Helmingslíkur á því að Víkingur mæti Íslendingaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 08:01 Víkingur vann samanlagðan 5-0 sigur í einvíginu gegn UE Santa Coloma Vísir/Pawel Víkingar verða í pottinum þegar dregið verður í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í dag. Annað árið í röð er íslenskt lið með í aðalkeppninni. Það hafði aldrei gerst áður. Nú er breytt fyrirkomulag á Evrópukeppnunum og í stað þess að það séu fjögur félög í riðli þá eru öll liðin saman í einni deild. Liðin spila sex leiki hvert í Sambandsdeildinni, þrjá heima og þrjá úti. Leikirnir eru á móti sex mismunandi félögum. Víkingar fá þannig einn mótherja úr hverjum styrkleikaflokki en þeir eru sjálfir í sjötta og síðasta styrkleikaflokknum. Víkingur mætir alltaf einu liði úr sjötta styrkleikaflokknum sem eykur möguleika liðsins að ná góðum úrslitum en Blikar töpuðu öllum leikjum sínum í Sambandsdeildinni í fyrra. Það þýðir jafnframt að einn mótherji Víkingsliðsins mun koma úr fyrsta styrkleikaflokknum en hann skipa Chelsea, FC Kaupmannahöfn, Gent, Fiorentina, LASK og Real Betis. Þrjú af þessum liðum eru Íslendingalið og því helmingslíkur á því að Víkingur mæti Íslendingaliði í Sambandsdeildinni í vetur. Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson spila með danska félaginu FC Kaupmannahöfn, Andri Lucas Guðjohnsen spilar með belgíska félaginu Gent og Albert Guðmundsson er kominn til ítalska félagsins Fiorentina. Það eru fleiri Íslendingalið í pottinum því gríska félagið Panathinaikos er í fimmta flokki og með því spila Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon. Víkingar gætu líka mætt Íslendingaliði úr sjötta styrkleikaflokknum en í honum er armenska félagið FC Noah. Með því spilar Guðmundur Þórarinsson. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokkana sex. Víkingar fá einn mótherja úr hverjum þeirra. Drátturinn hefst klukkan 12.30 í dag að íslenskum tíma og verður hann í beinni á Vísi. Styrkleikaflokkarnir fyrir Sambandsdeildardráttinn: Fyrsti flokkur: Chelsea (England), FC Kaupmannahöfn (Danmörk), Gent (Belgía), Fiorentina (Ítalía), Lask (Austurríki), Betis (Spánn). Annar flokkur: Basaksehir (Tyrkland), Legia Varsjá (Pólland), Molde (Noregi), Heidenheim (Þýskaland), Djurgården (Svíþjóð), Apoel (Kýpur). Þriðji flokkur: Rapid Vín (Austurríki), Omonia (Kýpur), HJK (Finnland), Vitoria de Guimarães (Portúgal), Astana (Kasakhstan), Olimpija Ljubljana (Slóvenía). Fjórði flokkur: Cercle Brugge (Belgía), Shamrock Rovers (Írland), The New Saints (Wales), Hearts (Skotland), Lugano (Sviss), Mlada Boleslav (Tékkland). Fimmti flokkur: Petrocub (Moldóva), St. Gallen (Sviss), Panathinaikos (Grikkland), Backa Topola (Serbía), Borac Banja Luka (Bosnía), Jagiellonia (Pólland). Sjötti flokkur: Celje (Slóvenía), Larne (Norður-Írland), Dinamo Minsk (Hvíta Rússland), Pafos (Kýpur), Vikingur (Ísland), Noah (Armenía). Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Nú er breytt fyrirkomulag á Evrópukeppnunum og í stað þess að það séu fjögur félög í riðli þá eru öll liðin saman í einni deild. Liðin spila sex leiki hvert í Sambandsdeildinni, þrjá heima og þrjá úti. Leikirnir eru á móti sex mismunandi félögum. Víkingar fá þannig einn mótherja úr hverjum styrkleikaflokki en þeir eru sjálfir í sjötta og síðasta styrkleikaflokknum. Víkingur mætir alltaf einu liði úr sjötta styrkleikaflokknum sem eykur möguleika liðsins að ná góðum úrslitum en Blikar töpuðu öllum leikjum sínum í Sambandsdeildinni í fyrra. Það þýðir jafnframt að einn mótherji Víkingsliðsins mun koma úr fyrsta styrkleikaflokknum en hann skipa Chelsea, FC Kaupmannahöfn, Gent, Fiorentina, LASK og Real Betis. Þrjú af þessum liðum eru Íslendingalið og því helmingslíkur á því að Víkingur mæti Íslendingaliði í Sambandsdeildinni í vetur. Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson spila með danska félaginu FC Kaupmannahöfn, Andri Lucas Guðjohnsen spilar með belgíska félaginu Gent og Albert Guðmundsson er kominn til ítalska félagsins Fiorentina. Það eru fleiri Íslendingalið í pottinum því gríska félagið Panathinaikos er í fimmta flokki og með því spila Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon. Víkingar gætu líka mætt Íslendingaliði úr sjötta styrkleikaflokknum en í honum er armenska félagið FC Noah. Með því spilar Guðmundur Þórarinsson. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokkana sex. Víkingar fá einn mótherja úr hverjum þeirra. Drátturinn hefst klukkan 12.30 í dag að íslenskum tíma og verður hann í beinni á Vísi. Styrkleikaflokkarnir fyrir Sambandsdeildardráttinn: Fyrsti flokkur: Chelsea (England), FC Kaupmannahöfn (Danmörk), Gent (Belgía), Fiorentina (Ítalía), Lask (Austurríki), Betis (Spánn). Annar flokkur: Basaksehir (Tyrkland), Legia Varsjá (Pólland), Molde (Noregi), Heidenheim (Þýskaland), Djurgården (Svíþjóð), Apoel (Kýpur). Þriðji flokkur: Rapid Vín (Austurríki), Omonia (Kýpur), HJK (Finnland), Vitoria de Guimarães (Portúgal), Astana (Kasakhstan), Olimpija Ljubljana (Slóvenía). Fjórði flokkur: Cercle Brugge (Belgía), Shamrock Rovers (Írland), The New Saints (Wales), Hearts (Skotland), Lugano (Sviss), Mlada Boleslav (Tékkland). Fimmti flokkur: Petrocub (Moldóva), St. Gallen (Sviss), Panathinaikos (Grikkland), Backa Topola (Serbía), Borac Banja Luka (Bosnía), Jagiellonia (Pólland). Sjötti flokkur: Celje (Slóvenía), Larne (Norður-Írland), Dinamo Minsk (Hvíta Rússland), Pafos (Kýpur), Vikingur (Ísland), Noah (Armenía).
Styrkleikaflokkarnir fyrir Sambandsdeildardráttinn: Fyrsti flokkur: Chelsea (England), FC Kaupmannahöfn (Danmörk), Gent (Belgía), Fiorentina (Ítalía), Lask (Austurríki), Betis (Spánn). Annar flokkur: Basaksehir (Tyrkland), Legia Varsjá (Pólland), Molde (Noregi), Heidenheim (Þýskaland), Djurgården (Svíþjóð), Apoel (Kýpur). Þriðji flokkur: Rapid Vín (Austurríki), Omonia (Kýpur), HJK (Finnland), Vitoria de Guimarães (Portúgal), Astana (Kasakhstan), Olimpija Ljubljana (Slóvenía). Fjórði flokkur: Cercle Brugge (Belgía), Shamrock Rovers (Írland), The New Saints (Wales), Hearts (Skotland), Lugano (Sviss), Mlada Boleslav (Tékkland). Fimmti flokkur: Petrocub (Moldóva), St. Gallen (Sviss), Panathinaikos (Grikkland), Backa Topola (Serbía), Borac Banja Luka (Bosnía), Jagiellonia (Pólland). Sjötti flokkur: Celje (Slóvenía), Larne (Norður-Írland), Dinamo Minsk (Hvíta Rússland), Pafos (Kýpur), Vikingur (Ísland), Noah (Armenía).
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira