Fær tíu milljónir á dag í útborguð laun Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 09:01 Ivan Toney er mættur til Sádi-Arabíu og líklegur til að raða inn mörkum þar. Getty/Yasser Bakhsh Peningar gætu hafa haft eitthvað með það að gera að hinn 28 ára gamli framherji Ivan Toney skyldi ganga til liðs við Al-Ahli í Sádi-Arabíu. Þar fær hann að minnsta kosti svimandi há laun. The Telegraph greinir frá því að Toney, sem var seldur frá Brentford fyrir 40 milljónir punda, fái 400.000 pund á viku í laun. Það jafngildir rúmlega 70 milljónum króna, eða 10 milljónum á dag. Þar að auki er enginn tekjuskattur í Sádi-Arabíu og því er um útborguð laun að ræða. He’s here! 📍🤩Welcome, Ivan Toney! pic.twitter.com/aBR1GBEAt2— Al-Ahli Saudi Club (@ALAHLI_FCEN) September 1, 2024 Ekki nóg með það heldur fara laun Toney hækkandi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, og hann gæti því fengið 500.000 pund á viku eða rúmar 90 milljónir króna, sem gerir 12,9 milljónir á dag eða meira en hálfa milljón króna á hverjum einasta klukkutíma, líka þegar hann sefur. Ivan Toney has already got himself a new chant at Al Ahli in Saudi Arabia… pic.twitter.com/uHWmr3H9rG— george (@StokeyyG2) September 3, 2024 Toney fer til Al-Ahli á þeim aldri sem að fótboltamenn eru oft við það að ná toppnum á sínum ferli. Hann var í enska landsliðshópnum á EM í sumar og kom þrisvar inn á sem varamaður, þar á meðal í úrslitaleiknum gegn Spáni. Toney skoraði grimmt fyrir Brentford og var til að mynda með 20 mörk tímabilið 2022-23, og skoraði svo fjögur mörk í fyrstu fimm leikjunum eftir að hafa snúið aftur úr átta mánaða banni fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Hann lék ekkert með Brentford í fyrstu leikjum yfirstandandi tímabils, á meðan að óvissa ríkti um framtíð hans, og var heldur ekki valinn í landsliðshóp Lee Carsley fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sjá meira
The Telegraph greinir frá því að Toney, sem var seldur frá Brentford fyrir 40 milljónir punda, fái 400.000 pund á viku í laun. Það jafngildir rúmlega 70 milljónum króna, eða 10 milljónum á dag. Þar að auki er enginn tekjuskattur í Sádi-Arabíu og því er um útborguð laun að ræða. He’s here! 📍🤩Welcome, Ivan Toney! pic.twitter.com/aBR1GBEAt2— Al-Ahli Saudi Club (@ALAHLI_FCEN) September 1, 2024 Ekki nóg með það heldur fara laun Toney hækkandi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, og hann gæti því fengið 500.000 pund á viku eða rúmar 90 milljónir króna, sem gerir 12,9 milljónir á dag eða meira en hálfa milljón króna á hverjum einasta klukkutíma, líka þegar hann sefur. Ivan Toney has already got himself a new chant at Al Ahli in Saudi Arabia… pic.twitter.com/uHWmr3H9rG— george (@StokeyyG2) September 3, 2024 Toney fer til Al-Ahli á þeim aldri sem að fótboltamenn eru oft við það að ná toppnum á sínum ferli. Hann var í enska landsliðshópnum á EM í sumar og kom þrisvar inn á sem varamaður, þar á meðal í úrslitaleiknum gegn Spáni. Toney skoraði grimmt fyrir Brentford og var til að mynda með 20 mörk tímabilið 2022-23, og skoraði svo fjögur mörk í fyrstu fimm leikjunum eftir að hafa snúið aftur úr átta mánaða banni fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Hann lék ekkert með Brentford í fyrstu leikjum yfirstandandi tímabils, á meðan að óvissa ríkti um framtíð hans, og var heldur ekki valinn í landsliðshóp Lee Carsley fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sjá meira