Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 08:32 Arnór Ingvi Traustason og félagar í íslenska landsliðinu spiluðu í umspili um sæti á EM, í mars á þessu ári, vegna árangurs í síðustu Þjóðadeild. Getty/David Balogh Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? Eftir sigur San Marínó á Liechtenstein í gær er Ísland eina liðið í Evrópu sem enn hefur aldrei unnið leik í Þjóðadeildinni, á þremur leiktíðum. Samt hefur keppnin reynst Íslandi dýrmæt. Fyrstu tvö tímabilin var Ísland í A-deild, með allra bestu liðum álfunnar, en nú leikur liðið annað árið í röð í B-deild og gæti sótt sinn fyrsta sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld. Að þessu sinni hefur Þjóðadeildin áhrif á leiðina á HM 2026 í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, en þó ekki eins mikil áhrif og á síðustu tvö Evrópumót. Ísland hefur einmitt, vegna Þjóðadeildarinnar, komist í umspil fyrir síðustu tvö EM en þó ekki á lokamótið. Upp í A-deild eða fall í C-deild? En Þjóðadeildin er líka sérkeppni, þó að hún njóti ekki sömu virðingar og HM og EM. Evrópumeistarar Spánar eru einnig ríkjandi Þjóðadeildarmeistarar eftir sigur gegn Hollandi í úrslitaleik í fyrrasumar. Ísland hefur aldrei unnið leik í Þjóðadeildinni en gerði jafntefli í öllum fjórum leikjum sínum í síðustu keppni. Liðið fékk færri leiki en ella því það var í riðli með Rússlandi, sem var sparkað úr keppni. Hér fagnar Ísland marki gegn Ísrael í 2-2 jafntefli í Laugardalnum.vísir/Hulda Margrét Leikið er í fjórum deildum (16 lið í A, 16 í B, 16 í C og 6 lið í D-deild) eftir styrkleika liða og geta þau svo unnið sig upp eða fallið á milli ára. Ísland er í riðli fjögur í B-deildinni ásamt Svartfjallalandi, Tyrklandi og Wales. Efsta liðið í riðlinum kemst upp í A-deild. Næstefsta liðið fer í umspil við 3. sætis lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við 2. sætis lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur niður í C-deild. Aðeins liðin í A-deild geta unnið keppnina Það er því ljóst að tvö lið úr riðli Íslands fara í umspil í mars á næsta ári og spurning hvernig það myndi henta varðandi fyrirhugaðar breytingar á Laugardalsvelli, þar sem leggja á blandað gras. Það eru hins vegar aðeins liðin í A-deild sem geta orðið Þjóðadeildarmeistarar hverju sinni. Tvö efstu lið hvers riðils í A-deild komast í átta liða úrslit í mars, og undanúrslit og úrslit verða svo í júní næsta sumar. Sigur í riðlinum varaleið á HM Varðandi varaleiðina á HM þá felst hún í því að Ísland vinni sinn riðil. Takist það, sem yrði mikið afrek, ætti liðið góða möguleika á að fá sæti í umspilinu um sæti á HM, þyrfti liðið á því að halda. Aðeins sigurlið riðla í Þjóðadeildinni geta fengið sæti í umspilinu. Dregið verður í undankeppni HM eftir að riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur 19. nóvember. Staða Íslands á heimslista ræður því í hvaða styrkleikaflokki liðið verður í drættinum, og því skiptir hvert stig máli í Þjóðadeildinni í haust. Í undankeppni HM á næsta ári verður svo spilað í tólf riðlum og komast sigurliðin beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil, ásamt fjórum bestu liðunum sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni en enduðu ekki í tveimur efstu sætum síns undanriðils. Ísland gæti orðið ein þessara fjögurra þjóða ef allt fer á besta veg núna í haust. Hefur líka áhrif á EM 2028 En það gæti líka reynst afar dýrmætt fyrir Ísland að halda sér í B-deild, eða að komast upp í A-deild, fyrir næstu leiktíð í Þjóðadeildinni því þá mun keppnin hafa áhrif á undankeppni Evrópumótsins 2028. Um þetta má þó deila. Georgía komst til að mynda inn á síðasta EM með því að vinna sinn riðil í C-deild, og svo umspilsleiki við Lúxemborg og Grikkland, á meðan að umspilsleikir Íslands, sem var í B-deild, voru við Ísrael og Úkraínu. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Sjá meira
Eftir sigur San Marínó á Liechtenstein í gær er Ísland eina liðið í Evrópu sem enn hefur aldrei unnið leik í Þjóðadeildinni, á þremur leiktíðum. Samt hefur keppnin reynst Íslandi dýrmæt. Fyrstu tvö tímabilin var Ísland í A-deild, með allra bestu liðum álfunnar, en nú leikur liðið annað árið í röð í B-deild og gæti sótt sinn fyrsta sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld. Að þessu sinni hefur Þjóðadeildin áhrif á leiðina á HM 2026 í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, en þó ekki eins mikil áhrif og á síðustu tvö Evrópumót. Ísland hefur einmitt, vegna Þjóðadeildarinnar, komist í umspil fyrir síðustu tvö EM en þó ekki á lokamótið. Upp í A-deild eða fall í C-deild? En Þjóðadeildin er líka sérkeppni, þó að hún njóti ekki sömu virðingar og HM og EM. Evrópumeistarar Spánar eru einnig ríkjandi Þjóðadeildarmeistarar eftir sigur gegn Hollandi í úrslitaleik í fyrrasumar. Ísland hefur aldrei unnið leik í Þjóðadeildinni en gerði jafntefli í öllum fjórum leikjum sínum í síðustu keppni. Liðið fékk færri leiki en ella því það var í riðli með Rússlandi, sem var sparkað úr keppni. Hér fagnar Ísland marki gegn Ísrael í 2-2 jafntefli í Laugardalnum.vísir/Hulda Margrét Leikið er í fjórum deildum (16 lið í A, 16 í B, 16 í C og 6 lið í D-deild) eftir styrkleika liða og geta þau svo unnið sig upp eða fallið á milli ára. Ísland er í riðli fjögur í B-deildinni ásamt Svartfjallalandi, Tyrklandi og Wales. Efsta liðið í riðlinum kemst upp í A-deild. Næstefsta liðið fer í umspil við 3. sætis lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við 2. sætis lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur niður í C-deild. Aðeins liðin í A-deild geta unnið keppnina Það er því ljóst að tvö lið úr riðli Íslands fara í umspil í mars á næsta ári og spurning hvernig það myndi henta varðandi fyrirhugaðar breytingar á Laugardalsvelli, þar sem leggja á blandað gras. Það eru hins vegar aðeins liðin í A-deild sem geta orðið Þjóðadeildarmeistarar hverju sinni. Tvö efstu lið hvers riðils í A-deild komast í átta liða úrslit í mars, og undanúrslit og úrslit verða svo í júní næsta sumar. Sigur í riðlinum varaleið á HM Varðandi varaleiðina á HM þá felst hún í því að Ísland vinni sinn riðil. Takist það, sem yrði mikið afrek, ætti liðið góða möguleika á að fá sæti í umspilinu um sæti á HM, þyrfti liðið á því að halda. Aðeins sigurlið riðla í Þjóðadeildinni geta fengið sæti í umspilinu. Dregið verður í undankeppni HM eftir að riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur 19. nóvember. Staða Íslands á heimslista ræður því í hvaða styrkleikaflokki liðið verður í drættinum, og því skiptir hvert stig máli í Þjóðadeildinni í haust. Í undankeppni HM á næsta ári verður svo spilað í tólf riðlum og komast sigurliðin beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil, ásamt fjórum bestu liðunum sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni en enduðu ekki í tveimur efstu sætum síns undanriðils. Ísland gæti orðið ein þessara fjögurra þjóða ef allt fer á besta veg núna í haust. Hefur líka áhrif á EM 2028 En það gæti líka reynst afar dýrmætt fyrir Ísland að halda sér í B-deild, eða að komast upp í A-deild, fyrir næstu leiktíð í Þjóðadeildinni því þá mun keppnin hafa áhrif á undankeppni Evrópumótsins 2028. Um þetta má þó deila. Georgía komst til að mynda inn á síðasta EM með því að vinna sinn riðil í C-deild, og svo umspilsleiki við Lúxemborg og Grikkland, á meðan að umspilsleikir Íslands, sem var í B-deild, voru við Ísrael og Úkraínu.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Sjá meira