 3. september 2024 13:55 Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26 Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. 3. september 2024 13:55
Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26
Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15