Óþægilegir skór undantekningalaust slæm hugmynd Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. september 2024 11:31 Amna Hasecic er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend „Ég get mjög líklegast farið í allar sundlaugar landsins og aldrei í sama sundbolnum tvisvar,“ segir tískuáhugakonan Amna Hasecic. Amna er sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Öldu og hefur séð um kynningarmál og markaðssetningu hjá Heimsþingi kvenleiðtoga. Hún er sömuleiðis viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Amna er með einstakan stíl.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst skemmtilegast að sjá hvernig föt geta haft áhrif á lífsgleði og sjálfstraust. Bara við það að klæða sig upp í eitthvað sem þér finnst flott eða þú ert örugt í gefur fólki hugrekki og sjálfstraust til þess að takast á við lífið. Rétt flík í réttum aðstæðum gerir daginn einfaldlega betri. Það er líka svo gaman að sjá hvernig fólk tjáir sig á mismunandi hátt í gegnum tísku. Fjölbreytileg tíska er alltaf mest heillandi þar sem persónuleg tjáning og sköpunargleðin skín í gegn. Amna elskar fjölbreytileika tískunnar.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég held mjög mikið upp á Taylor Swift bolinn minn sem ég keypti í Stokkhólmi í maí á tónleikum hjá henni. Hann er eins og kjóll á mér en hann hefur tilfinningalega merkingu og mér finnst hann passa við allt. Taylor Swift bolurinn hefur tilfinningalega merkingu hjá Ömnu.Aðsend Eyðiru miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei svona dags daglega klæði ég mig oftast eftir skapi, stemningu og veðri. Fyrir sérstök tilefni þá pæli ég meira í því og jafnvel alveg mörgum vikum fyrir. Amna sækir mikið í liti og klæðir sig gjarnan eftir skapi og veðri.Aðsend Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég fer svolítið ótroðnar slóðir í fatavali. Ég fíla klassískar flíkur en ég er óhrædd við að setja saman flíkur, liti og mynstur sem kannski samkvæmt hefðbundnum standördum passa ekki saman en þegar ég set þær saman þá myndar þetta minn stíl. Vinkona mín segir að það sé mjög oft eins og að ég hafi valið buxurnar sér og toppinn sér en þegar ég er komin í það þá passar það einhvern veginn saman af því að það er bara minn stíll. Litir og oversized föt eru yfirleitt það sem einkennir mig en ég reyni að velja eftir því hvernig mér líður og hvernig orku ég vil taka með mér inn í daginn. Einn daginn elska ég að klæðast kjólum og meira í kvenlegum stíl en annan daginn vil ég bara vera í oversized blazerum og meira í masculine stíl, þannig að ég er svolítið mitt á milli í þessu feminine og masculine. Föt sem ég kaupi mest af eru sundbolir og náttföt en ég get mjög líklegast farið í allar sundlaugar landsins og aldrei í sama sundbolinn einu sinni. Svo finnst mér ekkert skemmtilegra en að vera í kósý í fallegum náttfötum. Amna elskar góða sundboli og falleg náttföt.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já og nei, ég legg miklu meira upp úr því í dag að kaupa vandaðar flíkur og velja vel. Notaðar flíkur eru í sérstöku uppáhaldi. Góð flík er eins og gull. Amna sækir mikið í góðar flíkur sem endast vel.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Ég nýt þess að klæða mig upp alveg jafn mikið og ég nýt þess að taka förðunina af mér, setja hárið upp og fara í kósý náttföt. Amna elskar jafn mikið að klæða sig upp og að fara svo heim í kósý.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Held það sé aðallega á TikTok í augnablikinu. Það er enginn sem þekkir mig jafn vel og TikTokalgorithminn minn. Svo fæ ég líka mikinn innblástur frá vinkonum mínum og bara öðrum gellum á Íslandi. Við eigum ekkert eðlilega mikið af kúl tískugellum til að líta upp til og fá innblástur frá. Amna sækir mikinn innblástur á TikTok og frá öðrum skvísum.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Það er alltaf slæm hugmynd að klæðast einhverju óþægilegu. Þá sérstaklega óþægilegum skóm! Og að vera berleggja að vetri til á Íslandi. Amna leggur upp úr því að klæðast ekki óþægilegum flíkum og skóm.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Eina sem mig dettur í hug núna er pilsadragtin og skyrtan sem mamma mín giftist í 1991. Ótrúlega gaman þegar ég mátaði hana á síðasta ári og áttaði mig á því að hún passaði á mig fullkomlega. Get ekki beðið eftir að fá tækifæri til þess að nota hana oftar. Svo er alltaf jafn skemmtilegt að klæðast íslenska þjóðbúningnum við hátíðleg tilefni. View this post on Instagram A post shared by AMNA (@amnahase) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Það eru bara engar reglur, klæddu þig eins og þú vilt, eftir hvaða stíl sem þú vilt. Þú þarft ekki einu sinni að vera með ákveðinn stíl enda er það innihaldið sem skiptir máli en ekki bara utanumhaldið ef ég má kvóta Höllu Tómasdóttur hér. Ekki kaupa outfit fyrir einn viðburð. Verslaðu gáfulega og ekki láta fyrir fram ákveðna staðla samfélagsins ráða því hvernig þú vilt vera eða hverju þú átt að klæðast. Amna er lítið fyrir boð og bönn tískunnar og hvetur fólk til að fylgja sínu.Aðsend Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Amna er með einstakan stíl.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst skemmtilegast að sjá hvernig föt geta haft áhrif á lífsgleði og sjálfstraust. Bara við það að klæða sig upp í eitthvað sem þér finnst flott eða þú ert örugt í gefur fólki hugrekki og sjálfstraust til þess að takast á við lífið. Rétt flík í réttum aðstæðum gerir daginn einfaldlega betri. Það er líka svo gaman að sjá hvernig fólk tjáir sig á mismunandi hátt í gegnum tísku. Fjölbreytileg tíska er alltaf mest heillandi þar sem persónuleg tjáning og sköpunargleðin skín í gegn. Amna elskar fjölbreytileika tískunnar.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég held mjög mikið upp á Taylor Swift bolinn minn sem ég keypti í Stokkhólmi í maí á tónleikum hjá henni. Hann er eins og kjóll á mér en hann hefur tilfinningalega merkingu og mér finnst hann passa við allt. Taylor Swift bolurinn hefur tilfinningalega merkingu hjá Ömnu.Aðsend Eyðiru miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei svona dags daglega klæði ég mig oftast eftir skapi, stemningu og veðri. Fyrir sérstök tilefni þá pæli ég meira í því og jafnvel alveg mörgum vikum fyrir. Amna sækir mikið í liti og klæðir sig gjarnan eftir skapi og veðri.Aðsend Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég fer svolítið ótroðnar slóðir í fatavali. Ég fíla klassískar flíkur en ég er óhrædd við að setja saman flíkur, liti og mynstur sem kannski samkvæmt hefðbundnum standördum passa ekki saman en þegar ég set þær saman þá myndar þetta minn stíl. Vinkona mín segir að það sé mjög oft eins og að ég hafi valið buxurnar sér og toppinn sér en þegar ég er komin í það þá passar það einhvern veginn saman af því að það er bara minn stíll. Litir og oversized föt eru yfirleitt það sem einkennir mig en ég reyni að velja eftir því hvernig mér líður og hvernig orku ég vil taka með mér inn í daginn. Einn daginn elska ég að klæðast kjólum og meira í kvenlegum stíl en annan daginn vil ég bara vera í oversized blazerum og meira í masculine stíl, þannig að ég er svolítið mitt á milli í þessu feminine og masculine. Föt sem ég kaupi mest af eru sundbolir og náttföt en ég get mjög líklegast farið í allar sundlaugar landsins og aldrei í sama sundbolinn einu sinni. Svo finnst mér ekkert skemmtilegra en að vera í kósý í fallegum náttfötum. Amna elskar góða sundboli og falleg náttföt.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já og nei, ég legg miklu meira upp úr því í dag að kaupa vandaðar flíkur og velja vel. Notaðar flíkur eru í sérstöku uppáhaldi. Góð flík er eins og gull. Amna sækir mikið í góðar flíkur sem endast vel.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Ég nýt þess að klæða mig upp alveg jafn mikið og ég nýt þess að taka förðunina af mér, setja hárið upp og fara í kósý náttföt. Amna elskar jafn mikið að klæða sig upp og að fara svo heim í kósý.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Held það sé aðallega á TikTok í augnablikinu. Það er enginn sem þekkir mig jafn vel og TikTokalgorithminn minn. Svo fæ ég líka mikinn innblástur frá vinkonum mínum og bara öðrum gellum á Íslandi. Við eigum ekkert eðlilega mikið af kúl tískugellum til að líta upp til og fá innblástur frá. Amna sækir mikinn innblástur á TikTok og frá öðrum skvísum.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Það er alltaf slæm hugmynd að klæðast einhverju óþægilegu. Þá sérstaklega óþægilegum skóm! Og að vera berleggja að vetri til á Íslandi. Amna leggur upp úr því að klæðast ekki óþægilegum flíkum og skóm.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Eina sem mig dettur í hug núna er pilsadragtin og skyrtan sem mamma mín giftist í 1991. Ótrúlega gaman þegar ég mátaði hana á síðasta ári og áttaði mig á því að hún passaði á mig fullkomlega. Get ekki beðið eftir að fá tækifæri til þess að nota hana oftar. Svo er alltaf jafn skemmtilegt að klæðast íslenska þjóðbúningnum við hátíðleg tilefni. View this post on Instagram A post shared by AMNA (@amnahase) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Það eru bara engar reglur, klæddu þig eins og þú vilt, eftir hvaða stíl sem þú vilt. Þú þarft ekki einu sinni að vera með ákveðinn stíl enda er það innihaldið sem skiptir máli en ekki bara utanumhaldið ef ég má kvóta Höllu Tómasdóttur hér. Ekki kaupa outfit fyrir einn viðburð. Verslaðu gáfulega og ekki láta fyrir fram ákveðna staðla samfélagsins ráða því hvernig þú vilt vera eða hverju þú átt að klæðast. Amna er lítið fyrir boð og bönn tískunnar og hvetur fólk til að fylgja sínu.Aðsend
Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira