Aukinn viðbúnaður á Ljósanótt og Októberfest Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2024 19:02 Aukin gæsla verður á Ljósanótt og Októberfest SHÍ sem fara fram á næstu dögum. Arent Torfi Jónsson Claessen forseti Stúdentaráðs vonar að allir leggist á eitt með að sporna við auknu ofbeldi meðal ungmenna. Vísir/Arnar Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest SHÍ ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðirnar vegna alvarlegra atvika undanfarið í samfélaginu. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfðuborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt. Mikil viðbrögð hafa verið í samfélaginu undanfarna daga eftir ákall víða að um aðgerðir gegn ofbeldi ungmenna. Dómsmálaráðherra kynnti í gær nýjan aðgerðarhóp sem tók til starfa í dag og á að sporna við ofbeldi og auka forvarnarstarf meðal barna og ungmenna. Fjölskyldu-og tónlistarhátíðinni Stíflunni sem átti að vera í Árbænum í þriðja skipti um helgina var blásin af vegna álags hjá lögreglu. Þá kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar að fyrirtæki sem sér um öryggi á framhaldsskólaböllum muni framvegis nota málmleitartæki í gæslu. Aukinn viðbúnaður verður á Ljósanótt þar mun meðal annars vera á ferðinni svokölluð „flakkandi félagsmiðstöð“ þar sem sýnilegur hópur félagsstarfsmanna verður ungmennum innan handar skyldi eitthvað koma upp á. Auk þess sem lögreglumaður og fulltrúar félagsmiðstöðva og bæjarins munu fara í heimsóknir í alla grunnskóla Reykjanesbæjar til að ræða við nemendur um þá stöðu sem upp er komin. Trúi að við getum leyst úr þessu Loks ætla háskólanemar sem halda Októberfest sem hefst á morgun ætla að auka gæslu í kringum hátíðina. Arent Torfi Jónsson Claessen er forseti Stúdentaráðs. „Í ljósi þeirrar vitundarvakningar í samfélaginu er ákveðinn uggur í manni. Maður vill ekki standa fyrir hátíð þar sem fólk upplifir sig ekki algjörlega öruggt,“ segir Arent. Öryggisgæsla hafi alltaf verið mikil en nú hafi ýmsu verið bætt inn. „Gæslan er hugsuð þannig að það kemur engin inn á svæðið án þess að það sé kyrfilega leitað. Síðan er sýnileiki gæslu yfir öll hátíðarhöld. Við erum með málmleitartæki sem öryggisverðir munu nota til að skanna alla sem koma,“ segir hann. Arent er vongóður um að með þjóðarátaki verði hægt að sporna við þeirri óheillaþróun sem hefur átt sér stað. Ég trúi því innilega að ef við stöndum öll saman sem samfélag og leggjumst gegn þessu ofbeldi munum við geta leyst úr þessu. Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Ljósanótt Háskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Mikil viðbrögð hafa verið í samfélaginu undanfarna daga eftir ákall víða að um aðgerðir gegn ofbeldi ungmenna. Dómsmálaráðherra kynnti í gær nýjan aðgerðarhóp sem tók til starfa í dag og á að sporna við ofbeldi og auka forvarnarstarf meðal barna og ungmenna. Fjölskyldu-og tónlistarhátíðinni Stíflunni sem átti að vera í Árbænum í þriðja skipti um helgina var blásin af vegna álags hjá lögreglu. Þá kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar að fyrirtæki sem sér um öryggi á framhaldsskólaböllum muni framvegis nota málmleitartæki í gæslu. Aukinn viðbúnaður verður á Ljósanótt þar mun meðal annars vera á ferðinni svokölluð „flakkandi félagsmiðstöð“ þar sem sýnilegur hópur félagsstarfsmanna verður ungmennum innan handar skyldi eitthvað koma upp á. Auk þess sem lögreglumaður og fulltrúar félagsmiðstöðva og bæjarins munu fara í heimsóknir í alla grunnskóla Reykjanesbæjar til að ræða við nemendur um þá stöðu sem upp er komin. Trúi að við getum leyst úr þessu Loks ætla háskólanemar sem halda Októberfest sem hefst á morgun ætla að auka gæslu í kringum hátíðina. Arent Torfi Jónsson Claessen er forseti Stúdentaráðs. „Í ljósi þeirrar vitundarvakningar í samfélaginu er ákveðinn uggur í manni. Maður vill ekki standa fyrir hátíð þar sem fólk upplifir sig ekki algjörlega öruggt,“ segir Arent. Öryggisgæsla hafi alltaf verið mikil en nú hafi ýmsu verið bætt inn. „Gæslan er hugsuð þannig að það kemur engin inn á svæðið án þess að það sé kyrfilega leitað. Síðan er sýnileiki gæslu yfir öll hátíðarhöld. Við erum með málmleitartæki sem öryggisverðir munu nota til að skanna alla sem koma,“ segir hann. Arent er vongóður um að með þjóðarátaki verði hægt að sporna við þeirri óheillaþróun sem hefur átt sér stað. Ég trúi því innilega að ef við stöndum öll saman sem samfélag og leggjumst gegn þessu ofbeldi munum við geta leyst úr þessu.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Ljósanótt Háskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira