Geimfarið snýr aftur til jarðar en geimfararnir verða eftir Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2024 11:13 Starliner, geimfarið á að losa sig frá geimstöðinni á föstudaginn og lenda í sjónum undan strönum Mexíkó á laugardaginn. AP/NASA Starliner geimfari Boeing verður flogið aftur til jarðar á föstudaginn en geimfararnir sem fóru með því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í júní verða eftir. Upprunalega átti geimferð þeirra Butch Wilmore og Suni Williams eingöngu að taka átta daga en vonast er til að þau geti snúið aftur til jarðar í febrúar. Þá stendur til að notast við Dragon geimfar frá SpaceX til að flytja Wilmore og Williams, auk tveggja annarra geimfara til jarðar. Wilmore heyrði um helgina „undarlegt“ hljóð um borð í geimfarinu. Ekki þykir öruggt að senda geimfarana tvo til jarðar um borð í Starliner en þróun geimfarsins hefur einkennst af vandræðum og töfum. Leki kom á geimfarið þegar það var sent til geimstöðvarinnar í júní en það var í fyrsta sinn sem Starliner var notað til að flytja menn. Helíumleki kom á geimfarið og þar að auki hafa einnig verið vandamál með hreyfla þess. Því var tekin sú ákvörðun að Wilmore og Williams myndu ekki vera um borð í Starliner þegar geimfarið yrði sent aftur til jarðar. Sjá einnig: Átta daga geimferð gæti orðið að átta mánuðum Sagt var frá því á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) um helgina að Starliner myndi aftengjast geimstöðinni föstudaginn 6. september. Geimfarið á svo að lenda í sjónum undan ströndum Mexíkó á laugardaginn. Heyrði „undarlegt“ hljóð Wilmore hafði samband við stjórnstöð NASA á laugardaginn og spurði þá út í skringilegt hljóð sem hann heyrði úr hátalara um borð í Starliner. Hann hafði aldrei heyrt það áður og sagði það „undarlegt“. Þá vissi hann ekki hvað olli hljóðinu en setti hljóðnema sinn upp að hátalaranum svo starfsmenn stjórnstöðvarinnar gætu heyrt það. Áhugasamir geta hlustað á hljóðið í spilaranum hér að neðan eða fundið upptöku af samskiptum Wilmore við stjórnstöðina hér, þar sem henni var fyrst deilt á netinu. Í frétt Ars Techinca segir að ekki liggi fyrir hvað hafi valdið þessu hljóði og ólíklegt sé að um alvarlegt vandamál sé að ræða. Hins vegar sé hljóðið markvert vegna vandræða Boeing og NASA með Starliner í gegnum árin. Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en geimskotinu var ítrekað frestað. Af því varð svo í desember 2019 en það misheppnaðist þar sem innri klukka geimfarsins var ekki samstillt innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notað var til að skjóta geimfarinu út í geim. Það komst því aldrei á sporbraut. Annað geimskotið misheppnaðist einnig vegna nokkurra ventla sem festust en það þriðja heppnaðist þó og náði geimfarið til geimstöðvarinnar. Fjórða geimskotið var svo í júní, þegar þau Wilmore og Williams voru um borð. Bandaríkin Boeing Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin SpaceX Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira
Þá stendur til að notast við Dragon geimfar frá SpaceX til að flytja Wilmore og Williams, auk tveggja annarra geimfara til jarðar. Wilmore heyrði um helgina „undarlegt“ hljóð um borð í geimfarinu. Ekki þykir öruggt að senda geimfarana tvo til jarðar um borð í Starliner en þróun geimfarsins hefur einkennst af vandræðum og töfum. Leki kom á geimfarið þegar það var sent til geimstöðvarinnar í júní en það var í fyrsta sinn sem Starliner var notað til að flytja menn. Helíumleki kom á geimfarið og þar að auki hafa einnig verið vandamál með hreyfla þess. Því var tekin sú ákvörðun að Wilmore og Williams myndu ekki vera um borð í Starliner þegar geimfarið yrði sent aftur til jarðar. Sjá einnig: Átta daga geimferð gæti orðið að átta mánuðum Sagt var frá því á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) um helgina að Starliner myndi aftengjast geimstöðinni föstudaginn 6. september. Geimfarið á svo að lenda í sjónum undan ströndum Mexíkó á laugardaginn. Heyrði „undarlegt“ hljóð Wilmore hafði samband við stjórnstöð NASA á laugardaginn og spurði þá út í skringilegt hljóð sem hann heyrði úr hátalara um borð í Starliner. Hann hafði aldrei heyrt það áður og sagði það „undarlegt“. Þá vissi hann ekki hvað olli hljóðinu en setti hljóðnema sinn upp að hátalaranum svo starfsmenn stjórnstöðvarinnar gætu heyrt það. Áhugasamir geta hlustað á hljóðið í spilaranum hér að neðan eða fundið upptöku af samskiptum Wilmore við stjórnstöðina hér, þar sem henni var fyrst deilt á netinu. Í frétt Ars Techinca segir að ekki liggi fyrir hvað hafi valdið þessu hljóði og ólíklegt sé að um alvarlegt vandamál sé að ræða. Hins vegar sé hljóðið markvert vegna vandræða Boeing og NASA með Starliner í gegnum árin. Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en geimskotinu var ítrekað frestað. Af því varð svo í desember 2019 en það misheppnaðist þar sem innri klukka geimfarsins var ekki samstillt innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notað var til að skjóta geimfarinu út í geim. Það komst því aldrei á sporbraut. Annað geimskotið misheppnaðist einnig vegna nokkurra ventla sem festust en það þriðja heppnaðist þó og náði geimfarið til geimstöðvarinnar. Fjórða geimskotið var svo í júní, þegar þau Wilmore og Williams voru um borð.
Bandaríkin Boeing Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin SpaceX Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Sjá meira