Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2024 07:33 Pútín virtist ekki hafa miklar áhyggjuar af því í gær að verða handtekinn. AP/Sputnik/Kristina Kormilitsyna Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. Mongólía á aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum, sem gaf út handtökuskipun á hendur Pútín í fyrra. Hann er sakaður um að hafa framið stríðsglæp þegar úkraínsk börn voru tekin og flutt til Rússlands. Pútín kom til Mongólíu seint í gær og fékk höfðinglegar móttökur. Þegar fregnir bárust af ferðinni ítrekaði dómstóllinn að yfirvöldum í Mongólíu bæri að handtaka forsetann en Rússar létu sér það í léttu rúmi liggja. „Við höfum engar áhyggjur, við eigum í góðu sambandi við vini okkar í Mongólíu,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, spurður um málið fyrir helgi. Mongólía liggur á milli Rússlands og Kína og hefur freistað þess að eiga góð samskipti bæði við nágranna sína og Vesturlönd. Það er hins vegar afar háð Rússlandi og fær meðal annars 95 prósent eldsneytis síns þaðan. Það hefur freistað þess að vera hlutlaust þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Munkhnaran Bayarlkhagva, alþjóðastjórnmálagreinandi og fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðs Mongólíu, segir þarlend yfirvöld líklega hafa metið það svo að afleiðingar heimsóknarinnar yrðu litlar, þar sem ríki hefðu áður látið fyrir farast að framfylgja handtökuskipunum Alþjóðlega sakamáladómstólsins. „[Stjórnvöld í Mongólíu] hafa valið að viðhalda fyrirsjáanlegum samskiptum við Rússland og fara í krísustjórnun eftir á. Þegar allt kemur til alls þá breytir þú því ekki hvernig landið liggur,“ segir Bayarlkhagva. Rússland Mongólía Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Mongólía á aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum, sem gaf út handtökuskipun á hendur Pútín í fyrra. Hann er sakaður um að hafa framið stríðsglæp þegar úkraínsk börn voru tekin og flutt til Rússlands. Pútín kom til Mongólíu seint í gær og fékk höfðinglegar móttökur. Þegar fregnir bárust af ferðinni ítrekaði dómstóllinn að yfirvöldum í Mongólíu bæri að handtaka forsetann en Rússar létu sér það í léttu rúmi liggja. „Við höfum engar áhyggjur, við eigum í góðu sambandi við vini okkar í Mongólíu,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, spurður um málið fyrir helgi. Mongólía liggur á milli Rússlands og Kína og hefur freistað þess að eiga góð samskipti bæði við nágranna sína og Vesturlönd. Það er hins vegar afar háð Rússlandi og fær meðal annars 95 prósent eldsneytis síns þaðan. Það hefur freistað þess að vera hlutlaust þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Munkhnaran Bayarlkhagva, alþjóðastjórnmálagreinandi og fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðs Mongólíu, segir þarlend yfirvöld líklega hafa metið það svo að afleiðingar heimsóknarinnar yrðu litlar, þar sem ríki hefðu áður látið fyrir farast að framfylgja handtökuskipunum Alþjóðlega sakamáladómstólsins. „[Stjórnvöld í Mongólíu] hafa valið að viðhalda fyrirsjáanlegum samskiptum við Rússland og fara í krísustjórnun eftir á. Þegar allt kemur til alls þá breytir þú því ekki hvernig landið liggur,“ segir Bayarlkhagva.
Rússland Mongólía Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira