Juventus vann aftur öruggan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2024 20:53 Dušan Vlahović skoraði tvö í kvöld. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA Thiago Motta gæti vart hafa byrjað betur sem þjálfari Juventus. Eftir tvo leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er liðið með tvo sigra og markatöluna 6-0. Juventus fékk draumabyrjun á tímabilinu þegar liðið vann þægilegan sigur á nýliðum Como. Mótherji kvöldsins var öllu erfiðari en lið Hellas Verona er sýnd veiði en ekki gefin. Það er að segja fyrir leik kvöldsins en hann endaði á að vera leikur kattarins að músinni. Á rétt rúmum tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik gerði Juventus svo gott sem út um leikinn. Dušan Vlahović kom gestunum yfir með snöggu skoti úr miðju vítateignum eftir undirbúning Kenan Yıldız. Markvörður Verona, Lorenzo Montipo, kom engum vörnum við og staðan 1-0 gestunum í vil. The gaffer is impressed 👍 #VeronaJuve 0-1 pic.twitter.com/FiJjxbmvqc— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024 Ekki löngu síðar var staðan orðin 2-0 Juventus í vil. Að þessu sinni var það Nicola Savona sem skoraði með góðum skalla eftir fyrirgjöf Samuel Mbangula. Gestirnir þar af leiðandi í toppmálum þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. The quick stride of Samuel Mbangula ⚡#VeronaJuve pic.twitter.com/xYObWbKZkm— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024 Snemma í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu sem Vlahović þrumaði í netið og staðan orðin 3-0 Juventus í vil. Reyndust það lokatölur leiksins og lærisveinar Motta setjast því á topp Serie A með fullt hús eftir tvær umferðir. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
Juventus fékk draumabyrjun á tímabilinu þegar liðið vann þægilegan sigur á nýliðum Como. Mótherji kvöldsins var öllu erfiðari en lið Hellas Verona er sýnd veiði en ekki gefin. Það er að segja fyrir leik kvöldsins en hann endaði á að vera leikur kattarins að músinni. Á rétt rúmum tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik gerði Juventus svo gott sem út um leikinn. Dušan Vlahović kom gestunum yfir með snöggu skoti úr miðju vítateignum eftir undirbúning Kenan Yıldız. Markvörður Verona, Lorenzo Montipo, kom engum vörnum við og staðan 1-0 gestunum í vil. The gaffer is impressed 👍 #VeronaJuve 0-1 pic.twitter.com/FiJjxbmvqc— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024 Ekki löngu síðar var staðan orðin 2-0 Juventus í vil. Að þessu sinni var það Nicola Savona sem skoraði með góðum skalla eftir fyrirgjöf Samuel Mbangula. Gestirnir þar af leiðandi í toppmálum þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. The quick stride of Samuel Mbangula ⚡#VeronaJuve pic.twitter.com/xYObWbKZkm— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024 Snemma í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu sem Vlahović þrumaði í netið og staðan orðin 3-0 Juventus í vil. Reyndust það lokatölur leiksins og lærisveinar Motta setjast því á topp Serie A með fullt hús eftir tvær umferðir.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira