Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. ágúst 2024 18:47 Mark Zuckerberg er forstjóri Meta. AP Mark Zuckerberg forstjóri Meta segist sjá eftir því að hafa látið undan þrýstingi ríkisstjórnar Joe Biden um að ritskoða upplýsingar á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Efnið sem hann var beðinn um að fjarlægja voru það sem stjórnvöld kölluðu misvísandi upplýsingar um ýmislegt tengt Covid-19, og fréttir um upplýsingar á fartölvu Hunter Biden, sonar Joe Biden Bandaríkjaforseta. Þetta kemur fram í bréfi sem Zuckerberg sendi Bandaríkjaþingi. Þar kemur fram að ýmislegt efni tengt Covid-19 og bóluefnunum gegn veirunni hafi verið fjarlægt af Facebook og Instagram árið 2021 að beiðni stjórnvalda. Hvíta húsið kveðst hafa verið að grípa til aðgerða til að vernda heilsu almennings og almannahagsmuni í víðum skilningi. Í júlí 2021 sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Facebook væri að drepa fólk með því að leyfa misvísandi upplýsingum um bóluefni gegn Covid-19 að flæða um miðilinn. Zuckerberg segir að ákvarðanirnar hafi verið teknar af fyrirtækinu sjálfu, en þrýstingurinn frá ríkisstjórninni hafi ekki verið af hinu góða. „Árið 2021 urðum við ítrekað fyrir þrýstingi frá ríkisstjórninni, Hvíta húsinu þar á meðal, um að fjarlægja ákveðið efni sem tengdist Covid-19, þar á meðal alls konar grín. Við urðum vör við mikla gremju frá þeim þegar við urðum ekki við þessu. Mér finnst að þessi þrýstingur frá ríkisstjórninni hafi ekki verið af hinu góða, og ég harma það að hafa ekki talað meira um það á sínum tíma. Við tókum ýmsar ákvarðanir sem við myndum ekki taka í dag, að teknu tilliti til nýrra upplýsinga og þess sem við vitum í dag,“ stendur í bréfi Zuckerbergs. Þaggaði niður í frétt um son Bidens Zuckerberg sagði einnig að Facebook hefði þaggað niður í umfjöllun um fartölvu Hunter Biden árið 2020. FBI hafði þá varað við því að sú umfjöllun væri „rússnesk upplýsingaóreiða.“ Fréttin var um að fartölva Hunters hefði verið skilin eftir á verkstæði í Delaware, og að þar hefðu fundist tölvupóstar sem gáfu til kynna að viðskiptahagsmunir hans hefðu haft áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna með einhverjum hætti, þegar Joe Biden faðir hans var varaforseti. Zuckerberg segir að fréttin hafi tímabundið verið fjarlægð af miðlum Meta, á meðan beðið væri niðurstaðna rannsóknar FBI um mögulega aðgerð rússneskra yfirvalda til að dreifa upplýsingaóreiðu. Fréttin reyndist svo ekki vera falsfrétt frá Rússlandi. „Eftir á að hyggja, hefðum við ekki átt að þagga niður í fréttinni,“ segir Zuckerberg. Meta Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem Zuckerberg sendi Bandaríkjaþingi. Þar kemur fram að ýmislegt efni tengt Covid-19 og bóluefnunum gegn veirunni hafi verið fjarlægt af Facebook og Instagram árið 2021 að beiðni stjórnvalda. Hvíta húsið kveðst hafa verið að grípa til aðgerða til að vernda heilsu almennings og almannahagsmuni í víðum skilningi. Í júlí 2021 sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Facebook væri að drepa fólk með því að leyfa misvísandi upplýsingum um bóluefni gegn Covid-19 að flæða um miðilinn. Zuckerberg segir að ákvarðanirnar hafi verið teknar af fyrirtækinu sjálfu, en þrýstingurinn frá ríkisstjórninni hafi ekki verið af hinu góða. „Árið 2021 urðum við ítrekað fyrir þrýstingi frá ríkisstjórninni, Hvíta húsinu þar á meðal, um að fjarlægja ákveðið efni sem tengdist Covid-19, þar á meðal alls konar grín. Við urðum vör við mikla gremju frá þeim þegar við urðum ekki við þessu. Mér finnst að þessi þrýstingur frá ríkisstjórninni hafi ekki verið af hinu góða, og ég harma það að hafa ekki talað meira um það á sínum tíma. Við tókum ýmsar ákvarðanir sem við myndum ekki taka í dag, að teknu tilliti til nýrra upplýsinga og þess sem við vitum í dag,“ stendur í bréfi Zuckerbergs. Þaggaði niður í frétt um son Bidens Zuckerberg sagði einnig að Facebook hefði þaggað niður í umfjöllun um fartölvu Hunter Biden árið 2020. FBI hafði þá varað við því að sú umfjöllun væri „rússnesk upplýsingaóreiða.“ Fréttin var um að fartölva Hunters hefði verið skilin eftir á verkstæði í Delaware, og að þar hefðu fundist tölvupóstar sem gáfu til kynna að viðskiptahagsmunir hans hefðu haft áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna með einhverjum hætti, þegar Joe Biden faðir hans var varaforseti. Zuckerberg segir að fréttin hafi tímabundið verið fjarlægð af miðlum Meta, á meðan beðið væri niðurstaðna rannsóknar FBI um mögulega aðgerð rússneskra yfirvalda til að dreifa upplýsingaóreiðu. Fréttin reyndist svo ekki vera falsfrétt frá Rússlandi. „Eftir á að hyggja, hefðum við ekki átt að þagga niður í fréttinni,“ segir Zuckerberg.
Meta Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira