Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2024 20:06 Aðalheiður Ásgeirsdóttir, bóndi á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum að hræra í pottinum í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. Fjölmenni mætti á bæinn Stóru Mörk III til að þiggja kjötsúpu og reyndar gúllassúpu líka hjá bændunum á bænum í gærkvöldi, en þau hlutu íslenska landbúnaðarverðlaun í ár, enda búið á Stóru Mörk einstaklega glæsilegt og kýrnar þar mjólka vel og nautin gefa mikið af kjöti af sér. „Það er nóg af kjöti í súpunni, svo sannarlega, allt frá „Beint frá býli”, lamb og naut. Þetta er kjöt frá okkur, þetta er allt frá okkur nema hvítlaukurinn og laukurinn,” segir Aðalheiður Ásgeirsdóttir, bóndi á Stóru Mörk III. Og það verður mikið um að vera á Hvolsvelli og nágrenni um helgina því þá fer fram Kjötsúpuhátíð. Þetta verður til dæmis á föstudaginn. „Þá ætla fyrirtæki á svæðinu að bjóða upp á drykk og mat, grillkynningar og vínsmökkun og það verður sumarkjólahlaup. Svo á laugardeginum verður aðaldagskráin okkar en þá verður fjölskylduskemmtun og verðlaunaafhendingar og ýmislegt fleira. Það eru allir velkomnir, allt frítt og um kvöldið verður ball hjá okkur með Stuðlabandinu,” segir Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra. Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra, sem býður alla velkomna á Kjötsúpuhátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigmundur segir að það verði örugglega einhverjir þúsundir lítra af kjötsúpu sem heimamenn og gestir munu njóta á Kjötsúpuhátíðinni en sérstakt kjötsúpurölt verður á föstudagskvöldið. Af hverju heitir þetta Kjötsúpuhátíð ? „Við erum náttúrulega hér í landbúnaðarhéraðinu og fögnum kjötsúpunni svona á hausti og til ná inn smá orku fyrir veturinn,” segir Sigmundur. Tveir ánægðir með kjötsúpuna í gærkvöldi, Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka í Landeyjum (til vinstri) og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, ásamt syni sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heyskapur gekk vel á Stóru Mörk í sumar enda þriðja slætti ný lokið. En hvað urðu heyrúllurnar margar? „Ég held að þetta hafi farið í eitt þúsund og átta hundruð rúllur,” segir Eyvindur Ágústsson, bóndi á Stóru Mörk III sposkur á svip. Fjölmargir mættu í súpuna á Stóru Mörk III.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira
Fjölmenni mætti á bæinn Stóru Mörk III til að þiggja kjötsúpu og reyndar gúllassúpu líka hjá bændunum á bænum í gærkvöldi, en þau hlutu íslenska landbúnaðarverðlaun í ár, enda búið á Stóru Mörk einstaklega glæsilegt og kýrnar þar mjólka vel og nautin gefa mikið af kjöti af sér. „Það er nóg af kjöti í súpunni, svo sannarlega, allt frá „Beint frá býli”, lamb og naut. Þetta er kjöt frá okkur, þetta er allt frá okkur nema hvítlaukurinn og laukurinn,” segir Aðalheiður Ásgeirsdóttir, bóndi á Stóru Mörk III. Og það verður mikið um að vera á Hvolsvelli og nágrenni um helgina því þá fer fram Kjötsúpuhátíð. Þetta verður til dæmis á föstudaginn. „Þá ætla fyrirtæki á svæðinu að bjóða upp á drykk og mat, grillkynningar og vínsmökkun og það verður sumarkjólahlaup. Svo á laugardeginum verður aðaldagskráin okkar en þá verður fjölskylduskemmtun og verðlaunaafhendingar og ýmislegt fleira. Það eru allir velkomnir, allt frítt og um kvöldið verður ball hjá okkur með Stuðlabandinu,” segir Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra. Sigmundur Páll Jónsson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra, sem býður alla velkomna á Kjötsúpuhátíðina um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigmundur segir að það verði örugglega einhverjir þúsundir lítra af kjötsúpu sem heimamenn og gestir munu njóta á Kjötsúpuhátíðinni en sérstakt kjötsúpurölt verður á föstudagskvöldið. Af hverju heitir þetta Kjötsúpuhátíð ? „Við erum náttúrulega hér í landbúnaðarhéraðinu og fögnum kjötsúpunni svona á hausti og til ná inn smá orku fyrir veturinn,” segir Sigmundur. Tveir ánægðir með kjötsúpuna í gærkvöldi, Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka í Landeyjum (til vinstri) og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, ásamt syni sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heyskapur gekk vel á Stóru Mörk í sumar enda þriðja slætti ný lokið. En hvað urðu heyrúllurnar margar? „Ég held að þetta hafi farið í eitt þúsund og átta hundruð rúllur,” segir Eyvindur Ágústsson, bóndi á Stóru Mörk III sposkur á svip. Fjölmargir mættu í súpuna á Stóru Mörk III.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða hátíðarinnar
Rangárþing eystra Landbúnaður Menning Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira