Víkingar sluppu við stórliðin en mæta Gumma Tóta Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2024 12:02 Víkingar eiga fyrir höndum sex leiki í Sambandsdeildinni og spila fram til jóla. vísir/Diego Víkingar fengu í dag að vita hvaða sex liðum þeir mæta í nýrri Sambandsdeild Evrópu. Dregið var í beinni útsendingu á Vísi. Nýtt fyrirkomulag er í Sambandsdeildinni í ár og munu 36 lið spila saman í einni deild. Þeim var skipt í sex styrkleikaflokka og mætir Víkingur einu liði úr hverjum flokki, ýmist á heima- eða útivelli. Víkingar fengu ekkert af stærstu liðunum, líkt og Chelsea eða Fiorentina, en munu ferðast til Austurríkis, Kýpur og Armeníu. Andstæðingar Víkinga eru: LASK frá Austurríki (ú), Djurgården frá Svíþjóð (h), Omonoia frá Kýpur (ú), Cercle Brugge frá Belgíu (h), Borac frá Bosníu (h) og Noah frá Armeníu (ú). Það ræðst á morgun nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður, en leikið verður fram til jóla. Þess má til gamans geta að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, og Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála félagsins, urðu Svíþjóðarmeistarar á sínum tíma með Djurgården. Þá lék Kári með kýpverska liðinu Omonoia. Armenska liðið Noah er svo með Selfyssinginn Guðmund Þórarinsson, eða Gumma Tóta, í sínum herbúðum. Albert, Sverrir og fleiri með í keppninni Af leikjum annarra liða má nefna Chelsea, FC Kaupmannahöfn sem enn er með Rúnar Alex Rúnarsson og Orra Óskarsson innanborðs, og Fiorentina, nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, en þessi þrjú lið voru í efsta styrkleikaflokki. Þá er Íslendingaliðið Panathinaikos, með Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs, einnig með í keppninni. Chelsea: Gent (h), Heidenheim (ú), Astana (ú), Shamrock Rovers (h), Panathinaikos (ú), Noah (h). FC Kaupmannahöfn: Real Betis (ú), Basaksehir (h), Rapid (ú), Hearts (h), Jagiellonia (h), Dinamo Minsk (ú). Fiorentina: LASK (h), APOEL (ú), Vitoria (ú), The New Saints (h), St. Gallen (ú), Pafos (h). Panathinaikos: Chelsea (h), Djurgården (ú), HJK Helsinki (h), The New Saints (ú), Borac (ú), Dinamo Minsk (h). FC Noah: Chelsea (ú), APOEL (h), SK Rapid (ú), Mladá Boleslav (h), TSC (ú), Víkingur (h). Leikjadagskrá hvers einasta liðs má finna með því að smella hér. Styrkleikaflokkarnir: Flokkur 1 1. Chelsea FC (ENG)2. F.C. Copenhagen (DEN)3. KAA Gent (BEL)4. ACF Fiorentina (ITA)5. LASK (AUT)6. Real Betis Balompié (ESP) Flokkur 2 7. İstanbul Başakşehir FK (TUR)8. Molde FK (NOR)9. Legia Warszawa (POL)10. 1. FC Heidenheim 1846 (GER)11. Djurgården (SWE)12. APOEL FC (CYP) Flokkur 3 13. SK Rapid (AUT)14. Omonoia FC (CYP)15. HJK Helsinki (FIN)16. Vitória SC (POR)17. FC Astana (KAZ)18. NK Olimpija Ljubljana (SVN) Flokkur 4 19. Cercle Brugge KSV (BEL)20. Shamrock Rovers FC (IRL)21. The New Saints FC (WAL)22. FC Lugano (SUI)23. Heart of Midlothian FC (SCO)24. FK Mladá Boleslav (CZE) Flokkur 5 25. FC Petrocub (MDA)26. FC St. Gallen 1879 (SUI)27. Panathinaikos FC (GRE)28. FK TSC (SRB)29. FK Borac (BIH)30. Jagiellonia Białystok (POL) Flokkur 6 31. NK Celje (SVN)32. Larne FC (NIR)33. FC Dinamo-Minsk (BLR)34. Pafos FC (CYP)35. Víkingur Reykjavík (ISL)36. FC Noah (ARM) Leikdagarnir í Sambandsdeildinni eru þessir: 3. október, 24. október, 7. nóvember, 28. nóvember, 12. desember og 19. desember. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Sjá meira
Nýtt fyrirkomulag er í Sambandsdeildinni í ár og munu 36 lið spila saman í einni deild. Þeim var skipt í sex styrkleikaflokka og mætir Víkingur einu liði úr hverjum flokki, ýmist á heima- eða útivelli. Víkingar fengu ekkert af stærstu liðunum, líkt og Chelsea eða Fiorentina, en munu ferðast til Austurríkis, Kýpur og Armeníu. Andstæðingar Víkinga eru: LASK frá Austurríki (ú), Djurgården frá Svíþjóð (h), Omonoia frá Kýpur (ú), Cercle Brugge frá Belgíu (h), Borac frá Bosníu (h) og Noah frá Armeníu (ú). Það ræðst á morgun nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður, en leikið verður fram til jóla. Þess má til gamans geta að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, og Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála félagsins, urðu Svíþjóðarmeistarar á sínum tíma með Djurgården. Þá lék Kári með kýpverska liðinu Omonoia. Armenska liðið Noah er svo með Selfyssinginn Guðmund Þórarinsson, eða Gumma Tóta, í sínum herbúðum. Albert, Sverrir og fleiri með í keppninni Af leikjum annarra liða má nefna Chelsea, FC Kaupmannahöfn sem enn er með Rúnar Alex Rúnarsson og Orra Óskarsson innanborðs, og Fiorentina, nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, en þessi þrjú lið voru í efsta styrkleikaflokki. Þá er Íslendingaliðið Panathinaikos, með Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs, einnig með í keppninni. Chelsea: Gent (h), Heidenheim (ú), Astana (ú), Shamrock Rovers (h), Panathinaikos (ú), Noah (h). FC Kaupmannahöfn: Real Betis (ú), Basaksehir (h), Rapid (ú), Hearts (h), Jagiellonia (h), Dinamo Minsk (ú). Fiorentina: LASK (h), APOEL (ú), Vitoria (ú), The New Saints (h), St. Gallen (ú), Pafos (h). Panathinaikos: Chelsea (h), Djurgården (ú), HJK Helsinki (h), The New Saints (ú), Borac (ú), Dinamo Minsk (h). FC Noah: Chelsea (ú), APOEL (h), SK Rapid (ú), Mladá Boleslav (h), TSC (ú), Víkingur (h). Leikjadagskrá hvers einasta liðs má finna með því að smella hér. Styrkleikaflokkarnir: Flokkur 1 1. Chelsea FC (ENG)2. F.C. Copenhagen (DEN)3. KAA Gent (BEL)4. ACF Fiorentina (ITA)5. LASK (AUT)6. Real Betis Balompié (ESP) Flokkur 2 7. İstanbul Başakşehir FK (TUR)8. Molde FK (NOR)9. Legia Warszawa (POL)10. 1. FC Heidenheim 1846 (GER)11. Djurgården (SWE)12. APOEL FC (CYP) Flokkur 3 13. SK Rapid (AUT)14. Omonoia FC (CYP)15. HJK Helsinki (FIN)16. Vitória SC (POR)17. FC Astana (KAZ)18. NK Olimpija Ljubljana (SVN) Flokkur 4 19. Cercle Brugge KSV (BEL)20. Shamrock Rovers FC (IRL)21. The New Saints FC (WAL)22. FC Lugano (SUI)23. Heart of Midlothian FC (SCO)24. FK Mladá Boleslav (CZE) Flokkur 5 25. FC Petrocub (MDA)26. FC St. Gallen 1879 (SUI)27. Panathinaikos FC (GRE)28. FK TSC (SRB)29. FK Borac (BIH)30. Jagiellonia Białystok (POL) Flokkur 6 31. NK Celje (SVN)32. Larne FC (NIR)33. FC Dinamo-Minsk (BLR)34. Pafos FC (CYP)35. Víkingur Reykjavík (ISL)36. FC Noah (ARM) Leikdagarnir í Sambandsdeildinni eru þessir: 3. október, 24. október, 7. nóvember, 28. nóvember, 12. desember og 19. desember.
Styrkleikaflokkarnir: Flokkur 1 1. Chelsea FC (ENG)2. F.C. Copenhagen (DEN)3. KAA Gent (BEL)4. ACF Fiorentina (ITA)5. LASK (AUT)6. Real Betis Balompié (ESP) Flokkur 2 7. İstanbul Başakşehir FK (TUR)8. Molde FK (NOR)9. Legia Warszawa (POL)10. 1. FC Heidenheim 1846 (GER)11. Djurgården (SWE)12. APOEL FC (CYP) Flokkur 3 13. SK Rapid (AUT)14. Omonoia FC (CYP)15. HJK Helsinki (FIN)16. Vitória SC (POR)17. FC Astana (KAZ)18. NK Olimpija Ljubljana (SVN) Flokkur 4 19. Cercle Brugge KSV (BEL)20. Shamrock Rovers FC (IRL)21. The New Saints FC (WAL)22. FC Lugano (SUI)23. Heart of Midlothian FC (SCO)24. FK Mladá Boleslav (CZE) Flokkur 5 25. FC Petrocub (MDA)26. FC St. Gallen 1879 (SUI)27. Panathinaikos FC (GRE)28. FK TSC (SRB)29. FK Borac (BIH)30. Jagiellonia Białystok (POL) Flokkur 6 31. NK Celje (SVN)32. Larne FC (NIR)33. FC Dinamo-Minsk (BLR)34. Pafos FC (CYP)35. Víkingur Reykjavík (ISL)36. FC Noah (ARM)
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Sjá meira