Ákæruliðirnir eru fjórir og snúa að meintri tilraun Trump til þess að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna árið 2020, þegar Joe Biden var kjörinn forseti.
Í nýju ákærunni er nákvæmri lýsingu á meintri saknæmri háttsemi Trump sleppt, að því er fram kemur í umfjöllun BBC, og er það eins og áður segir til þess að sníða hana að kröfum hæstaréttar. Ákæran nýja sé 36 blaðsíður samanborið við 45 blaðsíðna fyrri ákæru.
Jack Smith, sem rekur málið fyrir hönd ráðuneytisins, leggur áherslu á það í tilkynningu að Trump hafi ekki framkvæmt opinbert vald sitt á meðan hin meintu refsiverðu brot voru framin. Það skipti máli til þess að hin nýja ákæra haldi vatni.
Trump hefur þegar neitað sök í einu og öllu. Haft er eftir manni innan lögfræðiteymis Trump að nýja ákæran komi ekki á óvart.
Í júní var málinu vísað til neðra dómstigs af meirihluta Hæstaréttar. Meirihlutinn taldi forseta njóta friðhelgi í málum sem snúa að stjórnarskrárvörðu valdi hans.