Staða barnafólks á Íslandi Steindór Örn Gunnarsson, Agla Arnars Katrínardóttir, Agnes Lóa Gunnarsdóttir, Árni Dagur Andrésson, Hildur Agla Ottadóttir, Kári Freyr Kane og Oddur Sigþór Hilmarsson skrifa 29. ágúst 2024 18:32 Íslenskar konur hafa aldrei eignast jafn fá börn og nú og Ísland stendur verr að vígi þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs heldur en nær öll önnur Evrópuríki samkvæmt lífsgæðasamanburði OECD. Þetta er afleiðingin af áralöngu sinnuleysi stjórnvalda og löggjafans gagnvart barnafólki sem birtist meðal annars í veiku fæðingarorlofskerfi og þeirri staðreynd að lög um tekjustofna sveitarfélaga gera ekki ráð fyrir að reknir séu leikskólar á Íslandi. Á meðal streituvalda í lífi barnafólks á Íslandi eru of lágar fæðingarorlofsgreiðslur, of stutt fæðingarorlof og of löng bið eftir leikskólaplássi. Lágmarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði til foreldra sem vinna 100% starf eru 222.500 krónur á mánuði og fæðingarstyrkir til foreldra sem stunda 100% nám eru 222.494 krónur á mánuði. Þessar greiðslur duga ekki fyrir framfærslu og hvetja til þess að konur gangi fram af sér í vinnu á meðgöngu, en einnig eru konur þvingaðar til þess að ganga á veikindarétt sinn á meðan meðgöngu stendur. Fæðingarorlof er aðeins 12 mánuðir, sem foreldrar skipta á milli sín, og eftir það taka við 6-12 mánuðir þar sem foreldrar þurfa sjálfir að brúa bilið áður en barnið fær pláss á leikskóla, sem er almennt við 18-24 mánaða aldur. Á þessu tímabili þurfa foreldrar annað hvort að vera utan vinnumarkaðar til að sinna barninu með tilheyrandi tekjumissi eða borga fúlgur fjár fyrir pláss hjá dagforeldri. Við þær aðstæður sem íslensk stjórnvöld bjóða barnafólki upp á getur reynst foreldrum erfitt að forgangsraða heilsu fjölskyldu sinnar og tengslamyndun með barninu sínu á meðgöngu og fyrstu ár barnsins. Velferðarríki verður að gera betur. Fjárfesting í fjölskyldum er fjárfesting í heilbrigði samfélagsins til langs tíma. Hallveig - ungt jafnaðarfólk í Reykjavík kallar eftir því að ríki og sveitarfélög ráðist strax í markvissar aðgerðir til að skapa fjölskylduvænna samfélag og bæta aðstæður barnafólks á Íslandi. Fyrsta skrefið er að Alþingi sameinist um þær breytingar á fæðingarorlofskerfinu sem þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ítrekað flutt frumvarp um: að lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækki svo viðmiðunartekjur þeirra tekjulægstu verði ekki skertar, að lögfest verði launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingu barns og að ungbarnafjölskyldum verði tryggður aukinn sveigjanleiki með rétti til vinnutímastyttingar. Þá er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög sameinist um aðgerðir vegna kerfisbundins vanda við fjármögnun, mönnun og rekstur leikskóla, styttri leiðir að fagmenntun fyrir starfsfólk leikskóla verði efldar og rétturinn til leikskóladvalar við ákveðinn aldur festur í lög. Höfundar eru í stjórn Hallveigar- ungs jafnaðarfólks á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskar konur hafa aldrei eignast jafn fá börn og nú og Ísland stendur verr að vígi þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs heldur en nær öll önnur Evrópuríki samkvæmt lífsgæðasamanburði OECD. Þetta er afleiðingin af áralöngu sinnuleysi stjórnvalda og löggjafans gagnvart barnafólki sem birtist meðal annars í veiku fæðingarorlofskerfi og þeirri staðreynd að lög um tekjustofna sveitarfélaga gera ekki ráð fyrir að reknir séu leikskólar á Íslandi. Á meðal streituvalda í lífi barnafólks á Íslandi eru of lágar fæðingarorlofsgreiðslur, of stutt fæðingarorlof og of löng bið eftir leikskólaplássi. Lágmarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði til foreldra sem vinna 100% starf eru 222.500 krónur á mánuði og fæðingarstyrkir til foreldra sem stunda 100% nám eru 222.494 krónur á mánuði. Þessar greiðslur duga ekki fyrir framfærslu og hvetja til þess að konur gangi fram af sér í vinnu á meðgöngu, en einnig eru konur þvingaðar til þess að ganga á veikindarétt sinn á meðan meðgöngu stendur. Fæðingarorlof er aðeins 12 mánuðir, sem foreldrar skipta á milli sín, og eftir það taka við 6-12 mánuðir þar sem foreldrar þurfa sjálfir að brúa bilið áður en barnið fær pláss á leikskóla, sem er almennt við 18-24 mánaða aldur. Á þessu tímabili þurfa foreldrar annað hvort að vera utan vinnumarkaðar til að sinna barninu með tilheyrandi tekjumissi eða borga fúlgur fjár fyrir pláss hjá dagforeldri. Við þær aðstæður sem íslensk stjórnvöld bjóða barnafólki upp á getur reynst foreldrum erfitt að forgangsraða heilsu fjölskyldu sinnar og tengslamyndun með barninu sínu á meðgöngu og fyrstu ár barnsins. Velferðarríki verður að gera betur. Fjárfesting í fjölskyldum er fjárfesting í heilbrigði samfélagsins til langs tíma. Hallveig - ungt jafnaðarfólk í Reykjavík kallar eftir því að ríki og sveitarfélög ráðist strax í markvissar aðgerðir til að skapa fjölskylduvænna samfélag og bæta aðstæður barnafólks á Íslandi. Fyrsta skrefið er að Alþingi sameinist um þær breytingar á fæðingarorlofskerfinu sem þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ítrekað flutt frumvarp um: að lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækki svo viðmiðunartekjur þeirra tekjulægstu verði ekki skertar, að lögfest verði launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingu barns og að ungbarnafjölskyldum verði tryggður aukinn sveigjanleiki með rétti til vinnutímastyttingar. Þá er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög sameinist um aðgerðir vegna kerfisbundins vanda við fjármögnun, mönnun og rekstur leikskóla, styttri leiðir að fagmenntun fyrir starfsfólk leikskóla verði efldar og rétturinn til leikskóladvalar við ákveðinn aldur festur í lög. Höfundar eru í stjórn Hallveigar- ungs jafnaðarfólks á Íslandi
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar