Fölsk loforð í boði HMS Elín Káradóttir skrifar 4. september 2024 11:32 Jæja, hvað er að frétta af næstu úthlutun hlutdeildarlána HMS til fyrstu kaupenda? Einhverja hluta vegna benda allir hver á annan og enginn hefur svör. Og því spyr ég hér opinberlega – hvað er að frétta? Getur fjármálaráðherra, innviðaráðherra eða forstjóri HMS svarað? Hlutdeildarlán er lánaúrræði sem stjórnvöld settu á laggirnar fyrir fyrstu kaupendur, til að auðvelda fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Í fyrstu voru ekki margar umsóknir vegna þessara lána, þá aðallega vegna þess að íbúðir sem voru þá í byggingu féllu ekki undir skilyrðin sem voru sett, því bæði íbúðin þurfti að uppfylla ákveðin skilyrði og líka lántakandinn (kaupandinn). Þetta breyttist síðan, þar sem margir byggingaraðilar kusu að hanna íbúðir þannig að þær gætu fallið undir skilyrði um hlutdeildarlán og þannig gætu nýjar íbúðir orðið valkostur fyrir fyrstu kaupendur. Að mörgu leyti eru þessi lán góður valkostur fyrir marga fyrstu kaupendur. Í júní á þessu ári voru samþykkt fjáraukalög til að HMS gæti afgreitt þær umsóknir sem liggja fyrir. Núna í byrjun september er ekkert að frétta. Til eru dæmi þess að byggingarfyrirtæki voru búin að fá samþykki fyrir íbúðum áður en framkvæmdir hófust, með vilyrði fyrir lánveitingu til væntanlegra fyrstu kaupenda þegar húsið væri upprisið og fullbúið. En svo þegar húsið er uppkomið – þá er lokað fyrir lánaumsóknir. Þannig að HMS og stjórnvöld eru að búa til fölsk loforð til byggingarfyrirtækja og fyrstu kaupenda. HMS er búin að samþykkja íbúðirnar og staðfesta það með samningum við byggingarfyrirtækin að það verði veitt Hlutdeildarlán á þær íbúðir sem falla undir skilyrðin. Með þennan samning fyrirliggjandi hefjast framkvæmdir. Þegar húsin eru tilbúin – þá er staðan sú að peningurinn er ekki til. Þannig að HMS lofaði of mörgum og peningurinn kláraðist? Er þetta ásættanlegt? Og ekkert heyrist – enginn getur svarað. Húsnæðisskortur er staðreynd og varla er hægt að hlusta á fréttatíma, öðruvísi en fjallað sé um þau vandamál sem því fylgir. Það er margt ungt fólk sem getur keypt sína fyrstu fasteign með hlutdeildarláni og það eru íbúðir út um allt land, þá sérstalega á landsbyggðinni, að verða tilbúnar til afhendingar. Önnur staðreynd er sú, að margt fólk er að borga háa leigu og jafnvel tvöfalt á við það sem það myndi greiða af húsnæðisláni. Þó það sé efni í annan pistil. Allir benda hvor á annan og enginn skilur af hverju við erum að glíma við húsnæðisvanda. Fólk bendir strax á sveitarfélögin, en ég vil frekar taka saman vikurnar og MÁNUÐINA sem hið opinbera í heild tekur sér í að „samþykkja-skoða-greina“ gagnvart byggingarfélögum. Tíminn kostar byggingaraðila mest, enda eru þeir flestir nú þegar að greiða háa vexti af framkvæmdalánum og þegar hið opinbera býr bæði til fölsk loforð og tekur sér svo margar vikur við hvert samþykktarviðvik, þá er augljóst að byggingarkostnaður bara hækkar og hækkar vegna aukins fjármagnskostnaðar, jafnvel á fullbúnum íbúðum. Á sama tíma tala menn um „vandann“ tengdum hækkunum á fasteignaverði varðandi verðbólguþróun. Hver er fíllinn í herberginu? Finnst fólki þetta kannski bara allt í lagi? Höfundur er fasteignasali og eigandi Byr fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Jæja, hvað er að frétta af næstu úthlutun hlutdeildarlána HMS til fyrstu kaupenda? Einhverja hluta vegna benda allir hver á annan og enginn hefur svör. Og því spyr ég hér opinberlega – hvað er að frétta? Getur fjármálaráðherra, innviðaráðherra eða forstjóri HMS svarað? Hlutdeildarlán er lánaúrræði sem stjórnvöld settu á laggirnar fyrir fyrstu kaupendur, til að auðvelda fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Í fyrstu voru ekki margar umsóknir vegna þessara lána, þá aðallega vegna þess að íbúðir sem voru þá í byggingu féllu ekki undir skilyrðin sem voru sett, því bæði íbúðin þurfti að uppfylla ákveðin skilyrði og líka lántakandinn (kaupandinn). Þetta breyttist síðan, þar sem margir byggingaraðilar kusu að hanna íbúðir þannig að þær gætu fallið undir skilyrði um hlutdeildarlán og þannig gætu nýjar íbúðir orðið valkostur fyrir fyrstu kaupendur. Að mörgu leyti eru þessi lán góður valkostur fyrir marga fyrstu kaupendur. Í júní á þessu ári voru samþykkt fjáraukalög til að HMS gæti afgreitt þær umsóknir sem liggja fyrir. Núna í byrjun september er ekkert að frétta. Til eru dæmi þess að byggingarfyrirtæki voru búin að fá samþykki fyrir íbúðum áður en framkvæmdir hófust, með vilyrði fyrir lánveitingu til væntanlegra fyrstu kaupenda þegar húsið væri upprisið og fullbúið. En svo þegar húsið er uppkomið – þá er lokað fyrir lánaumsóknir. Þannig að HMS og stjórnvöld eru að búa til fölsk loforð til byggingarfyrirtækja og fyrstu kaupenda. HMS er búin að samþykkja íbúðirnar og staðfesta það með samningum við byggingarfyrirtækin að það verði veitt Hlutdeildarlán á þær íbúðir sem falla undir skilyrðin. Með þennan samning fyrirliggjandi hefjast framkvæmdir. Þegar húsin eru tilbúin – þá er staðan sú að peningurinn er ekki til. Þannig að HMS lofaði of mörgum og peningurinn kláraðist? Er þetta ásættanlegt? Og ekkert heyrist – enginn getur svarað. Húsnæðisskortur er staðreynd og varla er hægt að hlusta á fréttatíma, öðruvísi en fjallað sé um þau vandamál sem því fylgir. Það er margt ungt fólk sem getur keypt sína fyrstu fasteign með hlutdeildarláni og það eru íbúðir út um allt land, þá sérstalega á landsbyggðinni, að verða tilbúnar til afhendingar. Önnur staðreynd er sú, að margt fólk er að borga háa leigu og jafnvel tvöfalt á við það sem það myndi greiða af húsnæðisláni. Þó það sé efni í annan pistil. Allir benda hvor á annan og enginn skilur af hverju við erum að glíma við húsnæðisvanda. Fólk bendir strax á sveitarfélögin, en ég vil frekar taka saman vikurnar og MÁNUÐINA sem hið opinbera í heild tekur sér í að „samþykkja-skoða-greina“ gagnvart byggingarfélögum. Tíminn kostar byggingaraðila mest, enda eru þeir flestir nú þegar að greiða háa vexti af framkvæmdalánum og þegar hið opinbera býr bæði til fölsk loforð og tekur sér svo margar vikur við hvert samþykktarviðvik, þá er augljóst að byggingarkostnaður bara hækkar og hækkar vegna aukins fjármagnskostnaðar, jafnvel á fullbúnum íbúðum. Á sama tíma tala menn um „vandann“ tengdum hækkunum á fasteignaverði varðandi verðbólguþróun. Hver er fíllinn í herberginu? Finnst fólki þetta kannski bara allt í lagi? Höfundur er fasteignasali og eigandi Byr fasteignasölu.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar