Öll ríki Evrópu eru smáríki í alþjóðlegu samhengi Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2024 19:21 Enrico Letta fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu leggur áherslu á aukna samvinnu ESB og EES ríkjanna í skýrslu sem hann hefur gert fyrir forystu sambandsins. Sröð 2/Einar Fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu segir öll ríki Evrópu vera smáríki, sem verði undir í alþjóðlegri samkeppni vinni þau ekki nánar saman. Mikilvægi Íslands og Noregs hafi aukist eftir úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Um þessar mundir eru þrjátíu ár liðin frá stofnun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Að því tilefni fengu utanríkisráðuneytið og Alþjóðastofnun Háskóla Íslands þau Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og höfund nýlegrar skýrslu um þróun innri markaðarins, og Line Eldring, formann EES-nefndar norskra stjórnvalda sem nýlega skilaði skýrslu um þróun og reynslu Noregs af EES samstarfinu, til að flytja erindi í Safnahúsinu um stöðu mála. Að loknum erindum fóru fram pallborðsumræður um evrópumál með þáttöku Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra, Sigríðar Mogensen formanns ráðgjafanefndar EFTA, Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra, Line Eldring formanns formanns EES-nefndar norskra stjórnvalda og Enrico Letta, skýrsluhöfundar um framtíð evrópusamstarfsins. Þórir Guðmundsson sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu stýrði umræðunum.Stöð 2/Einar Íslendingar líta oft á sig sem smáþjóð í stóra samhenginu við aðrar þjóðir. Enrico Letta fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu orðaði þetta hins vegar mjög skemmtilega á fundi í Safnahúsinu í dag. Enrico Letta segir Evrópu hafa alla möguleika á að bæta samkeppnisstöðu sína gagnvart Kína, Indlandi og Bandaríkjunum en þá verði evrópuríkin að auka samvinnu sína.Stöð 2/Einar „Þetta er enginn brandari heldur raunveruleiki. Evrópuríki skiptast í tvo hópa. Smáríkin og ríkin sem gera sér ekki grein fyrir smæð sinni,“ segir Enrico Letta. Í samanburði við Kína, Indland og Bandaríkin væru öll ríki Evrópu lítil. Án samvinnu muni evrópuríkin ekki vaxa, glata störfum og verða undir í samkeppninni. „Ég bendi á að við verðum að auka samvinnuna. Bæði innan Evrópusambandsins og við EES-ríkin Ísland, Noreg og Liechtenstein. Vegna þess að möguleikarnir á að auka samkeppnishæfni okkar eru til staðar. Við verðum bara að nýta þá,“ segir Letta. Skiptir Ísland máli að Evrópu gangi vel Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir skipta miklu máli fyrir Íslendinga hvert Evrópusambandið stefni í vaxandi samkeppni í breyttum heimi. Hvaða áhrif það hafi á EES samninginn. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt fyrir Íslendinga að fylgjast vel með þróun mála innan Evrópusambandsins og hvaða áhrif hún hafi á EES-samninginn.Stöð 2/Einar „Þá er það undir okkur komið að hafa á því skoðun. Ef við ætlum enga skoðun að hafa þá ákveða einhverjir aðrir fyrir okkur,“ segir Þórdís Kolbrún. Þetta væri áskorun fyrir Íslendinga í heimi þar sem gætti aukinnar verndarhyggju í viðskiptum. Sem ekki væri góð fyrir útflutningsdrifið land eins og Ísland sem treysti á stóra markaði. Utanríkisráðherra segir skipta Íslendinga máli að Evrópu gangi vel. „Mér finnst hún góð, þessi aukna áhersla á mikilvægi samkeppnishæfni. Að Evrópusambandið þurfi aðeins að stíga til baka og hugsa; hvar erum við núna í röðinni. Erum við með augun á réttum boltum,” segir Þórdís Kolbrún.. Letta segir mikilvægi Íslands og Noregs í evrópusamvinnunni hafi aukist frá undirritun EES samningsins fyrir þrjátíu árum. „Og ég verði að bæta við; eftir Brexit. Brexit gaf Noregi og Íslandi stærra hlutverk. Við gerum okkur öll grein fyrir því og verðum að vinna saman,“ segir Enrico Letta. Evrópusambandið Efnahagsmál Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: EES og innri markaðurinn Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið halda í dag opinn fund um stöðu og hörfur EES og innri markaðarins. Um þessar mundir á EES-samningurinn, sem tengir Ísland við innri markað Evrópusambandsins , þrjátíu ára afmæli. 3. september 2024 11:03 Andri nýr alþjóðafulltrúi forsætisráðuneytisins Andri Lúthersson hefur tekið við starfi alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytisins. Hlutverk alþjóðafulltrúa er að vera ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum og hafa yfirsýn og halda utan um erlend samskipti forsætisráðherra og forsætisráðuneytisins. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 3. september 2024 10:58 Segir réttlætanlegt og siðferðilega verjandi að svelta íbúa Gasa Evrópusambandið og stjórnvöld í Bretlandi og Frakklandi hafa fordæmt ummæli Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, sem sagði í ræðu í vikunni að það kynni að vera réttlætanlegt og siðferðilega verjandi að svelta íbúa Gasa. 8. ágúst 2024 07:33 Meirihluti þjóðarinnar styður aðildarviðræður við ESB Meirihluti þjóðarinnar vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. 4. júlí 2024 12:26 Vill slá vopnin úr höndum popúlista með því að taka á áhyggjum fólks Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hvetur Keir Starmer, núverandi forsætisráðherra, til að taka útlendingamálin föstum tökum í því skyni að slá vopnin úr höndum popúlista á hægri væng stjórnmálanna. 9. júlí 2024 09:12 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Um þessar mundir eru þrjátíu ár liðin frá stofnun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Að því tilefni fengu utanríkisráðuneytið og Alþjóðastofnun Háskóla Íslands þau Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og höfund nýlegrar skýrslu um þróun innri markaðarins, og Line Eldring, formann EES-nefndar norskra stjórnvalda sem nýlega skilaði skýrslu um þróun og reynslu Noregs af EES samstarfinu, til að flytja erindi í Safnahúsinu um stöðu mála. Að loknum erindum fóru fram pallborðsumræður um evrópumál með þáttöku Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra, Sigríðar Mogensen formanns ráðgjafanefndar EFTA, Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra, Line Eldring formanns formanns EES-nefndar norskra stjórnvalda og Enrico Letta, skýrsluhöfundar um framtíð evrópusamstarfsins. Þórir Guðmundsson sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu stýrði umræðunum.Stöð 2/Einar Íslendingar líta oft á sig sem smáþjóð í stóra samhenginu við aðrar þjóðir. Enrico Letta fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu orðaði þetta hins vegar mjög skemmtilega á fundi í Safnahúsinu í dag. Enrico Letta segir Evrópu hafa alla möguleika á að bæta samkeppnisstöðu sína gagnvart Kína, Indlandi og Bandaríkjunum en þá verði evrópuríkin að auka samvinnu sína.Stöð 2/Einar „Þetta er enginn brandari heldur raunveruleiki. Evrópuríki skiptast í tvo hópa. Smáríkin og ríkin sem gera sér ekki grein fyrir smæð sinni,“ segir Enrico Letta. Í samanburði við Kína, Indland og Bandaríkin væru öll ríki Evrópu lítil. Án samvinnu muni evrópuríkin ekki vaxa, glata störfum og verða undir í samkeppninni. „Ég bendi á að við verðum að auka samvinnuna. Bæði innan Evrópusambandsins og við EES-ríkin Ísland, Noreg og Liechtenstein. Vegna þess að möguleikarnir á að auka samkeppnishæfni okkar eru til staðar. Við verðum bara að nýta þá,“ segir Letta. Skiptir Ísland máli að Evrópu gangi vel Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir skipta miklu máli fyrir Íslendinga hvert Evrópusambandið stefni í vaxandi samkeppni í breyttum heimi. Hvaða áhrif það hafi á EES samninginn. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt fyrir Íslendinga að fylgjast vel með þróun mála innan Evrópusambandsins og hvaða áhrif hún hafi á EES-samninginn.Stöð 2/Einar „Þá er það undir okkur komið að hafa á því skoðun. Ef við ætlum enga skoðun að hafa þá ákveða einhverjir aðrir fyrir okkur,“ segir Þórdís Kolbrún. Þetta væri áskorun fyrir Íslendinga í heimi þar sem gætti aukinnar verndarhyggju í viðskiptum. Sem ekki væri góð fyrir útflutningsdrifið land eins og Ísland sem treysti á stóra markaði. Utanríkisráðherra segir skipta Íslendinga máli að Evrópu gangi vel. „Mér finnst hún góð, þessi aukna áhersla á mikilvægi samkeppnishæfni. Að Evrópusambandið þurfi aðeins að stíga til baka og hugsa; hvar erum við núna í röðinni. Erum við með augun á réttum boltum,” segir Þórdís Kolbrún.. Letta segir mikilvægi Íslands og Noregs í evrópusamvinnunni hafi aukist frá undirritun EES samningsins fyrir þrjátíu árum. „Og ég verði að bæta við; eftir Brexit. Brexit gaf Noregi og Íslandi stærra hlutverk. Við gerum okkur öll grein fyrir því og verðum að vinna saman,“ segir Enrico Letta.
Evrópusambandið Efnahagsmál Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: EES og innri markaðurinn Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið halda í dag opinn fund um stöðu og hörfur EES og innri markaðarins. Um þessar mundir á EES-samningurinn, sem tengir Ísland við innri markað Evrópusambandsins , þrjátíu ára afmæli. 3. september 2024 11:03 Andri nýr alþjóðafulltrúi forsætisráðuneytisins Andri Lúthersson hefur tekið við starfi alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytisins. Hlutverk alþjóðafulltrúa er að vera ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum og hafa yfirsýn og halda utan um erlend samskipti forsætisráðherra og forsætisráðuneytisins. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 3. september 2024 10:58 Segir réttlætanlegt og siðferðilega verjandi að svelta íbúa Gasa Evrópusambandið og stjórnvöld í Bretlandi og Frakklandi hafa fordæmt ummæli Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, sem sagði í ræðu í vikunni að það kynni að vera réttlætanlegt og siðferðilega verjandi að svelta íbúa Gasa. 8. ágúst 2024 07:33 Meirihluti þjóðarinnar styður aðildarviðræður við ESB Meirihluti þjóðarinnar vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. 4. júlí 2024 12:26 Vill slá vopnin úr höndum popúlista með því að taka á áhyggjum fólks Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hvetur Keir Starmer, núverandi forsætisráðherra, til að taka útlendingamálin föstum tökum í því skyni að slá vopnin úr höndum popúlista á hægri væng stjórnmálanna. 9. júlí 2024 09:12 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Bein útsending: EES og innri markaðurinn Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið halda í dag opinn fund um stöðu og hörfur EES og innri markaðarins. Um þessar mundir á EES-samningurinn, sem tengir Ísland við innri markað Evrópusambandsins , þrjátíu ára afmæli. 3. september 2024 11:03
Andri nýr alþjóðafulltrúi forsætisráðuneytisins Andri Lúthersson hefur tekið við starfi alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytisins. Hlutverk alþjóðafulltrúa er að vera ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum og hafa yfirsýn og halda utan um erlend samskipti forsætisráðherra og forsætisráðuneytisins. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 3. september 2024 10:58
Segir réttlætanlegt og siðferðilega verjandi að svelta íbúa Gasa Evrópusambandið og stjórnvöld í Bretlandi og Frakklandi hafa fordæmt ummæli Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, sem sagði í ræðu í vikunni að það kynni að vera réttlætanlegt og siðferðilega verjandi að svelta íbúa Gasa. 8. ágúst 2024 07:33
Meirihluti þjóðarinnar styður aðildarviðræður við ESB Meirihluti þjóðarinnar vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. 4. júlí 2024 12:26
Vill slá vopnin úr höndum popúlista með því að taka á áhyggjum fólks Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hvetur Keir Starmer, núverandi forsætisráðherra, til að taka útlendingamálin föstum tökum í því skyni að slá vopnin úr höndum popúlista á hægri væng stjórnmálanna. 9. júlí 2024 09:12