Mbappé var gagnrýndur harðlega á samfélagsmiðlinum X í morgun þar sem fólk velti því upp hvar PR-teymi hans væri statt. Fjölmörgum tístum rigndi inn á X-aðgang hans, þar á meðal til að auglýsa rafmynt $Mbappe til sölu.

Fljótlega kom í ljós að um óprúttinn aðila væri að ræða en ekki Mbappé sjálfan. Þessum aðila virðist þó hafa tekist að selja um 90 þúsund einingar af $Mbappe aurum. Myntin rauk upp í verði um skamma stund áður en hún hrundi aftur niður í ekkert virði.
Einn aðili á X segist hafa keypt mynt fyrir 216 bandaríkjadali og náð að selja á hápunkti og grætt um 151 þúsund dali, sem jafngildir tæplega 21 milljón króna.
Dvergurinn Lionel Messi
Þá virðist sem um Manchester United stuðningsmann sé að ræða en hann kastaði því meðal annars fram á síðu Mbappé að Manchester-borg sé rauð og sagði Cristiano Ronaldo besta leikmann heims. Ekki „dvergurinn“ Lionel Messi.
Lundúnir voru sagðar skítaborg og Tottenham Hotspur sömuleiðis skítalið. Pólitísk málefni komu einnig við sögu þar sem afstaða var tekin með Palestínu og gegn Ísrael.
Þónokkur tíst frá hakkaranum á síðu Mbappé má sjá að neðan.




