Veljum íslenskuna Lísbet Einarsdóttir skrifar 3. september 2024 14:33 Að skilja og geta talað íslensku er mikilvægur þáttur þess að aðlagst samfélaginu, vinnumarkaði og þá vinnustað. Að þekkja og skilja menningarleg blæbrigði, félagsleg viðmið, siði og venjur og þannig geta verið virkur þátttakandi. er fyrir alla ómetanlegt. Að geta átt skilvirk samskipti við samstarfsfólk, samferðafólk og viðskiptavini þar sem það á við eykur samvinnu og framleiðni. Það getur sannarlegar bætt atvinnumöguleika og opnað fyrir fleiri starfsmöguleika og tækifæri til vaxtar. Að kunna tungumálið auðveldar ennfremur hversdagsleg verkefni, svo sem samskipti sem geta verið tilkomin vegna barna, við skóla og aðrar stofnanir sem og til að ferðast á milli staða með almenningssamgöngum, versla eða fá aðgang að þjónustu utan vinnu, sem mögulega getur stuðlað að betri lífsgæðum. Að því sögðu þarf að gera betur. Við þurfum að huga að þeim sem eru af erlendum uppruna og koma hingað til lands til að lifa og starfa. Við þurfum að veita þeim tækifæri til að verða hluti af samfélaginu okkar. Það er á ábyrgð einstaklinganna sjálfra að læra íslenskuna en einnig vinnustaða, að gera kröfu á og stuðla að menningu sem hvetur til og styður við íslenskunám og að íslenska sé töluð þar sem því er komið við. Við þurfum að huga vel að þeim einstaklingum sem hér eru fæddir og tala aðeins sitt móðurmál, íslensku. Þeir eru fjölmargir og það er vont að geta ekki bjargað sér á heimaslóðum. Það er ekki ásættanlegt. Við þurfum líka að huga að þeim sem koma hingað sem gestir og sýna þeim með stolti samfélagið okkar, kynna fyrir þeim tungumálið sem er okkur svo dýrmætt, siði og venjur. Til að við getum það þurfum við að huga að því að fólkið sem þjónustar gestina okkar tali einhverja íslensku. Að minnsta kosti bjóði góðan daginn áður en gripið er til enskunnar. Það er ekki í lagi að matseðlar á veitingastöðum séu aðeins á ensku, að merkingar og leiðbeiningar séu nær einungis á ensku. Það er ekki heldur í lagi að starfsfólk í þjónustustörfum, í verslun, á veitingastöðum, tali sömuleiðis enga eða mjög takmarkaða íslensku. Það er alls ekki í lagi og við getum gert svo miklu betur. Það eru forréttindi fyrir okkar litlu þjóð að eiga sitt eigið tungumál og við megum ekki kasta því fyrir róða. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að hvetja til þess að íslenskan sé fyrsta tungumál þar sem því verður komð við, í ræðu og riti. Ávinningurinn er margþættur og samfélagslega ómetanlegur. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins eru fjölmargir og flestir ef ekki allir styrkja íslenskunám. Í gegnum Starfsafl, einn af starfsmenntasjóðum atvinnulífsins, getur einstaklingur fengið fullan styrk vegna íslenskunáms á fyrsta mánuði í starfi. Að sama skapi geta fyrirtæki sótt um styrk vegna íslenskunáms starfsfólks þar sem styrkurinn er 90% af reikningi, og fjöldi fyrirtækja nýtir sér það. Það er því ekki skortur á fjármagni sem ætti að koma í veg fyrir eða hindra íslenskunám. Það er eitthvað allt annað sem stendur þar í vegi og við þurfum að ná tökum á því svo íslenskunám, innan og utan vinnustaða, hjá einstaklingum og fyrirtækjum, fái blómstrað, öllum til heilla. Við getum þetta og gott betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Að skilja og geta talað íslensku er mikilvægur þáttur þess að aðlagst samfélaginu, vinnumarkaði og þá vinnustað. Að þekkja og skilja menningarleg blæbrigði, félagsleg viðmið, siði og venjur og þannig geta verið virkur þátttakandi. er fyrir alla ómetanlegt. Að geta átt skilvirk samskipti við samstarfsfólk, samferðafólk og viðskiptavini þar sem það á við eykur samvinnu og framleiðni. Það getur sannarlegar bætt atvinnumöguleika og opnað fyrir fleiri starfsmöguleika og tækifæri til vaxtar. Að kunna tungumálið auðveldar ennfremur hversdagsleg verkefni, svo sem samskipti sem geta verið tilkomin vegna barna, við skóla og aðrar stofnanir sem og til að ferðast á milli staða með almenningssamgöngum, versla eða fá aðgang að þjónustu utan vinnu, sem mögulega getur stuðlað að betri lífsgæðum. Að því sögðu þarf að gera betur. Við þurfum að huga að þeim sem eru af erlendum uppruna og koma hingað til lands til að lifa og starfa. Við þurfum að veita þeim tækifæri til að verða hluti af samfélaginu okkar. Það er á ábyrgð einstaklinganna sjálfra að læra íslenskuna en einnig vinnustaða, að gera kröfu á og stuðla að menningu sem hvetur til og styður við íslenskunám og að íslenska sé töluð þar sem því er komið við. Við þurfum að huga vel að þeim einstaklingum sem hér eru fæddir og tala aðeins sitt móðurmál, íslensku. Þeir eru fjölmargir og það er vont að geta ekki bjargað sér á heimaslóðum. Það er ekki ásættanlegt. Við þurfum líka að huga að þeim sem koma hingað sem gestir og sýna þeim með stolti samfélagið okkar, kynna fyrir þeim tungumálið sem er okkur svo dýrmætt, siði og venjur. Til að við getum það þurfum við að huga að því að fólkið sem þjónustar gestina okkar tali einhverja íslensku. Að minnsta kosti bjóði góðan daginn áður en gripið er til enskunnar. Það er ekki í lagi að matseðlar á veitingastöðum séu aðeins á ensku, að merkingar og leiðbeiningar séu nær einungis á ensku. Það er ekki heldur í lagi að starfsfólk í þjónustustörfum, í verslun, á veitingastöðum, tali sömuleiðis enga eða mjög takmarkaða íslensku. Það er alls ekki í lagi og við getum gert svo miklu betur. Það eru forréttindi fyrir okkar litlu þjóð að eiga sitt eigið tungumál og við megum ekki kasta því fyrir róða. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að hvetja til þess að íslenskan sé fyrsta tungumál þar sem því verður komð við, í ræðu og riti. Ávinningurinn er margþættur og samfélagslega ómetanlegur. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins eru fjölmargir og flestir ef ekki allir styrkja íslenskunám. Í gegnum Starfsafl, einn af starfsmenntasjóðum atvinnulífsins, getur einstaklingur fengið fullan styrk vegna íslenskunáms á fyrsta mánuði í starfi. Að sama skapi geta fyrirtæki sótt um styrk vegna íslenskunáms starfsfólks þar sem styrkurinn er 90% af reikningi, og fjöldi fyrirtækja nýtir sér það. Það er því ekki skortur á fjármagni sem ætti að koma í veg fyrir eða hindra íslenskunám. Það er eitthvað allt annað sem stendur þar í vegi og við þurfum að ná tökum á því svo íslenskunám, innan og utan vinnustaða, hjá einstaklingum og fyrirtækjum, fái blómstrað, öllum til heilla. Við getum þetta og gott betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun