Þjálfun varnarviðbragða er dauðans alvara Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 30. ágúst 2024 10:00 Í breyttri heimsmynd verða skilin milli friðar og ófriðar, hefðbundinna hernaðarátaka, fjölþáttahernaðar og upplýsingastríðs, sífellt óljósari. Rússar ala á tortryggni og sundrung í lýðræðisríkjum. Þeir standa ekki aðeins fyrir svívirðilegri innrás í Úkraínu heldur ógna þeir öðrum ríkjum með tölvuárásum á mikilvæga innviði í Evrópu, siga hópum flóttamanna yfir landamæri ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafa ráðið stjórnarandstæðinga af dögum á erlendri grund og valdið upplýsingaóreiðu með dreifingu falsfrétta. Við Íslendingar þurfum að bregðast við þessum breytta veruleika með því að efla vitund okkar um mikilvægi öryggis- og varnarmála, og standa sómasamlega undir þeim verkefnum sem okkur eru falin í sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins. Í þessari viku hófst varnaræfingin Norður-Víkingur þar sem um tólf hundruð manns, þar af tvö hundruð Íslendingar, æfa varnir Íslands á landi, hafi og í lofti. Æfingin er tvíhliða varnaræfing Bandaríkjanna og Íslands og hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982 á grundvelli varnarsamnings ríkjanna. Hún er mikilvægur liður í varnarsamvinnu ríkjanna og með henni sýna bandamenn okkar í verki bæði vilja og getu til að bregðast við ef spennu- eða hættuástand myndast við Ísland. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiðanna umhverfis Ísland, fjarskiptakapla og lykilinnviða á landi, svo sem flugvalla, orkuinnviða, hafna og ratsjárstöðva. Af æfingum á landi má nefna sprengjuleit, samhæfingu land- og flughers, viðgerð mikilvægra varnarinnviða og eftirlitsaðgerðir. Á landinu er einnig pólsk hersveit sem hefur meðferðis eldflaugakerfi sem meðal annars geta grandað óvinaskipum á hafi úti. Sveitin er hér til að æfa skilvirkan flutning, uppsetningu og notkun kerfisins með óvirkum skotfærum. Reglubundnar varnaræfingar eru mikilvægar í sjálfum sér en framferði Rússa undanfarin ár hefur minnt okkur óþyrmilega á þörfina fyrir öflugar varnir og fælingu. Samhæfing og þjálfun varnarviðbragða, líkt og sú sem nú á sér stað hér á landi, er því dauðans alvara. Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku minnir okkur einnig á náttúruöflin sem geta valdið tjóni og áföllum. Þegar slíkir viðburðir mæta okkur hefur oft reynst okkur gott að eiga góða vini og bandamenn. Á Norður-Víkingi æfa innlendir viðbragðsaðilar samvinnu við erlendan liðsafla til að tryggja að björgunarstarf við slíkar aðstæður gangi sem best, nú í skugga raunverulegs eldgoss. Fyrir okkur Íslendinga undirstrikar varnaræfing sem þessi að við erum hluti af bandalagi ríkja sem virða landamæri, fordæma landvinningastríð og sameinast hafa um lýðræðisleg gildi. Varnaræfingin Norður-Víkingur styrkir fælingarmátt, treystir varnir og eflir getu til að verjast árásum og um leið friðinn sem er því miður ekki sjálfgefinn. Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í breyttri heimsmynd verða skilin milli friðar og ófriðar, hefðbundinna hernaðarátaka, fjölþáttahernaðar og upplýsingastríðs, sífellt óljósari. Rússar ala á tortryggni og sundrung í lýðræðisríkjum. Þeir standa ekki aðeins fyrir svívirðilegri innrás í Úkraínu heldur ógna þeir öðrum ríkjum með tölvuárásum á mikilvæga innviði í Evrópu, siga hópum flóttamanna yfir landamæri ríkja Atlantshafsbandalagsins, hafa ráðið stjórnarandstæðinga af dögum á erlendri grund og valdið upplýsingaóreiðu með dreifingu falsfrétta. Við Íslendingar þurfum að bregðast við þessum breytta veruleika með því að efla vitund okkar um mikilvægi öryggis- og varnarmála, og standa sómasamlega undir þeim verkefnum sem okkur eru falin í sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins. Í þessari viku hófst varnaræfingin Norður-Víkingur þar sem um tólf hundruð manns, þar af tvö hundruð Íslendingar, æfa varnir Íslands á landi, hafi og í lofti. Æfingin er tvíhliða varnaræfing Bandaríkjanna og Íslands og hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982 á grundvelli varnarsamnings ríkjanna. Hún er mikilvægur liður í varnarsamvinnu ríkjanna og með henni sýna bandamenn okkar í verki bæði vilja og getu til að bregðast við ef spennu- eða hættuástand myndast við Ísland. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiðanna umhverfis Ísland, fjarskiptakapla og lykilinnviða á landi, svo sem flugvalla, orkuinnviða, hafna og ratsjárstöðva. Af æfingum á landi má nefna sprengjuleit, samhæfingu land- og flughers, viðgerð mikilvægra varnarinnviða og eftirlitsaðgerðir. Á landinu er einnig pólsk hersveit sem hefur meðferðis eldflaugakerfi sem meðal annars geta grandað óvinaskipum á hafi úti. Sveitin er hér til að æfa skilvirkan flutning, uppsetningu og notkun kerfisins með óvirkum skotfærum. Reglubundnar varnaræfingar eru mikilvægar í sjálfum sér en framferði Rússa undanfarin ár hefur minnt okkur óþyrmilega á þörfina fyrir öflugar varnir og fælingu. Samhæfing og þjálfun varnarviðbragða, líkt og sú sem nú á sér stað hér á landi, er því dauðans alvara. Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku minnir okkur einnig á náttúruöflin sem geta valdið tjóni og áföllum. Þegar slíkir viðburðir mæta okkur hefur oft reynst okkur gott að eiga góða vini og bandamenn. Á Norður-Víkingi æfa innlendir viðbragðsaðilar samvinnu við erlendan liðsafla til að tryggja að björgunarstarf við slíkar aðstæður gangi sem best, nú í skugga raunverulegs eldgoss. Fyrir okkur Íslendinga undirstrikar varnaræfing sem þessi að við erum hluti af bandalagi ríkja sem virða landamæri, fordæma landvinningastríð og sameinast hafa um lýðræðisleg gildi. Varnaræfingin Norður-Víkingur styrkir fælingarmátt, treystir varnir og eflir getu til að verjast árásum og um leið friðinn sem er því miður ekki sjálfgefinn. Höfundur er utanríkisráðherra.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun