Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 4. september 2024 07:05 Íbúar í áfalli eftir árásirnar á Lviv í nótt. Getty/Global Images Ukraine/Mykola Tys Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. Borgarstjóri Lviv segir að Rússar hafi látið til skarar skríða með drónum og ofurhljóðfráum flugskeytum. Á meðal hinna látnu er 14 ára gömul stúlka, ungabarn og kona sem var við störf sem ljósmóðir á spítala þegar sprengjurnar féllu. Úkraínumenn eru enn í sárum eftir árásir gærdagsins, þegar ráðist var á herskóla í miðhluta landsins þar sem að minnsta kosti 50 létu lífið. Þá bárust einnig í morgun fregnir af árásum á höfuðborgina Kænugarð auk þess sem fimm eru særðir eftir að sprengjur féllu á íbúðarblokk í borginni Kryvyi Rih. Ruslan Stefanchuk, forseti úkraínska þingsins, greindi frá því í morgun að utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba hefði sagt af sér. Svo virðist sem mikil endurstokkun sé í uppsiglingu innan ríkisstjórnarinnar en fleiri ráðherra hafa sagt af sér að undanförnu. Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagði í ávarpi í gærkvöldi að breytingarnar yrðu til þess að styrkja ríkisstjórnina. Úkraínumenn þyrftu að fara sterkir inn í haustið og það kallaði á mannabreytingar. Fregnir herma að allt að helmingi ráðherra verði skipt út en að þeir gætu fengið ný hlutverk í endurnýjaðri stjórn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Borgarstjóri Lviv segir að Rússar hafi látið til skarar skríða með drónum og ofurhljóðfráum flugskeytum. Á meðal hinna látnu er 14 ára gömul stúlka, ungabarn og kona sem var við störf sem ljósmóðir á spítala þegar sprengjurnar féllu. Úkraínumenn eru enn í sárum eftir árásir gærdagsins, þegar ráðist var á herskóla í miðhluta landsins þar sem að minnsta kosti 50 létu lífið. Þá bárust einnig í morgun fregnir af árásum á höfuðborgina Kænugarð auk þess sem fimm eru særðir eftir að sprengjur féllu á íbúðarblokk í borginni Kryvyi Rih. Ruslan Stefanchuk, forseti úkraínska þingsins, greindi frá því í morgun að utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba hefði sagt af sér. Svo virðist sem mikil endurstokkun sé í uppsiglingu innan ríkisstjórnarinnar en fleiri ráðherra hafa sagt af sér að undanförnu. Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagði í ávarpi í gærkvöldi að breytingarnar yrðu til þess að styrkja ríkisstjórnina. Úkraínumenn þyrftu að fara sterkir inn í haustið og það kallaði á mannabreytingar. Fregnir herma að allt að helmingi ráðherra verði skipt út en að þeir gætu fengið ný hlutverk í endurnýjaðri stjórn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira