Spánverjar rekja „úldna eggjalykt“ til eldgossins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 21:45 Gosmóðan hefur sést víða hér á landi og að öllum líkindum borist suður á bóginn til Spánar. vísir Sérfræðingur í loftgæðamálum segir það vel geta gerst að gosmóða geti borist suður á bóginn og jafnvel til Spánar. Þar í landi kvarta menn undan „úldinni eggjalykt“ sem er rakin til eldgossins á Reykjanesskaga. Á vef Spanish News Today er það fullyrt að fnykur hafi borist til sjálfstjórnarhéraðsins Galacia, Cantabria og til Baskalands. „Það getur alveg verið til í dæminu, að þetta berist langar leiðir,“ segir Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun sem var spurður út í málið í Reykjavík síðdegis. „Ég var nú samt bara að frétta af þessu núna.“ „Í þessu gosi núna var að mælast toppur í Edinborg í Skotlandi. Í síðasta gosi var hæsti toppur sem mældist á mælistöð líka í Edinborg og það var rakið hingað. Þá voru sömu aðstæður, norðanátt og þá getur þetta boris,“ segir Þorsteinn sem hafði ekki heyrt af því að mengunin hefði borist til Spánar. „Þetta rignir á endanum niður í sjóinn og skolast út,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn útskýrir einnig hvað valdi því að mikil gosmóða hafi myndast síðustu daga. „Þetta er upprunnið úr gosinu. Þaðan kemur SO2-gas, sem er ekki sýnilegt en það hvarfast við súrefni og verður SO4, og þá sést það betur. Fólk getur fundið sviða í augum og hálsi, þetta er meira ertandi efni þó þetta sé ekki hættulegt núna. En fólk sem er viðkvæmt fyrir getur fundið meira fyrir þessu, með astma og slíkt.“ Gosmengunin hefur sést víða suðvestanlands og á Suðurlandi. „Þetta er gamall gosmökkur, sem fór út á haf í norðanáttinni en er svo búið að taka U-beygju með lægð og kemur til baka. Þá er mest allt SO2 búið að hvarfast við SO4 og þá verður þetta sýnilegri mökkur.“ Þorsteinn segir það að hafa glugga lokaða aðeins hjálpa til styttri tíma. Gildi hafi hins vegar ekki farið yfir heilsuverndarmörk hingað til. „Þetta er í raun meira ertandi svifryk en þetta venjulega svifryk sem mörkin eru sett á. Því finnur fólk meira fyrir þessu. Þetta er sennilega versta tegundin af svifryki. Hann segir að ef veðurspá gangi eftir ætti gosmóðan að kveðja seinnipartinn á morgun með norðanátt. Spánn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Á vef Spanish News Today er það fullyrt að fnykur hafi borist til sjálfstjórnarhéraðsins Galacia, Cantabria og til Baskalands. „Það getur alveg verið til í dæminu, að þetta berist langar leiðir,“ segir Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun sem var spurður út í málið í Reykjavík síðdegis. „Ég var nú samt bara að frétta af þessu núna.“ „Í þessu gosi núna var að mælast toppur í Edinborg í Skotlandi. Í síðasta gosi var hæsti toppur sem mældist á mælistöð líka í Edinborg og það var rakið hingað. Þá voru sömu aðstæður, norðanátt og þá getur þetta boris,“ segir Þorsteinn sem hafði ekki heyrt af því að mengunin hefði borist til Spánar. „Þetta rignir á endanum niður í sjóinn og skolast út,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn útskýrir einnig hvað valdi því að mikil gosmóða hafi myndast síðustu daga. „Þetta er upprunnið úr gosinu. Þaðan kemur SO2-gas, sem er ekki sýnilegt en það hvarfast við súrefni og verður SO4, og þá sést það betur. Fólk getur fundið sviða í augum og hálsi, þetta er meira ertandi efni þó þetta sé ekki hættulegt núna. En fólk sem er viðkvæmt fyrir getur fundið meira fyrir þessu, með astma og slíkt.“ Gosmengunin hefur sést víða suðvestanlands og á Suðurlandi. „Þetta er gamall gosmökkur, sem fór út á haf í norðanáttinni en er svo búið að taka U-beygju með lægð og kemur til baka. Þá er mest allt SO2 búið að hvarfast við SO4 og þá verður þetta sýnilegri mökkur.“ Þorsteinn segir það að hafa glugga lokaða aðeins hjálpa til styttri tíma. Gildi hafi hins vegar ekki farið yfir heilsuverndarmörk hingað til. „Þetta er í raun meira ertandi svifryk en þetta venjulega svifryk sem mörkin eru sett á. Því finnur fólk meira fyrir þessu. Þetta er sennilega versta tegundin af svifryki. Hann segir að ef veðurspá gangi eftir ætti gosmóðan að kveðja seinnipartinn á morgun með norðanátt.
Spánn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira