Kærur ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2024 19:01 Landsvirkjun áætlar að reisa 26 vindmyllur í Búrfellslundi sem framleiða um 120 megavött. Getty Deilur um tekjur af fasteignagjöldum af vindorkuveri í Búrfelli gætu tafið framkvæmdir Landsvirkjunar um allt að tvö ár. Umhverfis- og orkumálaráðherra segir kæruleiðir ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum. Orkustofnun gaf Landsvikrjun virkjanaleyfi fyrir fyrir vindorkuverinu Búrfellslundi fyrir þremur vikum. Undirbúningur hafði þá staðið yfir í rúman áratug að sögn forstjóra Landsvirkjunar. Þá bregður svo við að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætlar að kæra virkjanaleyfið til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Skemmst er að minnast þess þegar Hvammsvirkjun var komin á sama stað í ferlinu fyrir rúmu ári. Þá felldi úrskuðrarnefndin nýútgefið virkjanaleyfið úr gildi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir mikla ábyrgð hvíla á þeim sem ætli að stöðva frekari orkuöflun.Stöð 2/Einar Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir málið alvarlegt að allir þurfi að bera ábyrgð á því. „Kæruleiðirnar eru ekki hugsaðar til þess að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum. Og það er grafalvarlegt mál ef við erum í þeirri stöðu að einhver, sama hver það er, er að koma í veg fyrir eitthvað sem er löngu búið að ákveða, allir hafa komið að. Koma þar að leiðandi í veg fyrir að þjóðin raforku sem hún þarf svo sannarlega á að halda,“ segir Guðlaugur Þór. Unnið hafi verið ötullega að því að koma raforkuframleiðslu aftur af stað eftir langt hlé. „Það er að fara að gerast núna. Það er mjög mikil ábyrgð sem hvílir á herðum þeirra sem ætla sér að bera ábyrgð á orkuskorti í landinu,“ segir ráðherra. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sættis sig ekki við að fá ekkert af fasteignagjöldum Búrfellslundar rétt handan landamerkjanna við nágrannasveitarfélagið.Grafík/Hjalti Búrfellslundur á ekki að rísa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi heldur á milli Búrfellsvirkjunar og Sultartangavirkjunar í nágrannasveitarfélaginu Rangárþingi ytra. Þangað munu öll fasteignagjöld af vindorkuverinu renna og þar stendur hnífurinn kannski í kúnni. Gnúpverjar segja stjórnvöld hafa lofað að jafna tekjur sveitarfélaga af mannvirkjum virkjana. Þar til ný lög hafi verið samþykkt þar að lútandi, væri ekki hægt að halda áfram með Búrfellslund. Það er einn þingvetur eftir af kjörtímabilinu. Heldur þú að þetta umrædda þingmál rati inn í þingið á haustmánuðum? „Það er á þingmálaskrá og það fer inn í þingið. Það hefur alltaf legið fyrir og allir vita það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Landsvirkjun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. 5. september 2024 12:16 Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39 Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Orkustofnun gaf Landsvikrjun virkjanaleyfi fyrir fyrir vindorkuverinu Búrfellslundi fyrir þremur vikum. Undirbúningur hafði þá staðið yfir í rúman áratug að sögn forstjóra Landsvirkjunar. Þá bregður svo við að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætlar að kæra virkjanaleyfið til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Skemmst er að minnast þess þegar Hvammsvirkjun var komin á sama stað í ferlinu fyrir rúmu ári. Þá felldi úrskuðrarnefndin nýútgefið virkjanaleyfið úr gildi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir mikla ábyrgð hvíla á þeim sem ætli að stöðva frekari orkuöflun.Stöð 2/Einar Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir málið alvarlegt að allir þurfi að bera ábyrgð á því. „Kæruleiðirnar eru ekki hugsaðar til þess að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum. Og það er grafalvarlegt mál ef við erum í þeirri stöðu að einhver, sama hver það er, er að koma í veg fyrir eitthvað sem er löngu búið að ákveða, allir hafa komið að. Koma þar að leiðandi í veg fyrir að þjóðin raforku sem hún þarf svo sannarlega á að halda,“ segir Guðlaugur Þór. Unnið hafi verið ötullega að því að koma raforkuframleiðslu aftur af stað eftir langt hlé. „Það er að fara að gerast núna. Það er mjög mikil ábyrgð sem hvílir á herðum þeirra sem ætla sér að bera ábyrgð á orkuskorti í landinu,“ segir ráðherra. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sættis sig ekki við að fá ekkert af fasteignagjöldum Búrfellslundar rétt handan landamerkjanna við nágrannasveitarfélagið.Grafík/Hjalti Búrfellslundur á ekki að rísa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi heldur á milli Búrfellsvirkjunar og Sultartangavirkjunar í nágrannasveitarfélaginu Rangárþingi ytra. Þangað munu öll fasteignagjöld af vindorkuverinu renna og þar stendur hnífurinn kannski í kúnni. Gnúpverjar segja stjórnvöld hafa lofað að jafna tekjur sveitarfélaga af mannvirkjum virkjana. Þar til ný lög hafi verið samþykkt þar að lútandi, væri ekki hægt að halda áfram með Búrfellslund. Það er einn þingvetur eftir af kjörtímabilinu. Heldur þú að þetta umrædda þingmál rati inn í þingið á haustmánuðum? „Það er á þingmálaskrá og það fer inn í þingið. Það hefur alltaf legið fyrir og allir vita það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Landsvirkjun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. 5. september 2024 12:16 Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39 Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. 5. september 2024 12:16
Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39
Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43
Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42