Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að fundirnir munu fara fram á Gránu Bistro á Sauðárkróki, en ráðherrar munu ræða við fjölmiðla að fundi loknum.
Þetta er í sjöunda sinn sem ríkisstjórnin heldur sumarfund sem þennan, en á síðasta ári fór hann fram á Egilsstöðum. Árið 2022 fór sumarfundurinn fram á Vestfjörðum en áður hafði ríkisstjórnin haldið sumarfund sinn í Snæfellsbæ, í Mývatnssveit, á Hellu og á Suðurnesjum.