KA efst allra í seinni umferð og hart barist fyrir skiptingu Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 11:31 KA-menn hafa ekki tapað leik í háa herrans tíð. vísir/Diego Það er forvitnilegt að sjá hve ólík stigasöfnun liðanna í Bestu deild karla hefur verið fyrri og seinni hluta hinnar hefðbundnu deildakeppni. KA-menn hafa rakað inn flestum stigum allra liða í seinni umferðinni, og botnlið Fylkis gert betur en KR, Vestri og HK. KA hefur ekki tapað leik í seinni umferðinni. Síðasti tapleikur liðsins var gegn Breiðabliki á útivelli 19. júní, í 10. umferð og liðið hefur í seinni umferðinni safnað 19 stigum, og fengið á sig aðeins sjö mörk í níu leikjum. FH-ingar hafa einnig safnað vel af stigum í seinni umferðinni og Fylkismenn væru ekki á botni deildarinnar ef þeir hefðu spilað eins vel í upphafi móts. Valsmenn eru hins vegar í 6. sæti yfir flest stig í seinni umferðinni, meistarar í Víkings í 4. sæti og KR og HK neðst. Víkingur og KR eiga þó frestaðan leik sinn inni. HK-ingar hafa fengið á sig heil 30 mörk í 9 leikjum í seinni umferðinni. Stigasöfnunina í seinni umferð má sjá hér að neðan. Svona er stöðutaflan miðað við leikina í seinni umferð Bestu deildar karla, það er að segja frá og með 12. umferð. Víkingur og KR eiga leik sinn inni.Transfermarkt Hnífjöfn barátta um alla deild Núna eru aðeins tvær umferðir eftir áður en Bestu deildinni verður skipt í tvennt, fyrir fimm umferða úrslitakeppnina. Við þær bætist þó frestaður leikur KR og Víkings. Blikar og Víkingar eiga í hnífjafnri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn en margt þarf að gerast til að Valur blandi sér í þá baráttu. Auk Vals eru FH og ÍA, og jafnvel Stjarnan, KA og Fram, í baráttu um Evrópusæti en efstu þrjú lið deildarinnar fá Evrópusæti, sem og liðið í 4. sæti ef að Víkingar vinna bikarúrslitaleikinn við KA og enda meðal fjögurra efstu í deildinni. HK og Fylkir sitja í fallsætum en Vestri og KR eru mjög skammt undan. Staðan í Bestu deild karla, tveimur umferðum áður en henni verður skipt upp í tvennt. Víkingur og KR eiga þó leik sinn til góða.KSÍ KA og Fram þurfa hjálp frá FH eða Vestra Það er fullt af afar mikilvægum leikjum í síðustu tveimur umferðunum fyrir skiptingu, og þar er barátta Stjörnunnar, KA og Fram hnífjöfn um sjötta og síðasta sætið í efri hlutanum. Engin innbyrðis viðureign er á milli þeirra svo að KA og Fram verða að treysta á að Stjarnan misstígi sig gegn FH eða Vestra. Allra síðasti séns Vals á að vera með í titilbaráttunni er á sunnudaginn þegar liðið mætir Val í 21. umferðinni. Hún fer öll fram þann dag. Lokaumferðin fyrir skiptingu er svo eftir landsleiki, 15. og 16. september, en áður mætast KR og Víkingur 13. september. Síðustu tvær umferðirnar áður en Bestu deild karla verður skipt í tvennt og leiknar fimm umferðir.KSÍ Besta deild karla KA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
KA hefur ekki tapað leik í seinni umferðinni. Síðasti tapleikur liðsins var gegn Breiðabliki á útivelli 19. júní, í 10. umferð og liðið hefur í seinni umferðinni safnað 19 stigum, og fengið á sig aðeins sjö mörk í níu leikjum. FH-ingar hafa einnig safnað vel af stigum í seinni umferðinni og Fylkismenn væru ekki á botni deildarinnar ef þeir hefðu spilað eins vel í upphafi móts. Valsmenn eru hins vegar í 6. sæti yfir flest stig í seinni umferðinni, meistarar í Víkings í 4. sæti og KR og HK neðst. Víkingur og KR eiga þó frestaðan leik sinn inni. HK-ingar hafa fengið á sig heil 30 mörk í 9 leikjum í seinni umferðinni. Stigasöfnunina í seinni umferð má sjá hér að neðan. Svona er stöðutaflan miðað við leikina í seinni umferð Bestu deildar karla, það er að segja frá og með 12. umferð. Víkingur og KR eiga leik sinn inni.Transfermarkt Hnífjöfn barátta um alla deild Núna eru aðeins tvær umferðir eftir áður en Bestu deildinni verður skipt í tvennt, fyrir fimm umferða úrslitakeppnina. Við þær bætist þó frestaður leikur KR og Víkings. Blikar og Víkingar eiga í hnífjafnri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn en margt þarf að gerast til að Valur blandi sér í þá baráttu. Auk Vals eru FH og ÍA, og jafnvel Stjarnan, KA og Fram, í baráttu um Evrópusæti en efstu þrjú lið deildarinnar fá Evrópusæti, sem og liðið í 4. sæti ef að Víkingar vinna bikarúrslitaleikinn við KA og enda meðal fjögurra efstu í deildinni. HK og Fylkir sitja í fallsætum en Vestri og KR eru mjög skammt undan. Staðan í Bestu deild karla, tveimur umferðum áður en henni verður skipt upp í tvennt. Víkingur og KR eiga þó leik sinn til góða.KSÍ KA og Fram þurfa hjálp frá FH eða Vestra Það er fullt af afar mikilvægum leikjum í síðustu tveimur umferðunum fyrir skiptingu, og þar er barátta Stjörnunnar, KA og Fram hnífjöfn um sjötta og síðasta sætið í efri hlutanum. Engin innbyrðis viðureign er á milli þeirra svo að KA og Fram verða að treysta á að Stjarnan misstígi sig gegn FH eða Vestra. Allra síðasti séns Vals á að vera með í titilbaráttunni er á sunnudaginn þegar liðið mætir Val í 21. umferðinni. Hún fer öll fram þann dag. Lokaumferðin fyrir skiptingu er svo eftir landsleiki, 15. og 16. september, en áður mætast KR og Víkingur 13. september. Síðustu tvær umferðirnar áður en Bestu deild karla verður skipt í tvennt og leiknar fimm umferðir.KSÍ
Besta deild karla KA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira