Áfrýjar ákvörðun dómara um að vísa leyniskjalamáli Trump frá Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. ágúst 2024 10:06 Smith tilkynnti strax í sumar að hann myndi áfrýja málinu. Lögspekingar hafa margir gagnrýnt ákvörðun Cannon. Getty/Drew Angerer Saksóknarinn Jack Smith fór þess á leit við áfrýjunardómstól í gær að hann snéri við frávísun dómarans Aileen M. Cannon á dómsmáli gegn Donald Trump, sem varðar meðferð forsetans fyrrverandi á trúnaðargögnum. Smith var skipaður til að fara með málið af dómsmálaráðherranum Merrick Garland en Cannon vísaði því frá í heild á þeirri forsendu að hann hefði ekki verið rétt skipaður og færi með alltof mikil völd þegar horft væri til þess að þingið hefði ekki fjallað um skipunina. Cannon, sem var skipuð af Trump, gerði engar athugasemdir við málatilbúnaðinn gegn forsetaframbjóðandanum heldur gerði einungis athugasemdir við skipun Smith, vald hans og titil. Smith, sem var skipaður „sérstakur saksóknari“ (e. special counsel), sagði í rökstuðningi sínum fyrir áfrýjunardómstólnum að Garland hefði sannarlega haft heimild til að taka ákvörðun um skipunina og að Cannon hefði farið gegn fjölda dómafordæma. Að sögn Smith hafa dómsmálaráðherrar skipað fjölda sérstakra saksóknara í gegnum áratugina og skipanirnar alltaf verið staðfestar af dómstólum, þar á meðal Hæstarétti. Málið varðar, sem fyrr segir, trúnaðargögn sem Trump er ákærður fyrir að hafa tekið ólöglega með sér úr Hvíta húsinu og neitað að afhenda rannsakendum. Yfir 100 slík skjöl fundust á heimili hans. Cannon hefur áður verið gerð afturreka með ákvörðun í málinu, þegar hún skipaði sérstakan dómara til að fara yfir þau gögn sem voru tekin af heimili Trump. Áfrýjunardómstóll snéri þeirri ákvörðun. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Smith var skipaður til að fara með málið af dómsmálaráðherranum Merrick Garland en Cannon vísaði því frá í heild á þeirri forsendu að hann hefði ekki verið rétt skipaður og færi með alltof mikil völd þegar horft væri til þess að þingið hefði ekki fjallað um skipunina. Cannon, sem var skipuð af Trump, gerði engar athugasemdir við málatilbúnaðinn gegn forsetaframbjóðandanum heldur gerði einungis athugasemdir við skipun Smith, vald hans og titil. Smith, sem var skipaður „sérstakur saksóknari“ (e. special counsel), sagði í rökstuðningi sínum fyrir áfrýjunardómstólnum að Garland hefði sannarlega haft heimild til að taka ákvörðun um skipunina og að Cannon hefði farið gegn fjölda dómafordæma. Að sögn Smith hafa dómsmálaráðherrar skipað fjölda sérstakra saksóknara í gegnum áratugina og skipanirnar alltaf verið staðfestar af dómstólum, þar á meðal Hæstarétti. Málið varðar, sem fyrr segir, trúnaðargögn sem Trump er ákærður fyrir að hafa tekið ólöglega með sér úr Hvíta húsinu og neitað að afhenda rannsakendum. Yfir 100 slík skjöl fundust á heimili hans. Cannon hefur áður verið gerð afturreka með ákvörðun í málinu, þegar hún skipaði sérstakan dómara til að fara yfir þau gögn sem voru tekin af heimili Trump. Áfrýjunardómstóll snéri þeirri ákvörðun.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira